Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 21:05 Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita honum orðuna. Getty/Mark Wilson Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. Rusesabagina var leikinn af Don Cheadle í kvikmyndinni Hotel Rwanda, sem tilnefnd var til fjölda Óskarsverðlauna, og fjallaði hún um það hvernig Rusesabagina nýtti sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til þess að vernda Tútsa sem flúðu ofbeldið. Á mánudag leiddu tveir lögreglumenn hinn 66 ára gamla hótelstjóra inn í höfuðstöðvar rannsóknarlögreglu Rúanda þar sem fjölmiðlar biðu hans og mynduðu í bak og fyrir. Rusesabagina sagði ekki stakt orð á meðan á þessu stóð en á undanförnum árum hefur hann verið hafður að háði og spotti í heimalandi sínu. Talsmaður rannsóknarlögreglunnar, Thierry Murangira, sagði í samtali við fréttafólk að Rusesabagina væri grunaður um að vera „stofnandi eða leiðtogi eða meðlimur eða að hafa fjármagnað vígahópa sem hafi verið starfræktir á ýmsum stöðum á svæðinu og erlendis.“ Rusesabagina ásamt Don Cheadle, sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hotel Rwanda, og Sophie Okonedo sem lék Tatiana Rusesabagina, eiginkonu hans, í kvikmyndinni.Getty/M. Caulfield Þá sagði hann að Rusesabagina gæti átt yfir höfði sér fjölda ákæra, þar á meðal fyrir hryðjuverk, að hafa fjármagnað hryðjuverk, íkveikjur, mannrán og morð. Hann greindi ekki frá því hvar eða hvernig Rusesabagina var handtekinn. Í kjölfar þjóðarmorðsins í Rúanda flutti Rusesabagina úr landi og var hann hylltur víða um heim. Hann hlaut meðal annars Frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom) árið 2005, sem er æðsta viðurkenning sem veitt er í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir alþjóðlegt lof sem hann fékk var hann harðlega gagnrýndur heima fyrir og var hann meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa varað við öðru þjóðarmorði, í þetta skipti Tútsa á Hútúum. Þá hefur hann verið gagnrýndur af einhverjum þeirra sem lifðu þjóðarmorðið af og Paul Kagame, forseta landsins, sem sakaði hann um að hafa nýtt sér þjóðarmorðið til þess að öðlast frægð. Árið 2010 sagði ríkissaksóknari Rúanda í samtali við fréttastofu Reuters að yfirvöld hefðu undir höndum sönnunargögn sem sýndu fram á að Rusesabagina hefði fjármagnað hryðjuverkahópa en engin ákæra var gefin út á þeim tíma. Síðan þá hafa yfirvöld haldið því fram að hann hafi spilað hlutverk meintum árásum uppreisnarhópsins National Liberation Front (FLN) í suðurhluta Rúanda og á landamærunum við Búrúndí árið 2018. Rúanda Bandaríkin Hollywood Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. Rusesabagina var leikinn af Don Cheadle í kvikmyndinni Hotel Rwanda, sem tilnefnd var til fjölda Óskarsverðlauna, og fjallaði hún um það hvernig Rusesabagina nýtti sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til þess að vernda Tútsa sem flúðu ofbeldið. Á mánudag leiddu tveir lögreglumenn hinn 66 ára gamla hótelstjóra inn í höfuðstöðvar rannsóknarlögreglu Rúanda þar sem fjölmiðlar biðu hans og mynduðu í bak og fyrir. Rusesabagina sagði ekki stakt orð á meðan á þessu stóð en á undanförnum árum hefur hann verið hafður að háði og spotti í heimalandi sínu. Talsmaður rannsóknarlögreglunnar, Thierry Murangira, sagði í samtali við fréttafólk að Rusesabagina væri grunaður um að vera „stofnandi eða leiðtogi eða meðlimur eða að hafa fjármagnað vígahópa sem hafi verið starfræktir á ýmsum stöðum á svæðinu og erlendis.“ Rusesabagina ásamt Don Cheadle, sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hotel Rwanda, og Sophie Okonedo sem lék Tatiana Rusesabagina, eiginkonu hans, í kvikmyndinni.Getty/M. Caulfield Þá sagði hann að Rusesabagina gæti átt yfir höfði sér fjölda ákæra, þar á meðal fyrir hryðjuverk, að hafa fjármagnað hryðjuverk, íkveikjur, mannrán og morð. Hann greindi ekki frá því hvar eða hvernig Rusesabagina var handtekinn. Í kjölfar þjóðarmorðsins í Rúanda flutti Rusesabagina úr landi og var hann hylltur víða um heim. Hann hlaut meðal annars Frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom) árið 2005, sem er æðsta viðurkenning sem veitt er í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir alþjóðlegt lof sem hann fékk var hann harðlega gagnrýndur heima fyrir og var hann meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa varað við öðru þjóðarmorði, í þetta skipti Tútsa á Hútúum. Þá hefur hann verið gagnrýndur af einhverjum þeirra sem lifðu þjóðarmorðið af og Paul Kagame, forseta landsins, sem sakaði hann um að hafa nýtt sér þjóðarmorðið til þess að öðlast frægð. Árið 2010 sagði ríkissaksóknari Rúanda í samtali við fréttastofu Reuters að yfirvöld hefðu undir höndum sönnunargögn sem sýndu fram á að Rusesabagina hefði fjármagnað hryðjuverkahópa en engin ákæra var gefin út á þeim tíma. Síðan þá hafa yfirvöld haldið því fram að hann hafi spilað hlutverk meintum árásum uppreisnarhópsins National Liberation Front (FLN) í suðurhluta Rúanda og á landamærunum við Búrúndí árið 2018.
Rúanda Bandaríkin Hollywood Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira