Arsenal vann Samfélagsskjöldinn eftir vítakeppni 29. ágúst 2020 17:30 Aubameyang fagnar marki sínu í dag. getty/John Powel Leikurinn um Samfélagsskjöldinn markar upphaf tímabilsins á Englandi. Þar mættust Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistarar Arsenal á Wembley í dag. Arsenal er sigurvegari keppninnar í ár eftir vítaspyrnukeppni. Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir strax á tólftu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Bukayo Saka. Staðan var 1-0 Arsenal í vil eftir fjörugan fyrri hálfleik. Liverpool var meira með boltann í leiknum og á 73. mínútu jafnaði Takumi Minamino metin fyrir Liverpool með sínu fyrsta marki fyrir liðið. Það er engin framlenging í Samfélagsskildinum lengur og jafntefli á 90 mínútum þýddi að haldið var beint í vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum sínum áður en Rhian Brewster brenndi af þriðju spyrnu Liverpool. Arsenal skoraði úr öllum sínum vítaspyrnum og það var enginn annar en Aubameyang sem tryggði sigurinn með lokaspyrnunni. Enski boltinn
Leikurinn um Samfélagsskjöldinn markar upphaf tímabilsins á Englandi. Þar mættust Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistarar Arsenal á Wembley í dag. Arsenal er sigurvegari keppninnar í ár eftir vítaspyrnukeppni. Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir strax á tólftu mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Bukayo Saka. Staðan var 1-0 Arsenal í vil eftir fjörugan fyrri hálfleik. Liverpool var meira með boltann í leiknum og á 73. mínútu jafnaði Takumi Minamino metin fyrir Liverpool með sínu fyrsta marki fyrir liðið. Það er engin framlenging í Samfélagsskildinum lengur og jafntefli á 90 mínútum þýddi að haldið var beint í vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr fyrstu tveimur spyrnum sínum áður en Rhian Brewster brenndi af þriðju spyrnu Liverpool. Arsenal skoraði úr öllum sínum vítaspyrnum og það var enginn annar en Aubameyang sem tryggði sigurinn með lokaspyrnunni.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti