Lamaður Blake handjárnaður við sjúkrarúmið Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 16:35 Frá mótmælum í Kenosha í gær. AP/Morry Gash Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Fjölskylda hans segir hann hafa verið handtekinn en þau viti ekki fyrir hvað. Hvað hann sé sakaður um. Í samtali við Chicago Sun Times segir faðir Jacob Blake, sem heitir einnig Jacob Blake, að hann hati að sonur sinn sé handjárnaður við rúmið. „Hann getur ekki farið neitt. Af hverju þarf hann að vera handjárnaður við rúmið?“ Ríkisstjóri Wisconsin hefur lýst því yfir að honum þyki ekki rétt að Blake sé handjárnaður á sjúkrahúsinu. Blake, sá yngri, var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna í borginni Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Skotinn í návígi Myndbönd af vettvangi sýna að lögregluþjónar reyndu að skjóta hann með rafbyssu en það gekk ekki eftir. Blake gakk þá að bíl sínum, opnaði hurðina við bílstjórasætið og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði þá í bol Blake og skaut hann sjö sinnum í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Enn liggur ekki fyrir að fullu af hverju lögregluþjónarnir voru kallaðir á vettvang. Það sem vitað er að kona hringdi í Neyðarlínuna og sagði að Blake væri einhvers staðar þar sem hann ætti ekki að vera og að hann hefði tekið lykla og neitaði að skila þeim. Sagði Blake reyna að fara Blake hafði verið eftirlýstur frá því í maí, samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel. Lögregluþjónarnir sem sendir voru á vettvang voru varaðir við því að heimilisfangið tengdist eftirlýstum manni. Konan sem hringdi í Neyðarlínuna sagði einnig að Blake væri að reyna að fara og í kjölfar þess bar lögregluþjóna að garði. Alls mættu þrír lögregluþjónar og kölluðu þeir fljótt eftir frekari aðstoð. Til áðurnefndra stympinga kom, sem enduðu með því að Blake var skotinn. Viðbrögð lögregluþjóna hafa verið harðlega gagnrýnd. Á einu myndbandi heyrast lögregluþjónar segja Blake að leggja frá sér hníf en hann sést aldrei. Blake var ekki vopnaður þegar hann teygði sig inn í bílinn og var skotinn. Það eina sem lögreglan hefur sagt er að Blake hafi viðurkennt að „vera með hníf í vörslu sinniׅ“. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið með hníf áður en hann var skotinn eða hvort hann eigi að hafa verið að teygja sig í hníf í bílnum. Saksóknarar hafa hingað til neitað að svara spurningum um það. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18 Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Jacob Blake, sem er lamaður eftir að hafa verið skotin sjö sinnum í bakið af lögregluþjóni, er handjárnaður við sjúkrarúm sitt. Fjölskylda hans segir hann hafa verið handtekinn en þau viti ekki fyrir hvað. Hvað hann sé sakaður um. Í samtali við Chicago Sun Times segir faðir Jacob Blake, sem heitir einnig Jacob Blake, að hann hati að sonur sinn sé handjárnaður við rúmið. „Hann getur ekki farið neitt. Af hverju þarf hann að vera handjárnaður við rúmið?“ Ríkisstjóri Wisconsin hefur lýst því yfir að honum þyki ekki rétt að Blake sé handjárnaður á sjúkrahúsinu. Blake, sá yngri, var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna í borginni Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Skotinn í návígi Myndbönd af vettvangi sýna að lögregluþjónar reyndu að skjóta hann með rafbyssu en það gekk ekki eftir. Blake gakk þá að bíl sínum, opnaði hurðina við bílstjórasætið og teygði sig inn í bílinn. Lögregluþjónn togaði þá í bol Blake og skaut hann sjö sinnum í bakið. Þrír synir Blake voru í bílnum. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Enn liggur ekki fyrir að fullu af hverju lögregluþjónarnir voru kallaðir á vettvang. Það sem vitað er að kona hringdi í Neyðarlínuna og sagði að Blake væri einhvers staðar þar sem hann ætti ekki að vera og að hann hefði tekið lykla og neitaði að skila þeim. Sagði Blake reyna að fara Blake hafði verið eftirlýstur frá því í maí, samkvæmt frétt Milwaukee Journal Sentinel. Lögregluþjónarnir sem sendir voru á vettvang voru varaðir við því að heimilisfangið tengdist eftirlýstum manni. Konan sem hringdi í Neyðarlínuna sagði einnig að Blake væri að reyna að fara og í kjölfar þess bar lögregluþjóna að garði. Alls mættu þrír lögregluþjónar og kölluðu þeir fljótt eftir frekari aðstoð. Til áðurnefndra stympinga kom, sem enduðu með því að Blake var skotinn. Viðbrögð lögregluþjóna hafa verið harðlega gagnrýnd. Á einu myndbandi heyrast lögregluþjónar segja Blake að leggja frá sér hníf en hann sést aldrei. Blake var ekki vopnaður þegar hann teygði sig inn í bílinn og var skotinn. Það eina sem lögreglan hefur sagt er að Blake hafi viðurkennt að „vera með hníf í vörslu sinniׅ“. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið með hníf áður en hann var skotinn eða hvort hann eigi að hafa verið að teygja sig í hníf í bílnum. Saksóknarar hafa hingað til neitað að svara spurningum um það.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18 Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Trump gagnrýndi NBA: „Þetta eru eins og stjórnmálasamtök“ Leikmenn NBA-deildarinnar hafa fengið mikið hrós fyrir að láta til sín taka í baráttunni gegn kynþáttamisrétti en Bandaríkjaforseti er ekki í þeim hópi. 28. ágúst 2020 12:00
Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40
Tveir skotnir til bana í Kenosha Tveir voru skotnir til bana og einn er alvarlega særður á mótmælum vegna máls Jacob Blake í Kenosha í Bandaríkjunum. 26. ágúst 2020 11:18
Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. 25. ágúst 2020 22:40