Tilfelli kórónuveirusmita á heimsvísu eru nú komin yfir 25 milljón, samkvæmt talningu Reuters. Mestur vöxtur smita er á Indlandi.
Tilfellum fer fjölgar jafnt og þétt víða um heim, en þó hvergi hraðar en í Indlandi og virðist miðpunktur faraldursins nú vera kominn þangað.
Þannig greindust 78.761 tilfelli í Indlandi í dag, sem er mesta fjölgun smita á einum degi frá því að 77.299 greindust með kórónuveiruna á einum degi um miðjan júlí í Bandaríkjunum.
Alls eru tilfellin á heimsvísu orðin 25.074.751 og segir í frétt Reuters að þar með séu tilfellin orðin fimmfalt fleiri en tilfelli alvarlegra inflúensutengdra sjúkdóma á ári hverju, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.
Alls hafa yfir 840 þúsund manns látist af völdum kórónuveirunnar. Sem fyrr segir er mikill vöxtur í veirusmitum í Indlandi, sem aðeins er á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu hvað varðar fjölda heildarsmita.