Enski boltinn

Rashford kemur ekki til Íslands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marcus Rashford verður fjarri góðu gamni þegar England mætir Íslandi á laugardaginn.
Marcus Rashford verður fjarri góðu gamni þegar England mætir Íslandi á laugardaginn. getty/Nick Potts

Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum sem mætir Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni.

Rashford hefur glímt við meiðsli og í færslu á Twitter sagði hann að landsleikirnir væru aðeins of snemma á ferðinni fyrir hann.

Harry Winks, leikmaður Tottenham, hefur einnig dregið sig út úr enska landsliðshópnum. Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, var kallaður inn í hópinn í stað Winks og Rashfords.

Grealish er nýliði í enska hópnum og gæti leikið sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum á laugardaginn.

England og Ísland eru í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar ásamt Danmörku og Belgíu.

Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 16:00 á laugardaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×