Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 13:15 Landliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða ekki með íslenska landsliðinu á móti Englandi og Belgíu. EPA/MIGUEL A. LOPES Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu valdi í dag leikmannahópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki íslenska liðsins í Þjóðadeildinni 2020-21. Þessi leikir við England og Belgíu eru um leið fyrstu leikir Erik Hamrén með aðallið landsliðsins síðan í nóvember á síðasta ári. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september og spilar síðan við Belgíu í Brussel þremur dögum síðar. Það eru mikil forföll í íslenska hópnum en auk þess að það vantar bæði landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðann Gylfa Þór Sigurðsson þá eru þeir Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason einnig fjarverandi í þessu verkefni. Ragnar, Jóhann Berg og Alfreð hafa verið að glíma við meiðsli en Gylfi er aftur á móti að gera góða hluti með Everton á undirbúningstímabilinu. Á fundinum kom í ljós að Ragnar og Rúnar Már Sigurjónsson séu meiddir en að þeir Gylfi, Alfreð og Jóhann Berg hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefn. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er að fara að eignast sitt þriðja barn og verður því ekki með í þessu verkefni en hann hefur áður fórnað fæðingu barns síns fyrir landsleik í Kasakstan. Það var þó ekki barnið sem stoppaði hann því Al Arabi, félagið hans Arons, nýtti sér nýja reglu FIFA til að neita Aroni um að taka þátt í leikjunum. Erik Hamrén gefur ungum leikmanni tækifæri í þessu verkefni því Andri Fannar Baldursson er í hópnum en Ísak Bergmann Jóhannesson er það ekki. Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson eru báðir með sem og Patrik Sigurður Gunnarsson og Alfons Sampsted. Albert Guðnundsson og Hólmbert Aron Friðjónsson koma líka báðir inn í landsliðshópinn. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson eru báðir í hópnum þótt að þeir séu án félags. Það verkur líka athygli að Hamrén velur fjóra markmenn í hópinn að þessu sinn en það er vegna þess að Hannes Þór Halldórsson fer ekki út til Belgíu. Landsliðshópur Íslands í leikjunum á móti Englandi og Belgíu: Hannes Þór Halldórsson | Valur Ögmundur Kristinsson | Olympiacos Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford Ari Freyr Skúlason | KV Oostende Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva Kári Árnason | Víkingur R. Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 Sverrir Ingi Ingason | PAOK Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia Jón Guðni Fjóluson Alfons Sampsted | Bodø/Glimt Hjörtur Hermannsson | Bröndby Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn Birkir Bjarnason | Brescia Emil Hallfreðsson Andri Fannar Baldursson | Bologna Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva Jón Dagur Þorsteinsson | AGF Mikael Neville Anderson | Midtjylland Jón Daði Böðvarsson | Millwall Kolbeinn Sigþórsson | AIK Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar Þjóðadeild UEFA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu valdi í dag leikmannahópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki íslenska liðsins í Þjóðadeildinni 2020-21. Þessi leikir við England og Belgíu eru um leið fyrstu leikir Erik Hamrén með aðallið landsliðsins síðan í nóvember á síðasta ári. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september og spilar síðan við Belgíu í Brussel þremur dögum síðar. Það eru mikil forföll í íslenska hópnum en auk þess að það vantar bæði landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðann Gylfa Þór Sigurðsson þá eru þeir Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason einnig fjarverandi í þessu verkefni. Ragnar, Jóhann Berg og Alfreð hafa verið að glíma við meiðsli en Gylfi er aftur á móti að gera góða hluti með Everton á undirbúningstímabilinu. Á fundinum kom í ljós að Ragnar og Rúnar Már Sigurjónsson séu meiddir en að þeir Gylfi, Alfreð og Jóhann Berg hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefn. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er að fara að eignast sitt þriðja barn og verður því ekki með í þessu verkefni en hann hefur áður fórnað fæðingu barns síns fyrir landsleik í Kasakstan. Það var þó ekki barnið sem stoppaði hann því Al Arabi, félagið hans Arons, nýtti sér nýja reglu FIFA til að neita Aroni um að taka þátt í leikjunum. Erik Hamrén gefur ungum leikmanni tækifæri í þessu verkefni því Andri Fannar Baldursson er í hópnum en Ísak Bergmann Jóhannesson er það ekki. Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson eru báðir með sem og Patrik Sigurður Gunnarsson og Alfons Sampsted. Albert Guðnundsson og Hólmbert Aron Friðjónsson koma líka báðir inn í landsliðshópinn. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson eru báðir í hópnum þótt að þeir séu án félags. Það verkur líka athygli að Hamrén velur fjóra markmenn í hópinn að þessu sinn en það er vegna þess að Hannes Þór Halldórsson fer ekki út til Belgíu. Landsliðshópur Íslands í leikjunum á móti Englandi og Belgíu: Hannes Þór Halldórsson | Valur Ögmundur Kristinsson | Olympiacos Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford Ari Freyr Skúlason | KV Oostende Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva Kári Árnason | Víkingur R. Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 Sverrir Ingi Ingason | PAOK Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia Jón Guðni Fjóluson Alfons Sampsted | Bodø/Glimt Hjörtur Hermannsson | Bröndby Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn Birkir Bjarnason | Brescia Emil Hallfreðsson Andri Fannar Baldursson | Bologna Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva Jón Dagur Þorsteinsson | AGF Mikael Neville Anderson | Midtjylland Jón Daði Böðvarsson | Millwall Kolbeinn Sigþórsson | AIK Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar
Landsliðshópur Íslands í leikjunum á móti Englandi og Belgíu: Hannes Þór Halldórsson | Valur Ögmundur Kristinsson | Olympiacos Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford Ari Freyr Skúlason | KV Oostende Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva Kári Árnason | Víkingur R. Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 Sverrir Ingi Ingason | PAOK Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia Jón Guðni Fjóluson Alfons Sampsted | Bodø/Glimt Hjörtur Hermannsson | Bröndby Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn Birkir Bjarnason | Brescia Emil Hallfreðsson Andri Fannar Baldursson | Bologna Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva Jón Dagur Þorsteinsson | AGF Mikael Neville Anderson | Midtjylland Jón Daði Böðvarsson | Millwall Kolbeinn Sigþórsson | AIK Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira