Mönnun á leikskólum borgarinnar vonbrigði í ljósi ástandsins á vinnumarkaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. ágúst 2020 21:00 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. EGILL AÐALSTEINSSON Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir vonbrigði að ekki hafi tekist að ráða í öll stöðugildi á leikskólum borgarinnar þegar atvinnuleysi er að aukast. Enn hefur ekki verið ráðið í 76 grunnstöðugildi í 63 leikskólum á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að mönnun gangi þó þokkalega. „Það vantar samt sem áður talsvert af stöðugildum enn hjá okkur. Það eru auðvitað vonbrigði miðað við stöðuna á atvinnumarkaði,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fjörutíu leikskólar eru ýmist fullmannaðir eða vantar í hálft til tvö stöðugildi. Slíkt hefur takmörkuð áhrif á starfssemina. Á fjóra leikskóla vantar fleiri en fjögur stöðugildi, sem getur haft töluverð áhrif. „Það getur haft þær afleiðingar að inntaka nýrra leikskólabarna tefjist og það er náttúrulega mjög miður en við reynum eins og við mögulega getum að lágmarka það,“ sagði Helgi. Hann hélt að ráðningar myndu ganga betur í ljósi ástandsins á atvinnumarkaði í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Almennt atvinnuleysi var 7,9 prósent í júlí og hefur farið vaxandi. Í ljósi þess að vöntun er á starfsfólki þurfi að slaka á menntunarkröfum. „Það er bara það sem við neyðumst til að gera því það skiptir miklu máli að manna leikskólanna til að við getum boðið upp á leikskólaþjónustuna. Það skiptir máli að hafa fólk með faglegan bakgrunn,“ sagði Helgi. Hvað með grunnskólana? „Þeir standa mjög vel það er 98% ráðningarhlutfall komið þar og þá er verið að leita að einstaka skólaliða og stuðningsfulltrúum,“ sagði Helgi. Skóla - og menntamál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir vonbrigði að ekki hafi tekist að ráða í öll stöðugildi á leikskólum borgarinnar þegar atvinnuleysi er að aukast. Enn hefur ekki verið ráðið í 76 grunnstöðugildi í 63 leikskólum á vegum Reykjavíkurborgar. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að mönnun gangi þó þokkalega. „Það vantar samt sem áður talsvert af stöðugildum enn hjá okkur. Það eru auðvitað vonbrigði miðað við stöðuna á atvinnumarkaði,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fjörutíu leikskólar eru ýmist fullmannaðir eða vantar í hálft til tvö stöðugildi. Slíkt hefur takmörkuð áhrif á starfssemina. Á fjóra leikskóla vantar fleiri en fjögur stöðugildi, sem getur haft töluverð áhrif. „Það getur haft þær afleiðingar að inntaka nýrra leikskólabarna tefjist og það er náttúrulega mjög miður en við reynum eins og við mögulega getum að lágmarka það,“ sagði Helgi. Hann hélt að ráðningar myndu ganga betur í ljósi ástandsins á atvinnumarkaði í kjölfar faraldurs kórónuveirunnar. Almennt atvinnuleysi var 7,9 prósent í júlí og hefur farið vaxandi. Í ljósi þess að vöntun er á starfsfólki þurfi að slaka á menntunarkröfum. „Það er bara það sem við neyðumst til að gera því það skiptir miklu máli að manna leikskólanna til að við getum boðið upp á leikskólaþjónustuna. Það skiptir máli að hafa fólk með faglegan bakgrunn,“ sagði Helgi. Hvað með grunnskólana? „Þeir standa mjög vel það er 98% ráðningarhlutfall komið þar og þá er verið að leita að einstaka skólaliða og stuðningsfulltrúum,“ sagði Helgi.
Skóla - og menntamál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira