Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 20:22 Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. Í byrjun júlí fékk Bjarkahlíð það hlutverk að halda úti framkvæmdarteymi um mansalsmál. Um er að ræða tilraunverkefni sem snýst um að einn aðili sé ábyrgur fyrir samhæfingu í viðbrögðum við mansalsmálum og að halda utan um tölfræði. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Við höfum fengið núna í júlí tilkynningar um fjögur mál þar sem grunur er um að mansal. Þetta eru öll mál sem eru í ferli og eru í rannsókn og tengjast öll vinnumansali og tvö þeirra tengjast líka kynlífsmansali," segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Tilkynningar um málin hafi komið frá almenningi, fólkinu sjálfu og verkalýðsfélögunum. Fólkið sem um ræðir sé á fertugsaldri og kemur frá mið Ameríku, Asíu og Afríku. „Það er svona ein af skilgreiningunum varðandi mansal að þetta sé skipulögð brotastarfsemi. Það sé einhver sem skipuleggi ferðir þessa fólks og það sé þannig svipt frelsi sínu og þannig komið í þessar aðstæður," segir Ragna sem vill ekki gefa upp hvar fólkið starfaði við þessar aðstæður. Heimildir fréttastofu herma að málin tengist veitingageiranum. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu og síðan erum við að sjá fólk vinna án þess að fá laun og fá þá húsaskjól og mat og þetta er náttúrulega allt brot á fólki,“ segir Ragna. Bjarkarhlíð hjálpi fólkinu við að komast í skjól ef á þarf að halda og veitir því stuðning. „Fólk í þessum aðstæðum er mjög brotið á sál og líkama og þarf að fá skjól og tíma til að átta sig og umönnun," segir Ragna. Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. Í byrjun júlí fékk Bjarkahlíð það hlutverk að halda úti framkvæmdarteymi um mansalsmál. Um er að ræða tilraunverkefni sem snýst um að einn aðili sé ábyrgur fyrir samhæfingu í viðbrögðum við mansalsmálum og að halda utan um tölfræði. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2 „Við höfum fengið núna í júlí tilkynningar um fjögur mál þar sem grunur er um að mansal. Þetta eru öll mál sem eru í ferli og eru í rannsókn og tengjast öll vinnumansali og tvö þeirra tengjast líka kynlífsmansali," segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Tilkynningar um málin hafi komið frá almenningi, fólkinu sjálfu og verkalýðsfélögunum. Fólkið sem um ræðir sé á fertugsaldri og kemur frá mið Ameríku, Asíu og Afríku. „Það er svona ein af skilgreiningunum varðandi mansal að þetta sé skipulögð brotastarfsemi. Það sé einhver sem skipuleggi ferðir þessa fólks og það sé þannig svipt frelsi sínu og þannig komið í þessar aðstæður," segir Ragna sem vill ekki gefa upp hvar fólkið starfaði við þessar aðstæður. Heimildir fréttastofu herma að málin tengist veitingageiranum. „Við höfum séð frelsissviptingu atvinnurekanda þar sem manneskju er haldið á vinnustaðnum og kemst ekki í burtu og síðan erum við að sjá fólk vinna án þess að fá laun og fá þá húsaskjól og mat og þetta er náttúrulega allt brot á fólki,“ segir Ragna. Bjarkarhlíð hjálpi fólkinu við að komast í skjól ef á þarf að halda og veitir því stuðning. „Fólk í þessum aðstæðum er mjög brotið á sál og líkama og þarf að fá skjól og tíma til að átta sig og umönnun," segir Ragna.
Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira