Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2020 08:42 Afganskur hermaður stendur vörð við vettvang bílasprengju Talibana, þar sem tólf dóu þann 25. ágúst. Vísir/AP Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í friðarsamkomulagi Talibana og Bandaríkjamanna frá því í febrúar kröfðust Talibanar þess að um fimm þúsund meðlimum þeirra yrði sleppt úr haldi ríkisstjórnarinnar. Í staðinn myndu þeir sleppa um þúsund föngum sínum og friðarviðræður þeirra gætu ekki hafist fyrr. Ríkisstjórn Afganistan hefur þó ekki viljað sleppa öllum föngunum. Sérstaklega hefur ekki verið vilji til að sleppa 400 manna hópi sem hafa verið kallaðir „harðkjarna“ Talibanar. Þeir eru sagðir hafa komið að einhverjum verstu árásum landsins og yfirvöld í Frakklandi og Ástralíu hafa sett sig gegn því að einhverjum þeirra verði sleppt. Viðkomandi Talibanar hafi komið að árásum gegn ríkisborgurum þessa landa. Í ágúst samþykkti öldungaráð Afganistan að sleppa síðustu föngunum og Talibanar frelsuðu 24 sérsveitarmenn og flugmenn að fyrra bragði. Í samtali við blaðamann Reuters segja embættismenn í Afganistan að mönnunum hafi verið sleppt á mánudaginn og þriðjudaginn. Á sama tíma hafi Talibanar sleppt sex sérsveitarmönnum sem voru í haldi þeirra. Nú eru einungis 200 Talibanar eftir af þeim fimm þúsund sem krafist var að yrði sleppt. Heimildarmenn Reuters segja að fangaskiptunum gæti lokið í dag. Friðarviðræður ættu þá að geta hafist fljótt í Katar. Talibanar voru hrakktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar. Afganistan Tengdar fréttir Fyrsta leikstýra Afganistan skotin Saba Sahar, leikkona og fyrsta leikstýra Afganistan, var skotin í dag. Hún var flutt á sjúkrahús eftir að þrír menn hófu skothríð á bíl hennar þegar hún var á leið í vinnu. 25. ágúst 2020 16:04 Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Sjá meira
Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í friðarsamkomulagi Talibana og Bandaríkjamanna frá því í febrúar kröfðust Talibanar þess að um fimm þúsund meðlimum þeirra yrði sleppt úr haldi ríkisstjórnarinnar. Í staðinn myndu þeir sleppa um þúsund föngum sínum og friðarviðræður þeirra gætu ekki hafist fyrr. Ríkisstjórn Afganistan hefur þó ekki viljað sleppa öllum föngunum. Sérstaklega hefur ekki verið vilji til að sleppa 400 manna hópi sem hafa verið kallaðir „harðkjarna“ Talibanar. Þeir eru sagðir hafa komið að einhverjum verstu árásum landsins og yfirvöld í Frakklandi og Ástralíu hafa sett sig gegn því að einhverjum þeirra verði sleppt. Viðkomandi Talibanar hafi komið að árásum gegn ríkisborgurum þessa landa. Í ágúst samþykkti öldungaráð Afganistan að sleppa síðustu föngunum og Talibanar frelsuðu 24 sérsveitarmenn og flugmenn að fyrra bragði. Í samtali við blaðamann Reuters segja embættismenn í Afganistan að mönnunum hafi verið sleppt á mánudaginn og þriðjudaginn. Á sama tíma hafi Talibanar sleppt sex sérsveitarmönnum sem voru í haldi þeirra. Nú eru einungis 200 Talibanar eftir af þeim fimm þúsund sem krafist var að yrði sleppt. Heimildarmenn Reuters segja að fangaskiptunum gæti lokið í dag. Friðarviðræður ættu þá að geta hafist fljótt í Katar. Talibanar voru hrakktir frá völdum í innrás Bandaríkjanna árið 2001. Þá hafði ríkisstjórn Talibana stutt al-Qaeda í árásunum á Tvíburaturnanna í New York. Síðan þá hefur þeim þó vaxið ásmegin og stjórna þeir nú meira landsvæði en nokkurn tímann áður í kjölfar innrásarinnar.
Afganistan Tengdar fréttir Fyrsta leikstýra Afganistan skotin Saba Sahar, leikkona og fyrsta leikstýra Afganistan, var skotin í dag. Hún var flutt á sjúkrahús eftir að þrír menn hófu skothríð á bíl hennar þegar hún var á leið í vinnu. 25. ágúst 2020 16:04 Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07 Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41 Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Sjá meira
Fyrsta leikstýra Afganistan skotin Saba Sahar, leikkona og fyrsta leikstýra Afganistan, var skotin í dag. Hún var flutt á sjúkrahús eftir að þrír menn hófu skothríð á bíl hennar þegar hún var á leið í vinnu. 25. ágúst 2020 16:04
Afgönsk yfirvöld leysa 900 Talíbana úr haldi Afgönsk yfirvöld tilkynntu í dag að þau hyggðust leysa 900 vígamenn Talíbana úr haldi og báðu hryðjuverkahópinn jafnframt að framlengja þriggja daga vopnahlé sem á að enda á þriðjudagskvöld. 26. maí 2020 18:07
Ghani og Abdullah ná loks samkomulagi um að deila völdum Pattstaða hefur verið í afgönskum stjórnmálum eftir forsetakosningarnar í landinu á síðasta ári. 17. maí 2020 17:41
Saka ISIS um fjöldamorðið á fæðingardeildinni Hingað til hafa spjótin beinst að Talibönum en Bandaríkin hafa ýtt undir friðarviðræður á milli ríkisstjórnarinnar og Talibana. 15. maí 2020 08:28