Enski boltinn

Arsenal búið að kaupa brasilíska bakvörðinn frá Lille

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel dos Santos Magalhaes í leik með Lille í frönsku deildinni.
Gabriel dos Santos Magalhaes í leik með Lille í frönsku deildinni. Getty/Jean Catuffe

Bikarmeistarar Arsenal hafa gengið frá kaupunum á brasilíska knattspyrnumanninum Gabriel Magalhaes en félagið opinberaði það á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Gabriel Magalhaes er 22 ára vinstri bakvörður og Arsenal mun byrja á því að borga fyrir hann 26 milljónir evra en fjórar milljónir gætu síðan bæst við kaupverðið.

Gabriel hefur þegar fengið treyju númer sex hjá Arsenal. Hann hefur verið fastamaður í liði Lille og hjálpaði liðinu að ná fjórða sætinu í frönsku deildinni.

Gabriel Magalhaes kemur þó ekki strax til móts við liðið því hann er enn að taka út fjórtán daga sóttkví eftir að hafa verið í Frakklandi.

Gabriel Magalhaes heitir fullu nafni Gabriel dos Santos Magalhaes en hann var búinn að vera hjá Lille frá því í janúar 1997.

Lille hafði þó sent strákainn á láni til bæði Troyes í Fraklandi sem og til Dinamo Zagreb í Króatíu. Hann kom sterkur til baka eftir þann tíma.

„Hann hefur marga kosti og mun hjálpa okkur að bæta varnarleikinn og verða betra lið. Hann sýndi það og sannaði með Lille að hann er hæfileikaríkur varnarmaður og okkur hlakkar til að sjá hann vaxa og dafna sem leikmaður Arsenal,“ sagði knattspyrnustjórinn Mikel Arteta.

„Við erum ánægður með að fá Gabriel. Við höfum fylgst lengi með honum og það höfðu mörg félög áhuga á honum. Við erum stoltir af því að okkur tókst að semja bæði við félagið og leikmanninn. Gabriel hefur mikil gæði,“ sagði Edu, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×