Kári svarar Herði og spyr hverju hann hafi átt að hóta ríkisstjórninni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2020 08:49 Frá því fyrr í sumar eftir að Kári Stefánsson fór á fund ráðherra. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, virðist ekki sáttur við leiðara Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðsins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Þar staðhæfði Hörður að ríkisstjórn Íslands hefði meðal annars látið undan hótunum Kára, þegar ákveðið var að herða sóttvarnaraðgerðir á landamærum, en Hörður gagnrýndi þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar mjög í leiðaranum, sem lesa má hér. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem lét meðal annars undan hótunum forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á eftir að reynast henni meiriháttar pólitískur og efnahagslegur afleikur,“ skrifaði Hörður meðal annars í leiðaranum undir fyrirsögninni Afleikur. „Hverju átti ég að hóta henni?“ Kári ritar opið bréf til Harðar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fer yfir það af hverju ríkisstjórnin hafi valið þá leið sem hún ákvað að fara. Nefnir hann alls sjö ástæður fyrir því og kemst hann svo að orði að það sem þar komi fram bendi sterklega til þess að þess að án þess aðviðhafa skimun–sóttkví–skimun yrði að reikna með því að fá yfir okkur hverja bylgjuna á fætur annarri. Því næst fer Kári yfir ýmis atriði í grein Harðar, hann segist vera sammála ritstjóranum um að alvarleg efnahagskreppa sé framundan, en ósammála því að hún eigi rætur sínar í sóttvarnaraðgerðum á landamærunum. Ræturnar liggi hreinlega í „veirunni illvígu“. Þá víkur Kári orðunum að hinum meintu hótunum sem Hörður staðhæfði að ríkisstjórnin hefði látið undan. „Þú gefur sterklega í skyn að ríkisstjórnin hafi komið á núverandi fyrirkomulagi við landamærin af því að ég hafi hótað henni. Hverju átti ég að hóta henni? Að Íslensk erfðagreining myndi hætta að skima? Við vorum hætt að skima og ákvörðunin hafði ekkert með skimunargetu að gera heldur þá staðreynd að ein skimun nægir ekki. Eða var það kannski að ég myndi hætta að gagnrýna ríkisstjórnina og fara að styðja hana?“ skrifar Kári. Segir Hörð enda í ekkert-að-marka landinu Skrifar Kári einnig að með þessu fari Hörður ekki bara yfir línuna, hann hagi sér eins og hún sé ekki til. „Þú endaðir ekki úti í mýri sem er sá göfugi partur af landslaginu sem verður gjarnan áfangastaður þeirra sem fara yfir línuna heldur lentirðu í ekkert-að-marka landinu þar sem vex lítið annað en ósannindi innan um rembing og þvælu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, virðist ekki sáttur við leiðara Harðar Ægissonar, ritstjóra Markaðsins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, sem birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Þar staðhæfði Hörður að ríkisstjórn Íslands hefði meðal annars látið undan hótunum Kára, þegar ákveðið var að herða sóttvarnaraðgerðir á landamærum, en Hörður gagnrýndi þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar mjög í leiðaranum, sem lesa má hér. „Ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem lét meðal annars undan hótunum forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á eftir að reynast henni meiriháttar pólitískur og efnahagslegur afleikur,“ skrifaði Hörður meðal annars í leiðaranum undir fyrirsögninni Afleikur. „Hverju átti ég að hóta henni?“ Kári ritar opið bréf til Harðar í Fréttablaðinu í dag þar sem hann fer yfir það af hverju ríkisstjórnin hafi valið þá leið sem hún ákvað að fara. Nefnir hann alls sjö ástæður fyrir því og kemst hann svo að orði að það sem þar komi fram bendi sterklega til þess að þess að án þess aðviðhafa skimun–sóttkví–skimun yrði að reikna með því að fá yfir okkur hverja bylgjuna á fætur annarri. Því næst fer Kári yfir ýmis atriði í grein Harðar, hann segist vera sammála ritstjóranum um að alvarleg efnahagskreppa sé framundan, en ósammála því að hún eigi rætur sínar í sóttvarnaraðgerðum á landamærunum. Ræturnar liggi hreinlega í „veirunni illvígu“. Þá víkur Kári orðunum að hinum meintu hótunum sem Hörður staðhæfði að ríkisstjórnin hefði látið undan. „Þú gefur sterklega í skyn að ríkisstjórnin hafi komið á núverandi fyrirkomulagi við landamærin af því að ég hafi hótað henni. Hverju átti ég að hóta henni? Að Íslensk erfðagreining myndi hætta að skima? Við vorum hætt að skima og ákvörðunin hafði ekkert með skimunargetu að gera heldur þá staðreynd að ein skimun nægir ekki. Eða var það kannski að ég myndi hætta að gagnrýna ríkisstjórnina og fara að styðja hana?“ skrifar Kári. Segir Hörð enda í ekkert-að-marka landinu Skrifar Kári einnig að með þessu fari Hörður ekki bara yfir línuna, hann hagi sér eins og hún sé ekki til. „Þú endaðir ekki úti í mýri sem er sá göfugi partur af landslaginu sem verður gjarnan áfangastaður þeirra sem fara yfir línuna heldur lentirðu í ekkert-að-marka landinu þar sem vex lítið annað en ósannindi innan um rembing og þvælu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira