Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og viðbrögð við heimsfaraldrinum í Afríku Heimsljós 27. ágúst 2020 14:10 Frá fjarfundinum í gær. Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum í Afríku voru í brennidepli á fjarfundi þróunarsamvinnuráðherra Norðurlanda með ráðherrum sjö Afríkuríkja í gær, yfirmönnum sex stofnana Sameinuðu þjóðanna og öðrum samstarfsaðilum. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók þátt í fundinum þar sem kynntar voru niðurstöður samráðs Norðurlandanna um uppbyggingu í Afríku eftir COVID-19. Þrjú málefnasvið bera þar hæst, heilbrigðiskerfi, græn og loftslagsaðlöguð uppbygging og jafnrétti kynjanna. Ísland leiddi samstarf Norðurlandanna um jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna og stúlkna í tengslum við COVID-19. Fulltrúar Íslands þökkuðu á fundinum fyrir gott og árangursríkt samstarf og lýstu yfir ánægju með að fá tækifæri til að kynna niðurstöður norrænu samvinnunnar fyrir stofnunum Sameinuðu þjóðanna og samstarfsríkjum í Afríku. „Farsóttin hefur þegar breytt heimsmyndinni og haft djúpstæð áhrif á samfélagsgerð um allan heim. Þótt við vitum ekki til fulls hver langtímaáhrifin verða er ljóst að þau verða ólík á konur og karla, stúlkur og drengi og eiga eftir að koma harðast niður á þeim sem standa höllustum fæti. Í því sambandi er mikið áhyggjuefni að kynbundið ofbeldi hefur aukist um allan heim og þess vegna ætlum við að setja aukinn þunga í að sporna við því samfélagsmeini með aðgerðum okkar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Norðurlöndin hafa undanfarna mánuði átt í náinni samvinnu undir yfirskriftinni „Build Back Better and Greener“ um viðbrögð við heimsfaraldrinum og hvernig styðja megi Afríkuríki til að byggja upp betri og grænni samfélög að honum loknum. Áhersla hefur verið lögð á kolefnishlutleysi, aukið viðnám við loftslagsbreytingum og jafnari, réttlátari og sjálfbærari samfélög. Vonast er til að samvinnan nýtist til að styðja alþjóðastofnanir og samstarfsríki í þróunarsamvinnu. Nýverið birtu þróunarsamvinnuráðherrar Norðurlandanna blaðagrein um mikilvægi menntunar, ekki síst á tímum COVID-19. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Efnahagsleg og samfélagsleg áhrif og viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum í Afríku voru í brennidepli á fjarfundi þróunarsamvinnuráðherra Norðurlanda með ráðherrum sjö Afríkuríkja í gær, yfirmönnum sex stofnana Sameinuðu þjóðanna og öðrum samstarfsaðilum. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók þátt í fundinum þar sem kynntar voru niðurstöður samráðs Norðurlandanna um uppbyggingu í Afríku eftir COVID-19. Þrjú málefnasvið bera þar hæst, heilbrigðiskerfi, græn og loftslagsaðlöguð uppbygging og jafnrétti kynjanna. Ísland leiddi samstarf Norðurlandanna um jafnrétti kynjanna og stöðu kvenna og stúlkna í tengslum við COVID-19. Fulltrúar Íslands þökkuðu á fundinum fyrir gott og árangursríkt samstarf og lýstu yfir ánægju með að fá tækifæri til að kynna niðurstöður norrænu samvinnunnar fyrir stofnunum Sameinuðu þjóðanna og samstarfsríkjum í Afríku. „Farsóttin hefur þegar breytt heimsmyndinni og haft djúpstæð áhrif á samfélagsgerð um allan heim. Þótt við vitum ekki til fulls hver langtímaáhrifin verða er ljóst að þau verða ólík á konur og karla, stúlkur og drengi og eiga eftir að koma harðast niður á þeim sem standa höllustum fæti. Í því sambandi er mikið áhyggjuefni að kynbundið ofbeldi hefur aukist um allan heim og þess vegna ætlum við að setja aukinn þunga í að sporna við því samfélagsmeini með aðgerðum okkar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Norðurlöndin hafa undanfarna mánuði átt í náinni samvinnu undir yfirskriftinni „Build Back Better and Greener“ um viðbrögð við heimsfaraldrinum og hvernig styðja megi Afríkuríki til að byggja upp betri og grænni samfélög að honum loknum. Áhersla hefur verið lögð á kolefnishlutleysi, aukið viðnám við loftslagsbreytingum og jafnari, réttlátari og sjálfbærari samfélög. Vonast er til að samvinnan nýtist til að styðja alþjóðastofnanir og samstarfsríki í þróunarsamvinnu. Nýverið birtu þróunarsamvinnuráðherrar Norðurlandanna blaðagrein um mikilvægi menntunar, ekki síst á tímum COVID-19. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent