Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Fylkir 0-2 | Árbæingar í 2. sætið Andri Már Eggertsson skrifar 30. ágúst 2020 22:40 Fylkismenn verja kvöldinu á Seltjarnarnesi. VÍSIR/VILHELM 13 umferð Pepsi Max deildarinnar lauk með fjórum leikjum. Á Seltjarnarnesi áttust við Grótta og Fylkir. Það voru rétt rúmar 10 mínútur liðnar af leiknum þegar Fylki tók að brjóta ísinn með laglegu marki frá Valdimar Þór sem fékk sendingu þvert inn í teiginn sem hann þrumaði í markið. Fylkir hélt boltanum vel innan liðsins og átti Grótta í miklum vandræðum með að opna þá. Hákon Ingi Jónsson skoraði síðan mark upp úr engu þegar hann virtist vera í ómuglegri stöðu nálægt hornfánanum en hann lét vaða með vinstri og sveif boltinn yfir Hákon í marki Gróttu og í fjær hornið. Það var ekki að sjá að Grótta hafi verið 2-0 undir í seinni hálfleik því þeir byrjuðu seinni háfleikinn með talsvert meiri krafti en þeir sýndu áður í leiknum það var þó mest einstaklings framtök Karls Friðleifs sem var ógn Gróttu fram á við. Kristófer Melsted var stálheppinn að fá ekki að líta rauða spjaldið þegar hann fór í ansi ljóta tæklingu á Nikulás Val sem lág eftir hnjaskaður. Vont veður setti sitt mark á leikinn sem reyndist báðum liðum erfitt á köflum en liðin fengu sín færi til að bæta við mörkum og var það Karl Friðleifur sem komst næst því þegar hann átti skot af stuttu færi í stöngina en inn vildi boltinn ekki og endaði leikurinn með 2-0 sigri Fylkis. Afhverju vann Fylkir? Fylkir átti frábæran fyrri hálfleik þar sem þeir stjórnuðu öllu á vellinum það skiluðu þeim tveimur mörkum sem var alltof mikið fyrir lið í botnbaráttu að snúa við á tæpum 45 mínútum. Hverjir stóðu upp úr? Hákon Ingi Jónsson var frábær í kvöld hann lagði upp fyrsta markið með góðri sendingu á Valdimar og skoraði síðan sjálfur glæsilegt mark. Karl Friðleifur Gunnarsson virtist vera eini í liði Gróttu sem hafði áhuga á því að skora hann var sífellt ógnandi en aðrir leikmenn liðsins fylgdu ekki með. Aron Snær Friðriksson var góður í marki Fylkis þegar á hann reyndi var einnig öruggur í spili Fylkis þegar þeir reyndu að spila út frá markmanni. Fylkir hafa nú haldið marki sínu hreinu annan leikinn í röð í deildinni og er það í fyrsta sinn í sumar sem það gerist. Hvað gekk illa? Það vantaði mikið upp á vilja og baráttu í Gróttu liðið í að klára færin sín þeir sköpuðu sér mörg færi en það vantaði gæði í liðið til að koma þessu færum í markið. Varnarleikur liðsins var oft á tíðum mjög einfaldur og átti Fylkir að geta skorað talsvert fleiri mörk því þeir fengu færi til þess. Hvað er framundan? Landsleikjahlé verður gert á deildinni fram til 10. september þar sem A landslið karla leikur tvo leiki í Þjóðadeildinni ásamt verkefnum hjá U 21 landsliðinu okkar. Pepsi Max deildin fer síðan aftur af stað 13. september þar sem Fylkir fara norður á Akureyri og spila þar við Arnar Grétarsson og félaga í KA. Umferðinni lýkur síðan 14. september með nýliðaslag Gróttu og Fjölnis. Atli Sveinn Þórarinsson: Þetta var mjög faglegur sigur „Mér fannst frammistaða liðsins mjög góð í kvöld, þetta var sannfærandi sigur við skoruðum snemma með vindi sem var jákvætt og hefðum við auðveldlega átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik,” sagði Atli ánægður með úrslitin. Atli var mjög ánægður með markið sem Hákon skoraði honum fannst þetta ekki hafa verið nein heppni þar sem hann var að reyna allan tímann að setja boltann upp í vindinn. „Við fyrstu sín hef ég séð dæmt rautt spjald á eins brot og átti sér stað í leik kvöldsins þar sem við fengum á okkur rautt spjald í fyrstu umferðinni fyrir ekki ósvipuðu atviki en dómarinn tók þessa ákvörðun og það er í góðu lagi,” sagði Atli um tæklingu Kristófers Melsted sem endaði með gulu spjaldi. „ Við gerðum þetta faglega þeir eru að berjast fyrir lífi sínu það voru miklir hasar og læti í leiknum sem við náðum að standa af okkur, þeir fengu eitt færi eftir horn eða aukaspyrnu.” „Það er erfiðara að ráða við vindinn þegar maður er að hlaupa í hann og gengu þá þeir aðeins á lagið en þó fengum við fleiri opnanir í seinni hálfleik sem við hefðum átt að nýta betur,” sagði Atli um seinni hálfleik liðsins. Ágúst Gylfason: Þurfum að sýna meiri gæði og vilja til að vinna leikina Fylkir vann góðan 2-0 úti sigur á Gróttu. Fylkir braut ísinn snemma leiks með marki Valdimars, síðan bætti Hákon Ingi við öðru marki Fylkis þegar hann virtist vera í ómuglegri stöðu en hann náði að koma boltanum yfir Hákon og í fjær hornið. Hvorugt liðið tókst að bæta við marki í seinni hálfleik og enduðu því stigin þrjú í Árbænum. „Þeir vinna okkur 2-0 á heimavelli okkar sem hlýtur að gefa rétta niðurstöðu úr leiknum það er svekkjandi að við sýnum ekki meiri gæði í þeim færum sem við fengum, við kláruðum ekki færin okkar og því vinnum við ekki leikinn. Við gáfum þeim auðveld mörk og því endaði þetta í 2-0 tapi,” sagði Gústi Gylfa svekktur með niðurstöðu leiksins. Hákon Ingi skoraði skrautlegt mark þar sem hann virtist vera í ómuglegri stöðu til að skora en yfir Hákon Rafn flaug boltinn og í markið. „Hákon átti lítin möguleika á að verja þennan bolta þetta var vel gert hjá Hákoni að skora úr þessari stöðu.” Gústi bað sína leikmenn um að sína meiri baráttu og leggja sig betur fram í að klára leikina ef þeir ætla að halda sér í deildinni. „Menn eru að leggja sig allan í verkefnið en því miður er það ekki að ganga upp einsog við hefðum vonað. Þó það virki þannig að Karl Friðleifur sé eini sem er að láta hlutina gerast sóknarlega þá erum við 11 inná vellinum og þar eru allir með þau markmið að skora og verjast en það vantaði upp á gæðin í að klára færin í dag.” Þó liðin eru mikið búinn að vera í pásu sökum Covid þá er Gústi ánægður með að fá venjulega pásu þar sem þeir mega æfa og öll óvissa er ekki til staðar og geta Grótta æft eðlilega og spilað æfingaleiki sem er kærkomið fyrir lærisveina Gústa. Það eru skiptar skoðanir á hvort Kristófer Melsted átti að líta rauða spjaldið þegar hann tæklaði Nikulás Val, Gústa fannst þetta aldrei vera rautt. Pepsi Max-deild karla Grótta Fylkir
13 umferð Pepsi Max deildarinnar lauk með fjórum leikjum. Á Seltjarnarnesi áttust við Grótta og Fylkir. Það voru rétt rúmar 10 mínútur liðnar af leiknum þegar Fylki tók að brjóta ísinn með laglegu marki frá Valdimar Þór sem fékk sendingu þvert inn í teiginn sem hann þrumaði í markið. Fylkir hélt boltanum vel innan liðsins og átti Grótta í miklum vandræðum með að opna þá. Hákon Ingi Jónsson skoraði síðan mark upp úr engu þegar hann virtist vera í ómuglegri stöðu nálægt hornfánanum en hann lét vaða með vinstri og sveif boltinn yfir Hákon í marki Gróttu og í fjær hornið. Það var ekki að sjá að Grótta hafi verið 2-0 undir í seinni hálfleik því þeir byrjuðu seinni háfleikinn með talsvert meiri krafti en þeir sýndu áður í leiknum það var þó mest einstaklings framtök Karls Friðleifs sem var ógn Gróttu fram á við. Kristófer Melsted var stálheppinn að fá ekki að líta rauða spjaldið þegar hann fór í ansi ljóta tæklingu á Nikulás Val sem lág eftir hnjaskaður. Vont veður setti sitt mark á leikinn sem reyndist báðum liðum erfitt á köflum en liðin fengu sín færi til að bæta við mörkum og var það Karl Friðleifur sem komst næst því þegar hann átti skot af stuttu færi í stöngina en inn vildi boltinn ekki og endaði leikurinn með 2-0 sigri Fylkis. Afhverju vann Fylkir? Fylkir átti frábæran fyrri hálfleik þar sem þeir stjórnuðu öllu á vellinum það skiluðu þeim tveimur mörkum sem var alltof mikið fyrir lið í botnbaráttu að snúa við á tæpum 45 mínútum. Hverjir stóðu upp úr? Hákon Ingi Jónsson var frábær í kvöld hann lagði upp fyrsta markið með góðri sendingu á Valdimar og skoraði síðan sjálfur glæsilegt mark. Karl Friðleifur Gunnarsson virtist vera eini í liði Gróttu sem hafði áhuga á því að skora hann var sífellt ógnandi en aðrir leikmenn liðsins fylgdu ekki með. Aron Snær Friðriksson var góður í marki Fylkis þegar á hann reyndi var einnig öruggur í spili Fylkis þegar þeir reyndu að spila út frá markmanni. Fylkir hafa nú haldið marki sínu hreinu annan leikinn í röð í deildinni og er það í fyrsta sinn í sumar sem það gerist. Hvað gekk illa? Það vantaði mikið upp á vilja og baráttu í Gróttu liðið í að klára færin sín þeir sköpuðu sér mörg færi en það vantaði gæði í liðið til að koma þessu færum í markið. Varnarleikur liðsins var oft á tíðum mjög einfaldur og átti Fylkir að geta skorað talsvert fleiri mörk því þeir fengu færi til þess. Hvað er framundan? Landsleikjahlé verður gert á deildinni fram til 10. september þar sem A landslið karla leikur tvo leiki í Þjóðadeildinni ásamt verkefnum hjá U 21 landsliðinu okkar. Pepsi Max deildin fer síðan aftur af stað 13. september þar sem Fylkir fara norður á Akureyri og spila þar við Arnar Grétarsson og félaga í KA. Umferðinni lýkur síðan 14. september með nýliðaslag Gróttu og Fjölnis. Atli Sveinn Þórarinsson: Þetta var mjög faglegur sigur „Mér fannst frammistaða liðsins mjög góð í kvöld, þetta var sannfærandi sigur við skoruðum snemma með vindi sem var jákvætt og hefðum við auðveldlega átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik,” sagði Atli ánægður með úrslitin. Atli var mjög ánægður með markið sem Hákon skoraði honum fannst þetta ekki hafa verið nein heppni þar sem hann var að reyna allan tímann að setja boltann upp í vindinn. „Við fyrstu sín hef ég séð dæmt rautt spjald á eins brot og átti sér stað í leik kvöldsins þar sem við fengum á okkur rautt spjald í fyrstu umferðinni fyrir ekki ósvipuðu atviki en dómarinn tók þessa ákvörðun og það er í góðu lagi,” sagði Atli um tæklingu Kristófers Melsted sem endaði með gulu spjaldi. „ Við gerðum þetta faglega þeir eru að berjast fyrir lífi sínu það voru miklir hasar og læti í leiknum sem við náðum að standa af okkur, þeir fengu eitt færi eftir horn eða aukaspyrnu.” „Það er erfiðara að ráða við vindinn þegar maður er að hlaupa í hann og gengu þá þeir aðeins á lagið en þó fengum við fleiri opnanir í seinni hálfleik sem við hefðum átt að nýta betur,” sagði Atli um seinni hálfleik liðsins. Ágúst Gylfason: Þurfum að sýna meiri gæði og vilja til að vinna leikina Fylkir vann góðan 2-0 úti sigur á Gróttu. Fylkir braut ísinn snemma leiks með marki Valdimars, síðan bætti Hákon Ingi við öðru marki Fylkis þegar hann virtist vera í ómuglegri stöðu en hann náði að koma boltanum yfir Hákon og í fjær hornið. Hvorugt liðið tókst að bæta við marki í seinni hálfleik og enduðu því stigin þrjú í Árbænum. „Þeir vinna okkur 2-0 á heimavelli okkar sem hlýtur að gefa rétta niðurstöðu úr leiknum það er svekkjandi að við sýnum ekki meiri gæði í þeim færum sem við fengum, við kláruðum ekki færin okkar og því vinnum við ekki leikinn. Við gáfum þeim auðveld mörk og því endaði þetta í 2-0 tapi,” sagði Gústi Gylfa svekktur með niðurstöðu leiksins. Hákon Ingi skoraði skrautlegt mark þar sem hann virtist vera í ómuglegri stöðu til að skora en yfir Hákon Rafn flaug boltinn og í markið. „Hákon átti lítin möguleika á að verja þennan bolta þetta var vel gert hjá Hákoni að skora úr þessari stöðu.” Gústi bað sína leikmenn um að sína meiri baráttu og leggja sig betur fram í að klára leikina ef þeir ætla að halda sér í deildinni. „Menn eru að leggja sig allan í verkefnið en því miður er það ekki að ganga upp einsog við hefðum vonað. Þó það virki þannig að Karl Friðleifur sé eini sem er að láta hlutina gerast sóknarlega þá erum við 11 inná vellinum og þar eru allir með þau markmið að skora og verjast en það vantaði upp á gæðin í að klára færin í dag.” Þó liðin eru mikið búinn að vera í pásu sökum Covid þá er Gústi ánægður með að fá venjulega pásu þar sem þeir mega æfa og öll óvissa er ekki til staðar og geta Grótta æft eðlilega og spilað æfingaleiki sem er kærkomið fyrir lærisveina Gústa. Það eru skiptar skoðanir á hvort Kristófer Melsted átti að líta rauða spjaldið þegar hann tæklaði Nikulás Val, Gústa fannst þetta aldrei vera rautt.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti