Fín veiði á Skagaheiði Karl Lúðvíksson skrifar 2. júní 2020 08:16 Góð veiði í litlu heiðarvatni Mynd: KL Vorið og fyrri partur sumarsins hefur verið frekar kaldur og það hefur aðeins dregið úr þeirri venjulegu aðsókn sem sum vötnin fá á þessum tíma. Það eru samt veiðimenn sem láta hvorki kulda eða trekk nokkuð á sig fá og við erum reglulega að fá fréttir af veiði í aðstæðum sem ekkert allir nenna að standa í. Við höfum til dæmis frétt af ágætri veiði á Skagaheiði í frekar miklu roki og leiðindarveðri síðustu daga og þrátt fyrir slök skilyrði er verið að veiða væna fiska. Skagaheiðin er eitt af þessum vatnasvæðum sem á sinn fasta hóp unnenda líkt og Veiðivötn og Arnarvatnsheiði sem lætur slæmt veður ekki aftra för. Málið er nefnilega það að sum vötnin gefa oft fína veiði í leiðinlegu veðri og þetta þekkja þeir sem sem stunda hálendisveiðina mjög vel. Veiði er ekki hafin í Veiðivötnum eða á Arnarvatnsheiði og vegir ennþá ófærir eða í það minnsta mjög erfiðir yfirferðar. Þeir sem vilja komast í góða vatnaveiði fjarri mannabyggðum er bent á að kíkja á Skagaheiði en á sama tíma bent á að vera vel klæddir því spáin næstu daga segir að það gætu komið kaldir dagar inn á milli. Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði
Vorið og fyrri partur sumarsins hefur verið frekar kaldur og það hefur aðeins dregið úr þeirri venjulegu aðsókn sem sum vötnin fá á þessum tíma. Það eru samt veiðimenn sem láta hvorki kulda eða trekk nokkuð á sig fá og við erum reglulega að fá fréttir af veiði í aðstæðum sem ekkert allir nenna að standa í. Við höfum til dæmis frétt af ágætri veiði á Skagaheiði í frekar miklu roki og leiðindarveðri síðustu daga og þrátt fyrir slök skilyrði er verið að veiða væna fiska. Skagaheiðin er eitt af þessum vatnasvæðum sem á sinn fasta hóp unnenda líkt og Veiðivötn og Arnarvatnsheiði sem lætur slæmt veður ekki aftra för. Málið er nefnilega það að sum vötnin gefa oft fína veiði í leiðinlegu veðri og þetta þekkja þeir sem sem stunda hálendisveiðina mjög vel. Veiði er ekki hafin í Veiðivötnum eða á Arnarvatnsheiði og vegir ennþá ófærir eða í það minnsta mjög erfiðir yfirferðar. Þeir sem vilja komast í góða vatnaveiði fjarri mannabyggðum er bent á að kíkja á Skagaheiði en á sama tíma bent á að vera vel klæddir því spáin næstu daga segir að það gætu komið kaldir dagar inn á milli.
Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði