Laxinn er mættur í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 25. maí 2020 16:33 Laxinn er mættur í Elliðaárnar Mynd: KL Ein af þeim ám sem margir veiðimenn fylgjast grant með eru Elliðaárnar en það eru ennþá um fjórar vikur í að þær opni fyrir veiðimönnu. Nú ber svo við að við fengum fréttir af því í dag og Veiðivísir er búinn að staðfesta það sjálfur að laxinn er mættur í þessa perlu Reykjavíkur. Í Sjávarfossi sáust tveir laxar mjög greinilega og okkur rekur ekki í minni hvenær laxinn var kominn svona snemma síðast. Þetta veit vonandi á að göngur verði snemma á ferðinni og stórar en almennt telja fiskifræðingar að framundan sé gott eða mjög gott laxveiðisumar á vesturlandi. Laxar hafa þegar sést í Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Þjórsá og Norðurá. Það er því vonandi að stefna í gott veiðisumar í Elliðaánum þetta árið. Stangveiði Mest lesið Styttist í rjúpnaveiðina Veiði 59 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Síðasta holl með 234 laxa í Langá Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði 110 sm hrygna veiddist í Blöndu Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Vorveiði í Korpu spennandi kostur Veiði Níu laxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði
Ein af þeim ám sem margir veiðimenn fylgjast grant með eru Elliðaárnar en það eru ennþá um fjórar vikur í að þær opni fyrir veiðimönnu. Nú ber svo við að við fengum fréttir af því í dag og Veiðivísir er búinn að staðfesta það sjálfur að laxinn er mættur í þessa perlu Reykjavíkur. Í Sjávarfossi sáust tveir laxar mjög greinilega og okkur rekur ekki í minni hvenær laxinn var kominn svona snemma síðast. Þetta veit vonandi á að göngur verði snemma á ferðinni og stórar en almennt telja fiskifræðingar að framundan sé gott eða mjög gott laxveiðisumar á vesturlandi. Laxar hafa þegar sést í Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Þjórsá og Norðurá. Það er því vonandi að stefna í gott veiðisumar í Elliðaánum þetta árið.
Stangveiði Mest lesið Styttist í rjúpnaveiðina Veiði 59 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Síðasta holl með 234 laxa í Langá Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Nýtt Sportveiðiblað á leiðinni Veiði Góð rjúpnaveiði víðast hvar Veiði 110 sm hrygna veiddist í Blöndu Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Vorveiði í Korpu spennandi kostur Veiði Níu laxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði