18 laxar á land í Urriðafossi Karl Lúðvíksson skrifar 2. júní 2020 07:08 Hrafn H. Hauksson með vænan lax úr Urriðafossi í gær. Mynd: Iceland outfitters FB Laxveiðitímabilið hófst í gær þegar fyrstu veiðimennirnir bleyttu færi við Urriðafoss í Þjórsá og opnunin gefur tilefni til bjartsýni fyrir komandi sumar. Það hefur verið mikil eftirvænting eftir þessum fyrsta veiðidegi síðan fyrstu laxarnir fóru að sjást á svæðinu fyrir um hálfum mánuði síðan. Það hefur svo sem skeð áður að laxar hafi sýnt sig snemma og opnanir á veiðisvæðum ekki staðist þær væntingar sem til þeirra hafa verið gerðar en Urriðafoss við Þjórsá var klálega kominn í gang á fyrsta degi. Alls var landað 18 löxum á fjórar stangir og flestir þeirra rígvænir tveggja ára laxar en eins árs laxinn var með í aflanum líka sem veit á gott. Þetta er góð opnun á þessu vinsæla svæði og við bíðum spennt eftir frekari fregnum þaðan næstu daga. Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Ánægjulegur veiðitúr í Hvannadalsá Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Urriðinn að gefa sig á Þingvöllum Veiði Eystri Rangá komin í 115 laxa Veiði Veiddi lítinn verkalýðsdrjóla Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði
Laxveiðitímabilið hófst í gær þegar fyrstu veiðimennirnir bleyttu færi við Urriðafoss í Þjórsá og opnunin gefur tilefni til bjartsýni fyrir komandi sumar. Það hefur verið mikil eftirvænting eftir þessum fyrsta veiðidegi síðan fyrstu laxarnir fóru að sjást á svæðinu fyrir um hálfum mánuði síðan. Það hefur svo sem skeð áður að laxar hafi sýnt sig snemma og opnanir á veiðisvæðum ekki staðist þær væntingar sem til þeirra hafa verið gerðar en Urriðafoss við Þjórsá var klálega kominn í gang á fyrsta degi. Alls var landað 18 löxum á fjórar stangir og flestir þeirra rígvænir tveggja ára laxar en eins árs laxinn var með í aflanum líka sem veit á gott. Þetta er góð opnun á þessu vinsæla svæði og við bíðum spennt eftir frekari fregnum þaðan næstu daga.
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Ánægjulegur veiðitúr í Hvannadalsá Veiði Austurbakki Hólsár búinn að gefa sína fyrstu laxa Veiði Urriðinn að gefa sig á Þingvöllum Veiði Eystri Rangá komin í 115 laxa Veiði Veiddi lítinn verkalýðsdrjóla Veiði 93 fiskar á land í Litluá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Æsingur magnast með rjúpuveiðimönnum Veiði