Stuðlagili lokað almenningi og bíður komu Will Smith Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2020 14:05 Stuðlagil er vafalítið ein af fegurstu perlum Íslands og þangað hafa Íslendingar streymt í sumar. Sunna Karen Kvikmyndatökulið hefur tekið Stuðlagil í Jökulsársgljúfrum á leigu í dag og á morgun en þar standa nú yfir tökur á Hollywood mynd sem skartar bandaríska leikaranum Will Smith. Þetta hefur fréttastofa eftir heimildum sínum en RÚV greindi fyrst frá. Stefanía Katrín Karlsdóttir, einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal, staðfestir að gilið hafi verið tekið á leigu í tvo daga. Aðspurð hvort þau fái ekki milljónir króna fyrir skellir hún upp úr og segir þau varla fá neitt. Þau séu svo miklir græningjar í þessum málum, rollubændur sem kunni ekkert á svona hluti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Will Smith staddur á Norðurlandi og væntanlegur í tökurnar í dag eða á morgun. Will Smith er ein af skærustu stjörnum í leikaraheiminum í Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og lengi mætti telja. Will Smith, til hægri, ásamt leikaranum Martin Lawrence en þeir léku saman í Bad Boys á sínum tíma. Kvikmyndafyrirtækið True North kemur að verkefninu hér á landi og hafa björgunarsveitarmenn frá Vopnafirði verið ráðnir til að sjá um lokun á svæðinu á meðan á tökum stendur. Komið hefur fram í fréttum að Stuðlagil skartar ekki sínum fagurbláa og -græna lit þessa dagana heldur er vatnið gruggugt. Það er sökum þess að Hálslón við Kárahnjúkavirkjun er orðið fullt og yfirfallið rennur í gilið. Stefanía var í berjamó þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún sagðist enga hugmynd hafa um neitt er viðkæmi verkefninu. „Við erum bara áhorfendur eins og hver annar,“ segir Stefanía og hlær. Bíó og sjónvarp Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug. 25. ágúst 2020 16:04 Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Kvikmyndatökulið hefur tekið Stuðlagil í Jökulsársgljúfrum á leigu í dag og á morgun en þar standa nú yfir tökur á Hollywood mynd sem skartar bandaríska leikaranum Will Smith. Þetta hefur fréttastofa eftir heimildum sínum en RÚV greindi fyrst frá. Stefanía Katrín Karlsdóttir, einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal, staðfestir að gilið hafi verið tekið á leigu í tvo daga. Aðspurð hvort þau fái ekki milljónir króna fyrir skellir hún upp úr og segir þau varla fá neitt. Þau séu svo miklir græningjar í þessum málum, rollubændur sem kunni ekkert á svona hluti. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Will Smith staddur á Norðurlandi og væntanlegur í tökurnar í dag eða á morgun. Will Smith er ein af skærustu stjörnum í leikaraheiminum í Hollywood. Hann hefur leikið í stórmyndum á borð við Bad Boys, Men in Black, Ali, The Pursuit of Happyness og lengi mætti telja. Will Smith, til hægri, ásamt leikaranum Martin Lawrence en þeir léku saman í Bad Boys á sínum tíma. Kvikmyndafyrirtækið True North kemur að verkefninu hér á landi og hafa björgunarsveitarmenn frá Vopnafirði verið ráðnir til að sjá um lokun á svæðinu á meðan á tökum stendur. Komið hefur fram í fréttum að Stuðlagil skartar ekki sínum fagurbláa og -græna lit þessa dagana heldur er vatnið gruggugt. Það er sökum þess að Hálslón við Kárahnjúkavirkjun er orðið fullt og yfirfallið rennur í gilið. Stefanía var í berjamó þegar blaðamaður náði af henni tali. Hún sagðist enga hugmynd hafa um neitt er viðkæmi verkefninu. „Við erum bara áhorfendur eins og hver annar,“ segir Stefanía og hlær.
Bíó og sjónvarp Fljótsdalshérað Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug. 25. ágúst 2020 16:04 Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug. 25. ágúst 2020 16:04
Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40
Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44