Viðskipti innlent

Björn Víglundsson nýr forstjóri Torgs

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björn Víglundsson var áður hjá Iceland Travel. 
Björn Víglundsson var áður hjá Iceland Travel.  vodafone

Björn Víglundsson verður næsti forstjóri Torgs. Hann tekur við af Jóhönnu Helgu Viðarsdóttir um mánaðamótin en Jóhanna varð forstjóri Torgs í október í fyrra. Þar áður hafði hún verið í öðrum stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu frá árinu 2016.

Fréttablaðið greinir frá vistaskiptunum en blaðið er meðal miðla Torgs. Þar er tilefni forstjóraskiptanna ekki tilgreint, aðeins að Jóhanna hafi talið þetta rétta tímann til að róa á önnur mið.

Björn sagði skilið við ferðaskrifstofuna Iceland Travel í lok mars en þar gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra. Áður hafði hann verið framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn og fram­kvæmda­stjóri sölu- og þjónustu­sviðs Voda­fone. Björn er með viðskiptafræðigráðu frá Tampa-háskóla á Flórída.

Miklar breytingar hafa orðið á rekstri Torgs á síðustu misserum en auk Fréttablaðsins hafa miðlar Hringbrautar og DV verið færðir undir félagið. Torg er í meirihlutaeigu Helga Magnússonar fjárfestis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×