Yfir 40 veiðisvæði á vefsölunni Karl Lúðvíksson skrifar 13. maí 2020 10:00 Ungir sem aldnir verða örugglega á fullu við að veiða í sumar. Veiðimenn eru þessa dagana að komast í veiðigírinn enda er einn skemmtilegasti tími ársins framundan en það er sá tími sem silungurinn fer að komast í tökustuð. Úrvalið af veiði sem er í boði á Íslandi er einstakt og verðin í silungsveiðina yfirleitt mjög hagkvæm enda er veiðivon á flestum veiðisvæðum landsins góð, í raun svo góð að hingað flykkjast erlendir veiðimenn til að veiða silung. Það hefur löngum verið haldið fram að erlendir veiðimenn komi hingað aðeins í dýra laxveiði en sá hópur sem hingað sækir í silung fer ört stækkandi. Ástæðan er bara sú að hér komast veiðimenn í þau veiðigæði sem eru vandfundin í flestum löndum. Veiðivísir hefur verið að skoða vefsölurnar hjá nokkrumveiðileyfasölum og úrvalið er gott. Veiða.is hefur til að mynda um það bil fjörtíu veiðisvæði á vefsölunni og það sem flestir eru að skoða þar í dag er silungsveiðin. Það má til dæmis finna leyfi í Brúará, Eldvatn, Fossá, Fremri LaxáGaltalæk, Hlíðarvatn, Hörðudalsá, Hraun í ÖlfusiHVols- og Staðarhólsá, silungasvæðin í Laxá neðan stíflku, Lónsá, silungasvæði Miðfjarðarár, Minnivallalæk og Vantamót bara svo fá ein séu nefnd. Kíktu á www.veida.is og þú finnur örugglega leyfi á verði sem passar þér. Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði
Veiðimenn eru þessa dagana að komast í veiðigírinn enda er einn skemmtilegasti tími ársins framundan en það er sá tími sem silungurinn fer að komast í tökustuð. Úrvalið af veiði sem er í boði á Íslandi er einstakt og verðin í silungsveiðina yfirleitt mjög hagkvæm enda er veiðivon á flestum veiðisvæðum landsins góð, í raun svo góð að hingað flykkjast erlendir veiðimenn til að veiða silung. Það hefur löngum verið haldið fram að erlendir veiðimenn komi hingað aðeins í dýra laxveiði en sá hópur sem hingað sækir í silung fer ört stækkandi. Ástæðan er bara sú að hér komast veiðimenn í þau veiðigæði sem eru vandfundin í flestum löndum. Veiðivísir hefur verið að skoða vefsölurnar hjá nokkrumveiðileyfasölum og úrvalið er gott. Veiða.is hefur til að mynda um það bil fjörtíu veiðisvæði á vefsölunni og það sem flestir eru að skoða þar í dag er silungsveiðin. Það má til dæmis finna leyfi í Brúará, Eldvatn, Fossá, Fremri LaxáGaltalæk, Hlíðarvatn, Hörðudalsá, Hraun í ÖlfusiHVols- og Staðarhólsá, silungasvæðin í Laxá neðan stíflku, Lónsá, silungasvæði Miðfjarðarár, Minnivallalæk og Vantamót bara svo fá ein séu nefnd. Kíktu á www.veida.is og þú finnur örugglega leyfi á verði sem passar þér.
Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Þar liggja drekarnir í djúpinu Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði