Hverfisskipulag Breiðholts verður kynnt með fjarfundi í kvöld klukkan 19:30.
Fundurinn kemur í kjölfar þess að í síðustu viku lagði mikill fjöldi fólks, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg, ferð sína í Gerðuberg og Mjódd þar sem starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs sátu fyrir svörum um vinnutillögur að hverfisskipulagi fyrir Breiðholt.
Í vikunni voru líka farnar þrjár fjölmennar hverfisgöngur um Breiðholt undir leiðsögn starfsmanna sviðsins þar sem farið var yfir ýmsa þætti tillagnanna.
Tekið er á móti fyrirspurnum meðan á honum stendur á netfangið hverfisskipulag@reykjavik.is.
Beina útsendingu má sjá að neðan og dagskrána þar undir.
Dagskrá
•Samráð í Breiðholti 2015 – 2020: Ævar Harðarson, arkitekt
•Helstu áherslur hverfisskipulags í Breiðholti: Ólöf Kristjánsdóttir, Óskar Örn Gunnarsson og Richard Briem hverfisskipulagsráðgjafar
•Arnarbakki – tillaga að deiliskipulagi: Anna Björg Sigurðardóttir, arkitekt
•Völvufell – tillaga að deiliskipulagi: Kristján Örn Kjartansson, arkitekt
•Vetrargarður – hugmyndir um uppbyggingu: Atli Steinn Árnason, framkvæmdastjóri
•Helstu ábendingar og áhyggjur Breiðhyltinga – Efni frá viðveru og hverfisgöngu: Halldór Árni Sveinsson, kvikmyndagerðarmaður
•Fyrirspurnir og svör
Fundarstjóri er Gunnar Hersveinn Sigursteinsson.
Auk framsögufólks taka eftirtalin þátt í að svara fyrirspurnum:
•Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi
•Þorsteinn Rúnar Hermannsson, samgöngustjóri
•Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráð
•Sara Björg Sigurðardóttir, formaður íbúaráðs Breiðholts
•Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts