Lára skilur eftir sig skemmdir og sex dauðsföll Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 14:35 AP/David J. Phillip Leifar fellibylsins Láru eru nú á leið austur yfir Bandaríkin. Fellibylurinn skilur eftir sig gífurlegar skemmdir í Louisiana eftir að hann náði langt inn á landi með tilheyrandi vindi, rigningu, sjávarflóðum og jafnvel hvirfilbyljum. Lára var einn af öflugri fellibyljum sem hefur náð landi í Bandaríkjunum, með allt að 67 m/s meðalvind og hafa sex dauðsföll verið rakin til óveðursins. Með ströndinni fóru heilu bæjirnir á kaf og eru ónýtir. AP fréttaveitan segir rúmlega 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns í Louisiana, Texas og Arkansas. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að skemmdirnar séu ekki jafn miklar og sérfræðingar höfðu óttast. Spár höfðu gert ráð fyrir að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra. Hún virðist þó ekki hafa hækkað nema fjóra. AP/Bill Feig „Það er ljóst að við urðum ekki fyrir þeim hörmulega skaða sem útlit var fyrir. En við urðum fyrir gífurlegum skaða,“ sagði John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana. Hann segir allt kapp nú lagt í að klára björgunarstörf og finna verustað fyrir þá fjölmörgu sem geta ekki haldið til á heimilum sínum vegna skemmda og flóða. Embættismenn á svæðinu hafa forðast það að opna hefðbundnar fjöldahjálparstöðvar vegna faraldurs Covid-19 og hafa þess í stað hótel og mótel eins mikið og auðið er. Minnst fjórir hinna látnu urðu urðu undir trjám. Þeirra á meðal eru 14 ára stúlka og 68 ára gamall maður. 24 ára maður dó úr kolsýrlingseitrun vegna ljósavélar sem hann keyrði á heimili sínu og einn drukknaði þegar bátur hans sökk í óveðrinu. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni. Meðal annars er rætt við konu sem lýsir því hvernig hún hélt til í skáp á heimili hennar á meðan fellibylurinn fór yfir. Bandaríkin Veður Tengdar fréttir „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30 Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39 Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Leifar fellibylsins Láru eru nú á leið austur yfir Bandaríkin. Fellibylurinn skilur eftir sig gífurlegar skemmdir í Louisiana eftir að hann náði langt inn á landi með tilheyrandi vindi, rigningu, sjávarflóðum og jafnvel hvirfilbyljum. Lára var einn af öflugri fellibyljum sem hefur náð landi í Bandaríkjunum, með allt að 67 m/s meðalvind og hafa sex dauðsföll verið rakin til óveðursins. Með ströndinni fóru heilu bæjirnir á kaf og eru ónýtir. AP fréttaveitan segir rúmlega 750 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns í Louisiana, Texas og Arkansas. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að skemmdirnar séu ekki jafn miklar og sérfræðingar höfðu óttast. Spár höfðu gert ráð fyrir að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra. Hún virðist þó ekki hafa hækkað nema fjóra. AP/Bill Feig „Það er ljóst að við urðum ekki fyrir þeim hörmulega skaða sem útlit var fyrir. En við urðum fyrir gífurlegum skaða,“ sagði John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana. Hann segir allt kapp nú lagt í að klára björgunarstörf og finna verustað fyrir þá fjölmörgu sem geta ekki haldið til á heimilum sínum vegna skemmda og flóða. Embættismenn á svæðinu hafa forðast það að opna hefðbundnar fjöldahjálparstöðvar vegna faraldurs Covid-19 og hafa þess í stað hótel og mótel eins mikið og auðið er. Minnst fjórir hinna látnu urðu urðu undir trjám. Þeirra á meðal eru 14 ára stúlka og 68 ára gamall maður. 24 ára maður dó úr kolsýrlingseitrun vegna ljósavélar sem hann keyrði á heimili sínu og einn drukknaði þegar bátur hans sökk í óveðrinu. Hér að neðan má sjá myndefni frá AP fréttaveitunni. Meðal annars er rætt við konu sem lýsir því hvernig hún hélt til í skáp á heimili hennar á meðan fellibylurinn fór yfir.
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30 Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39 Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
„Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Minnst sex eru látnir og gríðarlegt eignatjón hefir orðið í Louisiana-ríki Bandaríkjanna eftir að fellibylurinn Lára, einn sá kraftmesti sem skollið hefur á ströndum Bandaríkjanna, reið þar yfir. Ríkisstjórinn segir eyðilegginguna mikla, en þó minni en talið var líklegt að gæti orðið. 27. ágúst 2020 23:30
Fjórtán ára stúlka dó er tré féll á hana Fellibylurinn Lára hefur valdið minnst einu dauðsfalli og miklum skemmdum eftir að hann náði landi í Louisiana í Bandaríkjunum. Lára var fjórða stigs fellibylur þegar hann náði landi en hefur nú verið lækkaður niður í fyrstastigs fellibyl. 27. ágúst 2020 14:39
Lára gengin á land í Louisiana Fellibylurinn Lára hefur nú náð landi í Louisiana og Texas í Bandaríkjunum og er byrjaður að valda miklum skyndiflóðum. 27. ágúst 2020 07:31