Ísbjörn drap mann á Svalbarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:54 Ísbjörn gæðir sér á hvalshræi á Svalbarða. Getty/ Arterra Maður lést á Svalbarða eftir árás ísbjarnar í nótt. Enginn annar slasaðist í árásinni en sex ferðamenn voru fluttir undir læknishendur þar sem þau hlutu áfallahjálp, að sögn landstjórans á Svalbarða. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að ísbjörnin hafi ráðist á manninn á fjórða tímanum í nótt. Hann hafði gist í tjaldi á tjaldsvæði vestan við Longyearbyen ásamt hópi annarra sem sögð eru vera reyndir leiðsögumenn. Maðurinn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi og ísbjörninn var skotinn til bana. Landstjórinn á Svalbarða hvetur fólk til að halda sig frá vettvangi árásarinnar. Svæðið verður að líkindum girt af meðan rannsókn stendur yfir. Þetta er í sjötta sinn frá árinu 1971 sem ísbjörn drepur mann á Svalbarða. Það gerðist síðast árið 2011 þegar sautján ára drengur beið bana. Yfirvöldum hafa borist margar tilkynninar um ísbirni nálægt mannabyggðum á síðustu vikum og ekki er talið útilokað að ísbjörninn, sem skotinn var til dauða í nótt, sé meðal þeirra sem hraktir hafa verið á brott á síðustu dögum. Þó lítið sé vitað um atburðarásina í nótt á þessari stundu er talið líklegast að ísbjörninn hafi verið í ætisleit. Ísbirnir á Svalbarða hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu, lítill ís er á svæðinu sem torveldar veiðar þeirra. Þar að auki hafa selir verið af skornum skammti. Af þeim sökum hafa ísbirnirnir þurft að leita sér annarrar fæðu. Noregur Dýr Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Maður lést á Svalbarða eftir árás ísbjarnar í nótt. Enginn annar slasaðist í árásinni en sex ferðamenn voru fluttir undir læknishendur þar sem þau hlutu áfallahjálp, að sögn landstjórans á Svalbarða. Í frétt norska ríkisútvarpsins segir að ísbjörnin hafi ráðist á manninn á fjórða tímanum í nótt. Hann hafði gist í tjaldi á tjaldsvæði vestan við Longyearbyen ásamt hópi annarra sem sögð eru vera reyndir leiðsögumenn. Maðurinn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi og ísbjörninn var skotinn til bana. Landstjórinn á Svalbarða hvetur fólk til að halda sig frá vettvangi árásarinnar. Svæðið verður að líkindum girt af meðan rannsókn stendur yfir. Þetta er í sjötta sinn frá árinu 1971 sem ísbjörn drepur mann á Svalbarða. Það gerðist síðast árið 2011 þegar sautján ára drengur beið bana. Yfirvöldum hafa borist margar tilkynninar um ísbirni nálægt mannabyggðum á síðustu vikum og ekki er talið útilokað að ísbjörninn, sem skotinn var til dauða í nótt, sé meðal þeirra sem hraktir hafa verið á brott á síðustu dögum. Þó lítið sé vitað um atburðarásina í nótt á þessari stundu er talið líklegast að ísbjörninn hafi verið í ætisleit. Ísbirnir á Svalbarða hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu, lítill ís er á svæðinu sem torveldar veiðar þeirra. Þar að auki hafa selir verið af skornum skammti. Af þeim sökum hafa ísbirnirnir þurft að leita sér annarrar fæðu.
Noregur Dýr Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira