Róleg yfir kærunni en segir ásakanir um „samantekin ráð“ fráleitar Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2020 14:15 Snærós Sindradóttir er á meðal þeirra ellefu starfsmanna Ríkisútvarpsins sem Samherji hefur kært fyrir siðanefnd. Vísir/vilhelm/RAGNAR VISAGE FYRIR RÚV NÚLL Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV Núll og einn starfsmanna Ríkisútvarpsins sem Samherji kærði fyrir siðanefnd, kveðst kippa sér lítið upp við kæruna. Hún vísar því þó alfarið á bug að um „samantekin ráð“ starfsmanna sé að ræða og segir það hættulegt ef stórfyrirtæki geti þaggað niður í fjölmiðlafólki. Þetta kom fram í máli Snærósar í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í dag. Samherji tilkynnti skömmu fyrir hádegi að fyrirtækið hefði kært ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins til siðanefndar RÚV vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum frá nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við eftirfarandi reglu í siðareglum Ríkisútvarpsins: Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum. Á meðal þeirra ellefu starfsmanna sem Samherji kærir til siðanefndar eru áðurnefnd Snærós, Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri. Snærós segir í viðtali í Harmageddon að hún sé í sannleika sagt ekki stressuð vegna kærunnar. „Ég frétti af þessu seinnipartinn í gær en var þá, og er enn, bara frekar róleg,“ segir hún. Tvenn ummæli Snærósar eru kærð til siðanefndar en öll ummæli starfsmannanna sem Samherji telur brotleg eru útlistuð í kærunni, sem birt var á vef fyrirtækisins í dag. Annars vegar er um að ræða færslu Snærósar á Twitter frá 12. ágúst þar sem hún deilir frétt frá Stundinni um málefni Samherja og skrifar „Vandræðalegt“. Hin færslan var birt síðar sama dag en þar segir Snærós: Þetta pr-flopp sem Samherji henti í í gær tókst það vel að m.a.s í kommentum við frétt um eitthvað dularfullt hljóð á Akureyri er fólk bara: „Er þetta ekki bara vælið í forstjóra Samherja að berast um sveitina?“ Þetta pr-flopp sem Samherji henti í í gær tókst það vel að m.a.s í kommentum við frétt um eitthvað dularfullt hljóð á Akureyri er fólk bara: "Er þetta ekki bara vælið í forstjóra Samherja að berast um sveitina?"— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) August 12, 2020 Kærur oft tilraunir til að þagga niður í blaðamönnum Snærós segir það „fráleitt“ af Samherja að halda því fram að um samantekin ráð starfsmannanna ellefu hafi verið að ræða, líkt og fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. „Það er auðvitað fráleitt. Ég þekki þetta fólk en hef aldrei rætt við þau um Samherja. Ekkert af þeim,“ segir Snærós. Sjálf hefur hún aldrei fjallað um málefni Samherja á miðlum Ríkisútvarpsins. „Það kom mér svakalega á óvart að mörgu leyti að verða hluti af þessari atburðarás sem Samherji er að búa til þessa dagana.“ Þá bendir Snærós á að í gegnum tíðina hafi kærur gegn blaðamönnum til siðanefnda stundum átt rétt á sér. Þó alls ekki alltaf. „En oft er þetta tilraun til að ógna atvinnuöryggi fólks. Til að þagga niður í einhverri umfjöllun. Ég er ekki að segja að það sé þannig í þessu tilfelli en þannig hafa meiðyrðamál oft verið rekin og það er auðvitað mjög alvarlegt því hluti af lýðræði er að hér séu virkir, óhræddir fjölmiðlar að störfum sem þora að segja fréttir um stórfyrirtæki eða um stjórnmálamenn. Það er gríðarlega mikilvægt. Ég skil fyrirtækið að taka til varna að einhverju leyti en þorri almennings hlýtur að sjá mikilvægi fjölmiðla og hvað það er hættulegt ef það er með einu pennastriki jafnvel hægt að þagga niður í fjölmiðlafólki,“ segir Snærós. Helgi vitnar í Þórberg Helgi Seljan fréttamaður Ríkisútvarpsins, sem Samherji hefur einkum beint spjótum sínum að síðustu vikur vegna umfjöllunar hans um fyrirtækið, birti færslu á samfélagsmiðlum strax í kjölfar tilkynningar Samherja. Helgi tjáir sig ekki beint um kæruna heldur birtir tilvitnun í rithöfundinn Þórberg Þórðarson, sem fyrst birtist í bók hans Bréf til Láru. „Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugasta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra,“ skrifar Helgi. “Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugusta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra”— Helgi Seljan (@helgiseljan) September 1, 2020 Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra vegna málsins í dag en gera má ráð fyrir að siðanefnd RÚV taki fyrir kæru Samherja á hendur starfsmönnunum. Samkvæmt siðareglum RÚV getur nefndin vísað kærunni frá eða úrskurðað að siðareglur hafi verið brotnar. Nefndin mælir ekki fyrir um viðurlög við brotum en tekur afstöðu til alvarleika brotanna og greinir í þrjá flokka eftir eðli þeirra: ámælisvert, alvarlegt og mjög alvarlegt. Nýjar siðareglur Ríkisútvarpsins tóku gildi árið 2016, þar á meðal ákvæðið sem Samherji byggir kæru sína á. Í umfjöllun Vísis um málið á sínum tíma kom fram að verulegrar óánægju gætti innanhúss á Ríkisútvarpinu með umrætt ákvæði, þ.e. að fréttamenn skuli ekki taka opinberlega afstöðu í umdeildum málum. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Harmageddon Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Snærós Sindradóttir, verkefnastjóri RÚV Núll og einn starfsmanna Ríkisútvarpsins sem Samherji kærði fyrir siðanefnd, kveðst kippa sér lítið upp við kæruna. Hún vísar því þó alfarið á bug að um „samantekin ráð“ starfsmanna sé að ræða og segir það hættulegt ef stórfyrirtæki geti þaggað niður í fjölmiðlafólki. Þetta kom fram í máli Snærósar í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 í dag. Samherji tilkynnti skömmu fyrir hádegi að fyrirtækið hefði kært ellefu starfsmenn Ríkisútvarpsins til siðanefndar RÚV vegna ummæla þeirra um málefni Samherja á samfélagsmiðlum frá nóvember 2019 til ágúst 2020. Telur Samherji að með færslunum hafi starfsmennirnir gerst brotlegir við eftirfarandi reglu í siðareglum Ríkisútvarpsins: Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ. á m. á samfélagsmiðlum. Á meðal þeirra ellefu starfsmanna sem Samherji kærir til siðanefndar eru áðurnefnd Snærós, Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan, fréttamenn sem báðir unnu að umfjöllun Kveiks um Samherja, Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks og Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri. Snærós segir í viðtali í Harmageddon að hún sé í sannleika sagt ekki stressuð vegna kærunnar. „Ég frétti af þessu seinnipartinn í gær en var þá, og er enn, bara frekar róleg,“ segir hún. Tvenn ummæli Snærósar eru kærð til siðanefndar en öll ummæli starfsmannanna sem Samherji telur brotleg eru útlistuð í kærunni, sem birt var á vef fyrirtækisins í dag. Annars vegar er um að ræða færslu Snærósar á Twitter frá 12. ágúst þar sem hún deilir frétt frá Stundinni um málefni Samherja og skrifar „Vandræðalegt“. Hin færslan var birt síðar sama dag en þar segir Snærós: Þetta pr-flopp sem Samherji henti í í gær tókst það vel að m.a.s í kommentum við frétt um eitthvað dularfullt hljóð á Akureyri er fólk bara: „Er þetta ekki bara vælið í forstjóra Samherja að berast um sveitina?“ Þetta pr-flopp sem Samherji henti í í gær tókst það vel að m.a.s í kommentum við frétt um eitthvað dularfullt hljóð á Akureyri er fólk bara: "Er þetta ekki bara vælið í forstjóra Samherja að berast um sveitina?"— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) August 12, 2020 Kærur oft tilraunir til að þagga niður í blaðamönnum Snærós segir það „fráleitt“ af Samherja að halda því fram að um samantekin ráð starfsmannanna ellefu hafi verið að ræða, líkt og fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. „Það er auðvitað fráleitt. Ég þekki þetta fólk en hef aldrei rætt við þau um Samherja. Ekkert af þeim,“ segir Snærós. Sjálf hefur hún aldrei fjallað um málefni Samherja á miðlum Ríkisútvarpsins. „Það kom mér svakalega á óvart að mörgu leyti að verða hluti af þessari atburðarás sem Samherji er að búa til þessa dagana.“ Þá bendir Snærós á að í gegnum tíðina hafi kærur gegn blaðamönnum til siðanefnda stundum átt rétt á sér. Þó alls ekki alltaf. „En oft er þetta tilraun til að ógna atvinnuöryggi fólks. Til að þagga niður í einhverri umfjöllun. Ég er ekki að segja að það sé þannig í þessu tilfelli en þannig hafa meiðyrðamál oft verið rekin og það er auðvitað mjög alvarlegt því hluti af lýðræði er að hér séu virkir, óhræddir fjölmiðlar að störfum sem þora að segja fréttir um stórfyrirtæki eða um stjórnmálamenn. Það er gríðarlega mikilvægt. Ég skil fyrirtækið að taka til varna að einhverju leyti en þorri almennings hlýtur að sjá mikilvægi fjölmiðla og hvað það er hættulegt ef það er með einu pennastriki jafnvel hægt að þagga niður í fjölmiðlafólki,“ segir Snærós. Helgi vitnar í Þórberg Helgi Seljan fréttamaður Ríkisútvarpsins, sem Samherji hefur einkum beint spjótum sínum að síðustu vikur vegna umfjöllunar hans um fyrirtækið, birti færslu á samfélagsmiðlum strax í kjölfar tilkynningar Samherja. Helgi tjáir sig ekki beint um kæruna heldur birtir tilvitnun í rithöfundinn Þórberg Þórðarson, sem fyrst birtist í bók hans Bréf til Láru. „Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugasta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra,“ skrifar Helgi. “Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugusta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra”— Helgi Seljan (@helgiseljan) September 1, 2020 Ekki hefur náðst í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra vegna málsins í dag en gera má ráð fyrir að siðanefnd RÚV taki fyrir kæru Samherja á hendur starfsmönnunum. Samkvæmt siðareglum RÚV getur nefndin vísað kærunni frá eða úrskurðað að siðareglur hafi verið brotnar. Nefndin mælir ekki fyrir um viðurlög við brotum en tekur afstöðu til alvarleika brotanna og greinir í þrjá flokka eftir eðli þeirra: ámælisvert, alvarlegt og mjög alvarlegt. Nýjar siðareglur Ríkisútvarpsins tóku gildi árið 2016, þar á meðal ákvæðið sem Samherji byggir kæru sína á. Í umfjöllun Vísis um málið á sínum tíma kom fram að verulegrar óánægju gætti innanhúss á Ríkisútvarpinu með umrætt ákvæði, þ.e. að fréttamenn skuli ekki taka opinberlega afstöðu í umdeildum málum.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Harmageddon Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01 Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58 Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Samherji kærir ellefu starfsmenn RÚV til siðanefndar vegna ummæla á samfélagsmiðlum Kæran snýr að færslum umræddra starfsmanna á samfélagsmiðlum á tímabilinu nóvember 2019 til ágúst 2020. 1. september 2020 11:01
Skjalið umdeilda fannst hjá Verðlagsstofu skiptaverðs Umdeilt skjal, sem vísað var í í Kastljósþætti Ríkisútvarpsins sem sýndur var þann 27. mars 2012, fannst nýlega í fórum Verðlagsstofu skiptaverðs, sem áður hafði haldið því fram að skjalið væri ekki til. 25. ágúst 2020 14:58
Fordæmir „lágkúrulegar“ aðgerðir Samherja Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt og lýst furði sinni á tilraunum og aðgerðum útgerðarfélagsins Samherja til þess að gera fréttaflutning af málefnum fyrirtækisins tortryggilegan. 12. ágúst 2020 13:52