Segir oft einmanalegt að gigga: „Karlgreyið, hvernig nennir hann að mæta?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Frosti Logason skrifa 31. ágúst 2020 21:38 Ingó Veðurguð gaf út eitt vinsælasta lag ársins, Í kvöld er gigg, sem hann segir byggja á upplifun sinni á tónleikahaldi í gegn um árin. Stöð 2 Það er óhætt að segja Ingó veðurguð eigi eitt af lögum ársins 2020 en lagið hans Í kvöld er gigg sem kom út í byrjun árs var á allra vörum í sumar og toppaði alla helstu vinsældalista landsins. Lagið þykir mjög einlægt og persónulegt en í því má greina einhverja angist poppstjörnunnar sem komist hefur á toppinn en áttar sig á að þar getur bæði verið kalt og einmanalegt. þessa dagana. Rætt var við Ingó í Íslandi í dag í kvöld til að heyra söguna á bakvið smellinn sem allir eru að raula þessa dagana. „Ég samdi þetta í október í fyrra og svo mallaði þetta en ég var jafn lengi að semja þetta og ég er að spila það. Það kom eiginlega allt og flæddi,“ segir Ingó. „Ég var á frekar erfiðum stað í lífinu þarna, frekar skrítnum, var búinn að gigga alveg ofboðslega mikið og fattaði bara eitt kvöldið að ég nennti ekki af stað,“ segir hann. Hann segir þetta hafa gerst nokkrum sinnum áður þar sem hann hafi ekki fengið hugmynd um að semja lag heldur hafi hann bara sest niður með gítarinn og byrjað. „Allt í einu var bara komið heilt lag og textabrotin að koma saman mjög hratt. Svo var þetta bara orðið til og ég leyfði einhverjum að heyra demó-ið að þessu en ætlaði kannski aldrei að gefa þetta út,“ segir hann. Ingó segist ekki hafa dottið í hug að þetta lag gæti slegið í gegn en hann engu að síður viljað gefa það út til að sýna hlustendum sínum svolítið aðra hlið á lífi sínu sem fáir hafi getað ímyndað sér „Það er einhver sannleikur í þessu lagi,“ segir Ingó. „Mér finnst það, að þegar ég gef út lög, þá verður hver og einn að túlka lagið sjálfur. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir þessu sjálfur þegar ég bý þetta til en svo skil ég þetta eftir og sumir verða rosa glaðir þegar þeir heyra þetta á meðan aðrir hugsa „karlgreyið, hvernig nennir hann að mæta hérna,“ segir Ingó. „Það hafa komið skemmtileg augnablik þar sem ég hef verið að gigga og tekið þetta í dramatískari útgáfu þar sem er augljóst að ég nenni ekkert að vera að syngja þetta lag og samt eru allir dansandi ofan í mér og í þvílíkum gír,“ segir Ingó. Hann segir fólk oft ekki átta sig á því hve mikið það taki á að skemmta öðru fólki. Hann komi oft heim eftir tónleika alveg búinn á því og segist oft gefa allt sitt á giggum. „Það átta sig ekki allir á því að þegar skemmtikraftar eru að koma fram þá verðurðu stundum andlega þreyttur. Eftir gigg ertu oft mjög lúinn, tómur andlega. Sérstaklega ef þú giggar svona mikið,“ segir Ingó. Já Ingó hefur á undanförnum árum verið einn duglegasti skemmtikrafturinn í bransanum og segir hann ekki óvanalegt að spila einhver tíu gigg á viku og stundum eru þau fleiri en fimm á sama kvöldinu. Hann segir það einnig hafa tekið á að vera alltaf einn á ferð, en eins og margir vita hóf Ingó feril sinn í hljómsveit sem þróaðist svo í að hann fór að spila einn síns liðs. Það geti oft verið einmanalegt að ferðast einn, oft lengi í einu, reyna að halda öllum boltum gangandi, svara í símann og gefa svo allt af sér á tónleikunum sjálfum. Hægt er að horfa á viðtalið við Ingó í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tónlist Ísland í dag Í kvöld er gigg Tengdar fréttir Dauðadrukkinn á virkum dögum þjakaður af einmanaleika Ingó segir að hann hafi upplifað að hann væri misskilin af kollegum sínum í listageiranum. Hann ræðir einnig um drykkjuna og hvernig hann lék sér að því að vera aleinn blindfullur innan um fólk sem hafði gagnrýnt hann. 20. ágúst 2020 14:30 Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Heimilisfólkið ljómaði þegar Ingó stóð fyrir brekkusöng á Hrafnistu Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, stóð fyrir brekkusöng á Hrafnistu í Hafnarfirði klukkan tvö í dag. 30. apríl 2020 16:18 Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Það er óhætt að segja Ingó veðurguð eigi eitt af lögum ársins 2020 en lagið hans Í kvöld er gigg sem kom út í byrjun árs var á allra vörum í sumar og toppaði alla helstu vinsældalista landsins. Lagið þykir mjög einlægt og persónulegt en í því má greina einhverja angist poppstjörnunnar sem komist hefur á toppinn en áttar sig á að þar getur bæði verið kalt og einmanalegt. þessa dagana. Rætt var við Ingó í Íslandi í dag í kvöld til að heyra söguna á bakvið smellinn sem allir eru að raula þessa dagana. „Ég samdi þetta í október í fyrra og svo mallaði þetta en ég var jafn lengi að semja þetta og ég er að spila það. Það kom eiginlega allt og flæddi,“ segir Ingó. „Ég var á frekar erfiðum stað í lífinu þarna, frekar skrítnum, var búinn að gigga alveg ofboðslega mikið og fattaði bara eitt kvöldið að ég nennti ekki af stað,“ segir hann. Hann segir þetta hafa gerst nokkrum sinnum áður þar sem hann hafi ekki fengið hugmynd um að semja lag heldur hafi hann bara sest niður með gítarinn og byrjað. „Allt í einu var bara komið heilt lag og textabrotin að koma saman mjög hratt. Svo var þetta bara orðið til og ég leyfði einhverjum að heyra demó-ið að þessu en ætlaði kannski aldrei að gefa þetta út,“ segir hann. Ingó segist ekki hafa dottið í hug að þetta lag gæti slegið í gegn en hann engu að síður viljað gefa það út til að sýna hlustendum sínum svolítið aðra hlið á lífi sínu sem fáir hafi getað ímyndað sér „Það er einhver sannleikur í þessu lagi,“ segir Ingó. „Mér finnst það, að þegar ég gef út lög, þá verður hver og einn að túlka lagið sjálfur. Ég hef einhverja tilfinningu fyrir þessu sjálfur þegar ég bý þetta til en svo skil ég þetta eftir og sumir verða rosa glaðir þegar þeir heyra þetta á meðan aðrir hugsa „karlgreyið, hvernig nennir hann að mæta hérna,“ segir Ingó. „Það hafa komið skemmtileg augnablik þar sem ég hef verið að gigga og tekið þetta í dramatískari útgáfu þar sem er augljóst að ég nenni ekkert að vera að syngja þetta lag og samt eru allir dansandi ofan í mér og í þvílíkum gír,“ segir Ingó. Hann segir fólk oft ekki átta sig á því hve mikið það taki á að skemmta öðru fólki. Hann komi oft heim eftir tónleika alveg búinn á því og segist oft gefa allt sitt á giggum. „Það átta sig ekki allir á því að þegar skemmtikraftar eru að koma fram þá verðurðu stundum andlega þreyttur. Eftir gigg ertu oft mjög lúinn, tómur andlega. Sérstaklega ef þú giggar svona mikið,“ segir Ingó. Já Ingó hefur á undanförnum árum verið einn duglegasti skemmtikrafturinn í bransanum og segir hann ekki óvanalegt að spila einhver tíu gigg á viku og stundum eru þau fleiri en fimm á sama kvöldinu. Hann segir það einnig hafa tekið á að vera alltaf einn á ferð, en eins og margir vita hóf Ingó feril sinn í hljómsveit sem þróaðist svo í að hann fór að spila einn síns liðs. Það geti oft verið einmanalegt að ferðast einn, oft lengi í einu, reyna að halda öllum boltum gangandi, svara í símann og gefa svo allt af sér á tónleikunum sjálfum. Hægt er að horfa á viðtalið við Ingó í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tónlist Ísland í dag Í kvöld er gigg Tengdar fréttir Dauðadrukkinn á virkum dögum þjakaður af einmanaleika Ingó segir að hann hafi upplifað að hann væri misskilin af kollegum sínum í listageiranum. Hann ræðir einnig um drykkjuna og hvernig hann lék sér að því að vera aleinn blindfullur innan um fólk sem hafði gagnrýnt hann. 20. ágúst 2020 14:30 Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43 Heimilisfólkið ljómaði þegar Ingó stóð fyrir brekkusöng á Hrafnistu Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, stóð fyrir brekkusöng á Hrafnistu í Hafnarfirði klukkan tvö í dag. 30. apríl 2020 16:18 Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Dauðadrukkinn á virkum dögum þjakaður af einmanaleika Ingó segir að hann hafi upplifað að hann væri misskilin af kollegum sínum í listageiranum. Hann ræðir einnig um drykkjuna og hvernig hann lék sér að því að vera aleinn blindfullur innan um fólk sem hafði gagnrýnt hann. 20. ágúst 2020 14:30
Ingó gefur út þjóðhátíðarlagið 2020: „Takk fyrir mig“ Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár. 17. júlí 2020 12:43
Heimilisfólkið ljómaði þegar Ingó stóð fyrir brekkusöng á Hrafnistu Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, stóð fyrir brekkusöng á Hrafnistu í Hafnarfirði klukkan tvö í dag. 30. apríl 2020 16:18