Frábær veiði í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2020 10:00 Það eru flottar bleikjur í Hlíðarvatni við Selvog Hlíðarvatn í Selvogi er eitt af þessum vötnum sem getur tekið smá tíma að læra á en þegar þú kemst í takt við vatnið er það mjög gjöfult á góðum degi. Þeir sem hafa verið við vatnið undanfarið hafa margir gert aldeilis fína veiði og bleikjan er væn og vel haldin. Algengasta stærðin er eitt til tvö pund en inn á milli hefur þriggja og fjögurra punda bleikjan verið í mun meira magni en síðustu ár. Við höfum aðeins verið að hlera veiðimenn og það er eiginlega alveg sama á hvaða svæði er verið að kanna frétta, veiðin hefur heilt yfir verið mjög góð þrátt fyrir heldur kalda og vindasama daga inn á milli. Það er ennþá hægt að komast að á nokkrum svæðum og fyrir þá sem hafa ekki prófað vatnið verður að segjast eins og er að það er eiginlega skylda að prófa það. Bæði er það stutt frá bænum, veiðin góð, veiðihúsin fín og umhverfið sérlega yndislegt. Stangveiði Mest lesið Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði
Hlíðarvatn í Selvogi er eitt af þessum vötnum sem getur tekið smá tíma að læra á en þegar þú kemst í takt við vatnið er það mjög gjöfult á góðum degi. Þeir sem hafa verið við vatnið undanfarið hafa margir gert aldeilis fína veiði og bleikjan er væn og vel haldin. Algengasta stærðin er eitt til tvö pund en inn á milli hefur þriggja og fjögurra punda bleikjan verið í mun meira magni en síðustu ár. Við höfum aðeins verið að hlera veiðimenn og það er eiginlega alveg sama á hvaða svæði er verið að kanna frétta, veiðin hefur heilt yfir verið mjög góð þrátt fyrir heldur kalda og vindasama daga inn á milli. Það er ennþá hægt að komast að á nokkrum svæðum og fyrir þá sem hafa ekki prófað vatnið verður að segjast eins og er að það er eiginlega skylda að prófa það. Bæði er það stutt frá bænum, veiðin góð, veiðihúsin fín og umhverfið sérlega yndislegt.
Stangveiði Mest lesið Flott veiði og stórir fiskar í Baugstaðaós Veiði Ytri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði "Markaðurinn gæti hrunið til grunna" Veiði Gæsirnar streyma enn inn á Gunnarsholti Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði 35 laxar á land á fyrsta degi í Ytri Rangá Veiði Óvenjulega mikið af laxi genginn í árnar Veiði Söluskrá fyrir forúthlutun SVFR komin Veiði Fimmtungslækkun í Steingrímsfirði Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði