Tottenham Hotspur hefur staðfest kaup sín á Matt Doherty frá Wolverhampton Wanderers.
Doherty er 28 ára gamall írskur bakvörður og hefur leikið allan sinn atvinnumannaferil með Wolves, eða í tíu ár samfleytt. Hann hefur leikið stórt hlutverk í þeim árangri sem Wolves hefur náð í ensku úrvalsdeildinni síðustu tvö árin.
It's time to #WelcomeDoherty! ✍️ pic.twitter.com/NOE5EEvMoA
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 30, 2020
Tottenham greiðir Úlfunum 15 milljónir punda fyrir leikmanninn. Doherty mun vera þriðji leikmaðurinn sem Tottenham fær til liðs við sig í sumar, á eftir Pierre-Emile Højbjerg og Joe Hart.