Innlent

Svona var fimmtándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Sylvía Hall skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi. Vísir/Vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til reglulegs upplýsingafundar klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19, staðfestra smita hér á landi, aðgerða stjórnvalda o.fl.

Á fundinum verður sérstaklega beint sjónum að skólum landsins og mun Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, fara yfir þá stöðu sem blasir við vegna samkomubanns sem hefst á miðnætti í dag.

Jafnframt mun Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, ræða stöðu og verkefni heilsugæslunnar.

Fylgjast má með útsendingunni hér að neðan, en fundurinn er sýndur í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3. Fyrir þá sem ekki geta hlustað er hægt að fylgjast með í beinni textalýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×