Góður gangur í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2020 08:24 Árni Baldursson og Jóhannes Hinriksson saman á góðri stund með 88 sm laxinn. Mynd: Árni Baldursson FB Fyrstu dagarnir sem veiðimenn hafa verið við veiðar í Norðurá hafa sannarlega gefið góða von um að framundan sé gott laxveiðisumar eftir ansi magurt veiðisumar 2019. Opnunin í Norðurá gekk vel og veiðin stígandi eins og gera mátti ráð fyrir. Samkvæmt okkar heimildum er áin að detta í 50 laxa sem er mjög viðunandi fyrir árstíma. Norðurá var á einum tíma ekki beint þekkt fyrir stóra laxa en síðustu ár hefur hlutfall stórlaxa sífellt verið að aukast líkt og í öðrum ám á landinu og þar má klárlega þakka "Veitt og Sleppt" sem og hóflegum kvóta í flestum ef ekki öllum ánum. Um helgina kom lax á land sem er hingað til samkvæmt okkar bestu vitund sá stærsti sem er kominn á land í sumar. Jóhannes Hinriksson staðarhaldari við Ytri Rangá er við veiðar ásamt Árna Baldurssyni og náði á land 88 sm gullfallegum tveggja ára laxi. Árni er líka kominn með nokkra laxa á land og það er engin furða þar sem þar er á ferðinni einn af landsins bestu veiðimönnum. Stangveiði Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 20-30% verðlækkun í Breiðdalsá Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði
Fyrstu dagarnir sem veiðimenn hafa verið við veiðar í Norðurá hafa sannarlega gefið góða von um að framundan sé gott laxveiðisumar eftir ansi magurt veiðisumar 2019. Opnunin í Norðurá gekk vel og veiðin stígandi eins og gera mátti ráð fyrir. Samkvæmt okkar heimildum er áin að detta í 50 laxa sem er mjög viðunandi fyrir árstíma. Norðurá var á einum tíma ekki beint þekkt fyrir stóra laxa en síðustu ár hefur hlutfall stórlaxa sífellt verið að aukast líkt og í öðrum ám á landinu og þar má klárlega þakka "Veitt og Sleppt" sem og hóflegum kvóta í flestum ef ekki öllum ánum. Um helgina kom lax á land sem er hingað til samkvæmt okkar bestu vitund sá stærsti sem er kominn á land í sumar. Jóhannes Hinriksson staðarhaldari við Ytri Rangá er við veiðar ásamt Árna Baldurssyni og náði á land 88 sm gullfallegum tveggja ára laxi. Árni er líka kominn með nokkra laxa á land og það er engin furða þar sem þar er á ferðinni einn af landsins bestu veiðimönnum.
Stangveiði Mest lesið RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 20-30% verðlækkun í Breiðdalsá Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði