Enski boltinn

Man Utd skoðar að kaupa van de Beek frá Ajax

Ísak Hallmundarson skrifar
Donny van de Beek er eftirsóttur leikmaður.
Donny van de Beek er eftirsóttur leikmaður. getty/Alex Gottschalk

Manchester United hefur enn ekki keypt nýjan leikmann í aðalliðið í sumar. Á meðan lið eins og Chelsea og Arsenal hafa farið mikinn á félagsskiptamarkaðinum er búið að vera rólegt á skrifstofunni hjá Ed Woodward í Manchester.

United er nú sagt hafa áhuga á að kaupa Donny van de Beek, hollenskan miðjumann frá Ajax. 

Það hefur gengið erfiðlega hjá Man Utd að ganga frá kaupum á leikmönnum sem hafa verið sterklega orðaðir við félagið, líkt og Jadon Sancho frá Dortmund og Jack Grealish frá Aston Villa. United þarf hinsvegar að styrkja liðið til að geta veitt Liverpool og Manchester City einhverja mótspyrnu í vetur.

Rauðu djöflarnir hafa verið orðaðir við van de Beek í nokkra mánuði en eru nú sagðir ætla að taka þann áhuga á næsta stig og hafa átt samræður við Ajax um möguleg kaup á leikmanninum.

Þeir eru þó ekki eina liðið sem vill fá Hollendinginn í sínar raðir en Tottenham, Real Madrid og Barcelona hafa einnig áhuga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×