Flott vorveiði í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 4. maí 2020 11:17 Flottur urriði úr Elliðaánum í fanginu á Atla Bergmann sem veiddi hann. Vorveiðin í Elliðaánum hófst 1. maí á efri svæðum ánna en eins og þeir sem þekkja þetta svæði vel er mikið af urriða þarna sem er gaman að eiga við. Einn af þeim sem lagði leið sína í ánna um helgina var Atli Bergmann en hann hefur að sögn mikið dálæti á urriðaveiðinni í Elliðaánum á vorin og ekki að ósekju miðað við það hvernig honum gekk í gær. "Vorveiði í Elliðaránum hafur verið fastur punktur hjá mér lengi og satt að segja dásamleg sem þessi perla SVFR er. Það hafði verið rólegt yfir helgina enda kuldi og sól ekki bestu aðstæður. Skemmst er að frá að segja að ég varð strax var við fisk og endaði með að slíta úr einum drella og missa annan minni en sex fóru á land þar af þrír minni sem ég sleppti og þrír stórir frá 54 til 60 cm og var sá stærsti þykkur og mikill og þurfti ég að hafa mig allan við þegar hann stakk sér á milli steina og straujaði svo niður ánna" sagði Atli í samtali við Veiðivísi í morgun. Það er hægt að gera feyknaskemmtilega veiði á þessu svæði og það er nóg af urriða þarna en sérstaklega hafa staðir eins og Höfuðhylur og beygjan þar fyrir neðan verið að gefa vel. Fisk má þó finna víðar en það og núna þegar það er aðeins að hlýna er mjög skemmtilegt að labba upp ánna, bíða eftir uppítöku og kasta á þann fisk. Skemmtilegri verður urriðaveiði varla. Laus leyfi má finna á vefsölu SVFR á www.svfr.is Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði
Vorveiðin í Elliðaánum hófst 1. maí á efri svæðum ánna en eins og þeir sem þekkja þetta svæði vel er mikið af urriða þarna sem er gaman að eiga við. Einn af þeim sem lagði leið sína í ánna um helgina var Atli Bergmann en hann hefur að sögn mikið dálæti á urriðaveiðinni í Elliðaánum á vorin og ekki að ósekju miðað við það hvernig honum gekk í gær. "Vorveiði í Elliðaránum hafur verið fastur punktur hjá mér lengi og satt að segja dásamleg sem þessi perla SVFR er. Það hafði verið rólegt yfir helgina enda kuldi og sól ekki bestu aðstæður. Skemmst er að frá að segja að ég varð strax var við fisk og endaði með að slíta úr einum drella og missa annan minni en sex fóru á land þar af þrír minni sem ég sleppti og þrír stórir frá 54 til 60 cm og var sá stærsti þykkur og mikill og þurfti ég að hafa mig allan við þegar hann stakk sér á milli steina og straujaði svo niður ánna" sagði Atli í samtali við Veiðivísi í morgun. Það er hægt að gera feyknaskemmtilega veiði á þessu svæði og það er nóg af urriða þarna en sérstaklega hafa staðir eins og Höfuðhylur og beygjan þar fyrir neðan verið að gefa vel. Fisk má þó finna víðar en það og núna þegar það er aðeins að hlýna er mjög skemmtilegt að labba upp ánna, bíða eftir uppítöku og kasta á þann fisk. Skemmtilegri verður urriðaveiði varla. Laus leyfi má finna á vefsölu SVFR á www.svfr.is
Stangveiði Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Góð opnun í Blöndu Veiði Að lána eða lána ekki veiðidót Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Spennandi möguleiki fyrir Íslenska veiðimenn í USA Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Góður frágangur fer betur með búnaðinn Veiði Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði