Neville: Þetta Man. United lið getur ekki barist um titilinn á þessu tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 14:00 Manchester United þarf sterkari leikmenn en þá Jesse Lingard, Brandon Williams, Timothy Fosu-Mensah eða Odion Ighalo EPA-EFE/Oli Scarff Manchester United hefur ekki gengið vel í að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og það er ljóst á orðum Gary Neville að gamli fyrirliði United liðsins er ekki nægilega sáttur með þróun mála. Manchester United er við það að ganga frá kaupum á miðjumanninum Donny van de Beek frá Ajax og mun borga um 40 milljónir punda fyrir hann. Neville segir að liðið þurfi á miklu meiri liðstyrk að halda ætli það að berjast um enska meistaratitilinn á komandi tímabili. Gary Neville ræddi við Sky Sports News um komandi leiktíð hjá Manchester United sem gaf stuðningsmönnum sínum von með flottum endi þar sem liðið spilaði sig upp í Meistaradeildarsæti. „Þessi leikmannahópur Manchester United, eins og hann lítur út í dag, hefur ekki burði til að berjast um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð,“ sagði Gary Neville. "The #MUFC squad, as it stands today, cannot challenge for the Premier League title this season." @GNev2 has given his verdict on former club Manchester United ahead of the new Premier League season...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2020 „Hópurinn þurfti fjóra eða fimm nýja leikmenn og hann þarf ennþá á þessum fjórum eða fimm nýju leikmönnum að halda. Ég er búinn að segja þetta í eitt ár og hef meira segja talað um leikstöðurnar sem þarf að bæta,“ sagði Gary Neville. „Það er pirrandi sem stuðningsmaður United að félagið hafi ekki gengið frá sínum málum fyrr en það hafa komið upp tímapunktar á síðustu tíu árum þar sem félagið hefur farið á taugum á félagsskiptamarkaðnum. Þetta eru dæmi þegar menn hafa brugðust of hart við, borgað of mikið fyir menn og hreinlega valið vitlaust,“ sagði Gary Neville. „Þú verður því að vera skynsamur. Ef samningur er ekki í boði þá sleppir þú honum. Það er hins vegar að byggjast upp spenna á samfélagsmiðlum. Af hverju er ekki búið að kaupa Jadon Sancho? Af hverju náðu menn ekki í Thiago Alcantara? Af hverju erum við ekki að fá þessa menn sem eru að fara til hinna liðanna?,“ sagði Gary Neville. „Aðalmálið er að þeir þurfa nýja leikmenn. Þeir þurfa að ná í þessa menn til að komast upp í hóp tveggja efstu liðanna. Það hlýtur að vera markmið Ole Gunnars Solskjær á þessu tímabili og til að ná því þá þarf hann að fá meiri liðstyrk. Stjórnin gerir sér grein fyrir því,“ sagði Gary Neville. „Þeir eru hins vegar að eiga við klóka menn í hinum félögunum og þurfa að takast á við alla umboðsmennina sem eru á markaðnum. Það er ekki auðvelt en þetta er eitthvað sem þeir verða að gera,“ sagði Neville en það má lesa allt um hans skoðun hér. Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Manchester United hefur ekki gengið vel í að styrkja leikmannahópinn sinn í sumar og það er ljóst á orðum Gary Neville að gamli fyrirliði United liðsins er ekki nægilega sáttur með þróun mála. Manchester United er við það að ganga frá kaupum á miðjumanninum Donny van de Beek frá Ajax og mun borga um 40 milljónir punda fyrir hann. Neville segir að liðið þurfi á miklu meiri liðstyrk að halda ætli það að berjast um enska meistaratitilinn á komandi tímabili. Gary Neville ræddi við Sky Sports News um komandi leiktíð hjá Manchester United sem gaf stuðningsmönnum sínum von með flottum endi þar sem liðið spilaði sig upp í Meistaradeildarsæti. „Þessi leikmannahópur Manchester United, eins og hann lítur út í dag, hefur ekki burði til að berjast um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð,“ sagði Gary Neville. "The #MUFC squad, as it stands today, cannot challenge for the Premier League title this season." @GNev2 has given his verdict on former club Manchester United ahead of the new Premier League season...— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 1, 2020 „Hópurinn þurfti fjóra eða fimm nýja leikmenn og hann þarf ennþá á þessum fjórum eða fimm nýju leikmönnum að halda. Ég er búinn að segja þetta í eitt ár og hef meira segja talað um leikstöðurnar sem þarf að bæta,“ sagði Gary Neville. „Það er pirrandi sem stuðningsmaður United að félagið hafi ekki gengið frá sínum málum fyrr en það hafa komið upp tímapunktar á síðustu tíu árum þar sem félagið hefur farið á taugum á félagsskiptamarkaðnum. Þetta eru dæmi þegar menn hafa brugðust of hart við, borgað of mikið fyir menn og hreinlega valið vitlaust,“ sagði Gary Neville. „Þú verður því að vera skynsamur. Ef samningur er ekki í boði þá sleppir þú honum. Það er hins vegar að byggjast upp spenna á samfélagsmiðlum. Af hverju er ekki búið að kaupa Jadon Sancho? Af hverju náðu menn ekki í Thiago Alcantara? Af hverju erum við ekki að fá þessa menn sem eru að fara til hinna liðanna?,“ sagði Gary Neville. „Aðalmálið er að þeir þurfa nýja leikmenn. Þeir þurfa að ná í þessa menn til að komast upp í hóp tveggja efstu liðanna. Það hlýtur að vera markmið Ole Gunnars Solskjær á þessu tímabili og til að ná því þá þarf hann að fá meiri liðstyrk. Stjórnin gerir sér grein fyrir því,“ sagði Gary Neville. „Þeir eru hins vegar að eiga við klóka menn í hinum félögunum og þurfa að takast á við alla umboðsmennina sem eru á markaðnum. Það er ekki auðvelt en þetta er eitthvað sem þeir verða að gera,“ sagði Neville en það má lesa allt um hans skoðun hér.
Enski boltinn Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira