Manchester City gæti sett á svokallaðan Messi-skatt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 10:30 Það er mikið verðmæti í nafni Lionel Messi og Manchester mun örugglega nýta sér það. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Lionel Messi vill spila fyrir Manchester City á komandi tímabili og enska úrvalsdeildarfélagið leitar nú leiða til að fá leikmanninn til sín. Fleiri félög en Manchester City vilja auðvitað fá Messi til síns en hann vill spila fyrir sinn gamla stjóra Pep Guardiola. Lionel Messi er sagði hafa upplifað vanvirðingu frá Ronald Koeman, nýjum stjóra Barcelona, og er harður á því að spila ekki aftur fyrir félagið. Messi þarf auðvitað að losa undir síðast árinu á samningi sínum við Barcelona liðið og það mál gæti endað fyrir dómstólum. Manchester City are set to earn A LOT more money... https://t.co/GLTaxIYHvI— SPORTbible (@sportbible) August 27, 2020 Koma Lionel Messi til Manchester City myndi breyta miklu fyrir félagið ekki síst fjárhagslega. City menn ætla líka að nýta sér það. Það er auðvitað mjög dýrt að semja við Messi en það eru tekjumöguleikar líka. Samkvæmt fréttum sem berast út frá Manchester þá er Manchester City að íhuga að að setja á sérstakan Messi skatt takist þeim að krækja í argentínska snillinginn. Manchester City er eitt fárra félaga í heiminum sem hefur burði til þess að semja við risastjörnu eins og Lionel Messi. Það ættu því að vera til peningar í klúbbnum en um leið er tilefni til að heimta meiri pening frá styrktaraðilum þegar besti knattspyrnumanns heims kemur í félagið. Samkvæmt frétt Jack Gaughan í Daily Mail þá myndi Manchester City þannig kalla eftir aukagreiðslu ætli styrktaraðilar þeirra að nýta sér Messi í að búa til betri ímynd fyrir sitt fyrirtæki. The end of the affair: after Messi, Barcelona will never be the same | By @sidlowe https://t.co/q51s4V1EXI— Guardian sport (@guardian_sport) August 27, 2020 Messi er sjálfur með auglýsingasamninga við Pepsi Max, Lays og Adidas en það er aðeins Cristiano Ronaldo sem er jafn eftirsóttur hjá fyrirtækjum að auglýsa vörur sínar. Paul Hirst hjá The Times segir að Manchester City sé búið að vinna í þessu máli í meira en viku og þar á bæ trúa menn því að þetta sé möguleiki þrátt fyrir að City þurfi að kaupa Messi frá Barcelona fyrir stóra upphæð. Messi er með árslaun upp á 90 milljónir punda eða um 16,4 milljarða íslenskra króna. Það kostar því líka sitt að vera með hann á launaskrá. ESPN segir frá því að Manchester City ætli sér að bjóða Messi samning þar sem hann myndi spila í ensku úrvalsdeildinni í þrjú tímabil en færa sig síðan yfir í systurfélagið New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Man United and Man City are among the favourites for Lionel Messi's signature! pic.twitter.com/9SruZiloE5— The Sun Football (@TheSunFootball) August 27, 2020 Enski boltinn Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Lionel Messi vill spila fyrir Manchester City á komandi tímabili og enska úrvalsdeildarfélagið leitar nú leiða til að fá leikmanninn til sín. Fleiri félög en Manchester City vilja auðvitað fá Messi til síns en hann vill spila fyrir sinn gamla stjóra Pep Guardiola. Lionel Messi er sagði hafa upplifað vanvirðingu frá Ronald Koeman, nýjum stjóra Barcelona, og er harður á því að spila ekki aftur fyrir félagið. Messi þarf auðvitað að losa undir síðast árinu á samningi sínum við Barcelona liðið og það mál gæti endað fyrir dómstólum. Manchester City are set to earn A LOT more money... https://t.co/GLTaxIYHvI— SPORTbible (@sportbible) August 27, 2020 Koma Lionel Messi til Manchester City myndi breyta miklu fyrir félagið ekki síst fjárhagslega. City menn ætla líka að nýta sér það. Það er auðvitað mjög dýrt að semja við Messi en það eru tekjumöguleikar líka. Samkvæmt fréttum sem berast út frá Manchester þá er Manchester City að íhuga að að setja á sérstakan Messi skatt takist þeim að krækja í argentínska snillinginn. Manchester City er eitt fárra félaga í heiminum sem hefur burði til þess að semja við risastjörnu eins og Lionel Messi. Það ættu því að vera til peningar í klúbbnum en um leið er tilefni til að heimta meiri pening frá styrktaraðilum þegar besti knattspyrnumanns heims kemur í félagið. Samkvæmt frétt Jack Gaughan í Daily Mail þá myndi Manchester City þannig kalla eftir aukagreiðslu ætli styrktaraðilar þeirra að nýta sér Messi í að búa til betri ímynd fyrir sitt fyrirtæki. The end of the affair: after Messi, Barcelona will never be the same | By @sidlowe https://t.co/q51s4V1EXI— Guardian sport (@guardian_sport) August 27, 2020 Messi er sjálfur með auglýsingasamninga við Pepsi Max, Lays og Adidas en það er aðeins Cristiano Ronaldo sem er jafn eftirsóttur hjá fyrirtækjum að auglýsa vörur sínar. Paul Hirst hjá The Times segir að Manchester City sé búið að vinna í þessu máli í meira en viku og þar á bæ trúa menn því að þetta sé möguleiki þrátt fyrir að City þurfi að kaupa Messi frá Barcelona fyrir stóra upphæð. Messi er með árslaun upp á 90 milljónir punda eða um 16,4 milljarða íslenskra króna. Það kostar því líka sitt að vera með hann á launaskrá. ESPN segir frá því að Manchester City ætli sér að bjóða Messi samning þar sem hann myndi spila í ensku úrvalsdeildinni í þrjú tímabil en færa sig síðan yfir í systurfélagið New York City í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Man United and Man City are among the favourites for Lionel Messi's signature! pic.twitter.com/9SruZiloE5— The Sun Football (@TheSunFootball) August 27, 2020
Enski boltinn Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira