Foreldrarnir héldu að hann væri að segja þeim frá því að konan væri ólétt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 12:30 Conor Coady var ekki nógu góður fyrir Liverpool liðið fyrir sex árum en nú er hann kominn í enska landsliðið. Getty/Sam Bagnall Conor Coady er á leiðinni til Íslands með enska landsliðinu á föstudaginn og hann var mjög spenntur þegar hann sagði mömmu sinni og pabba fréttirnar. Conor Coady, miðvörður Úlfanna, hefur unnið sig aftur upp efir að Liverpool lét hann fara fyrir sex árum og landsliðsþjálfarinn Gareth Soutgate er nú búinn að taka hann inn í enska landsliðshópinn sinn. Conor Coady er nú 27 ára gamall og að fá sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu. Hann var í unglingalandsliðum Englands frá sextán til tuttugu ára aldri. Coady kom upp hjá Liverpool en yfirgaf félagið árið 2014 þegar hann samdi við Huddersfield í ensku b-deildinni. Conor Coady kom til Wolverhampton Wanderers árið 2015 og hjálpaði liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Hann er nú fyrirliði liðsins sem hefur verið að gera flotta hluti í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar leiktíðir. Conor Coady sagði BBC skemmtilega sögu af því þegar hann sagði foreldrum sínum frá því að hann væri kominn í enska landsliðið. "Me and my wife said to my parents: 'We've got news for you."Conor Coady says his parents thought news of his England call-up was he telling them his wife was pregnant https://t.co/ldhpj5rGdn #wwfc pic.twitter.com/ho4SB3g8MH— BBC Sport (@BBCSport) September 2, 2020 „Ég og konan mín sögðu við foreldra mína: Við höfum fréttir fyrir ykkur,“ sagði Conor Coady. „Ég hafði tekið utan um konuna mína og mamma og pabbi sögðu: Ó, Amie er ekki ófrísk aftur er það?,“ sagði Conor Coady. Conor og Amie Coady eiga þrjá stráka saman en það var ekki von á fjölgun í fjölskyldunni. „Ég sagði: Nei, ég á þegar þrjá stráka,“ sagði Conor Coady og sagði foreldrum gleðifréttirnar. Hann sagðist líka verið skjálfandi eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate hafði verið að reyna að ná í hann og Coady hringdi til baka. „Þetta var símtal sem ég mun aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi,“ sagði Conor Coady. „Ég hugsa aldrei of langt fram í tímann og einbeiti mér bara að nútíðinni. Ég vil bara halda áfram að spila fótbolta. Ég er í frábæru félagi og ég vissi það að ef ég myndi leggja mikið á mig þá gæti hlutir gerst og ég hafði heppnina með mér,“ sagði Conor Coady. Coady var fyrirliði enska sautján ára landsliðsins á EM 2010 og hann var líka fyrirliði tuttugu ára landsliðsins á HM 2013. Harry Kane, Eric Dier og John Stones voru allir í þessum liðum og þeir hafa síðan komist í enska landsliðið en ekki Coady. "My phone was going off in my pocket, I thought 'Ah I'll ring them back when I get home' I had a text saying Gareth Southgate's trying to ring you. I picked the boys up and ran back home"Conor Coady explains how he nearly missed Gareth Southgate's phone call pic.twitter.com/zcOSekOqEN— Football Daily (@footballdaily) September 2, 2020 Þegar Nuno Espirito Santo tók við Úlfunum þá notaði hann Coady í þriggja manna vörn sem er kerfi sem Gareth Southgate notar hjá enska landsliðinu. „Ég horfi á alla leiki enska landsliðsins svo ég veit vel hversu erfitt er að komast í þetta lið. Þetta hefur verið draumur hjá mér undanfarin tvö ár. Núna þegar ég er kominn í liðið þá vil ég njóta þess og reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get hvort sem það er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Conor Coady. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Conor Coady er á leiðinni til Íslands með enska landsliðinu á föstudaginn og hann var mjög spenntur þegar hann sagði mömmu sinni og pabba fréttirnar. Conor Coady, miðvörður Úlfanna, hefur unnið sig aftur upp efir að Liverpool lét hann fara fyrir sex árum og landsliðsþjálfarinn Gareth Soutgate er nú búinn að taka hann inn í enska landsliðshópinn sinn. Conor Coady er nú 27 ára gamall og að fá sitt fyrsta tækifæri með A-landsliðinu. Hann var í unglingalandsliðum Englands frá sextán til tuttugu ára aldri. Coady kom upp hjá Liverpool en yfirgaf félagið árið 2014 þegar hann samdi við Huddersfield í ensku b-deildinni. Conor Coady kom til Wolverhampton Wanderers árið 2015 og hjálpaði liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Hann er nú fyrirliði liðsins sem hefur verið að gera flotta hluti í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar leiktíðir. Conor Coady sagði BBC skemmtilega sögu af því þegar hann sagði foreldrum sínum frá því að hann væri kominn í enska landsliðið. "Me and my wife said to my parents: 'We've got news for you."Conor Coady says his parents thought news of his England call-up was he telling them his wife was pregnant https://t.co/ldhpj5rGdn #wwfc pic.twitter.com/ho4SB3g8MH— BBC Sport (@BBCSport) September 2, 2020 „Ég og konan mín sögðu við foreldra mína: Við höfum fréttir fyrir ykkur,“ sagði Conor Coady. „Ég hafði tekið utan um konuna mína og mamma og pabbi sögðu: Ó, Amie er ekki ófrísk aftur er það?,“ sagði Conor Coady. Conor og Amie Coady eiga þrjá stráka saman en það var ekki von á fjölgun í fjölskyldunni. „Ég sagði: Nei, ég á þegar þrjá stráka,“ sagði Conor Coady og sagði foreldrum gleðifréttirnar. Hann sagðist líka verið skjálfandi eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum. Gareth Southgate hafði verið að reyna að ná í hann og Coady hringdi til baka. „Þetta var símtal sem ég mun aldrei gleyma svo lengi sem ég lifi,“ sagði Conor Coady. „Ég hugsa aldrei of langt fram í tímann og einbeiti mér bara að nútíðinni. Ég vil bara halda áfram að spila fótbolta. Ég er í frábæru félagi og ég vissi það að ef ég myndi leggja mikið á mig þá gæti hlutir gerst og ég hafði heppnina með mér,“ sagði Conor Coady. Coady var fyrirliði enska sautján ára landsliðsins á EM 2010 og hann var líka fyrirliði tuttugu ára landsliðsins á HM 2013. Harry Kane, Eric Dier og John Stones voru allir í þessum liðum og þeir hafa síðan komist í enska landsliðið en ekki Coady. "My phone was going off in my pocket, I thought 'Ah I'll ring them back when I get home' I had a text saying Gareth Southgate's trying to ring you. I picked the boys up and ran back home"Conor Coady explains how he nearly missed Gareth Southgate's phone call pic.twitter.com/zcOSekOqEN— Football Daily (@footballdaily) September 2, 2020 Þegar Nuno Espirito Santo tók við Úlfunum þá notaði hann Coady í þriggja manna vörn sem er kerfi sem Gareth Southgate notar hjá enska landsliðinu. „Ég horfi á alla leiki enska landsliðsins svo ég veit vel hversu erfitt er að komast í þetta lið. Þetta hefur verið draumur hjá mér undanfarin tvö ár. Núna þegar ég er kominn í liðið þá vil ég njóta þess og reyna að hjálpa liðinu eins mikið og ég get hvort sem það er á æfingum eða í leikjum,“ sagði Conor Coady.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti