Enski boltinn

Arsenal vonast til að geta tekið á móti áhorfendum 3. október

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það hefur verið tómlegt um að litast á Emirates vellinum eftir að keppni hófst á ný á Englandi.
Það hefur verið tómlegt um að litast á Emirates vellinum eftir að keppni hófst á ný á Englandi. getty/David Price

Áhorfendur gætu fengið að mæta á leik Arsenal og Sheffield United á Emirates vellinum í ensku úrvalsdeildinni 3. október.

Fótbolti á Englandi hefur verið leikinn fyrir luktum dyrum síðan keppni hófst á ný í júní eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Nú er unnið að því að leyfa áhorfendum að mæta á völlinn á ný í stuttum skrefum. 

Arsenal vonast til að geta tekið á móti einhverjum áhorfendum í samræmi við reglur bresku ríkisstjórnarinnar þegar liðið fær Sheffield United í heimsókn 3. október. Gullmiðahafar hafa forgang á þessum leik.

Fyrsti heimaleikur Arsenal í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2020-21 er gegn West Ham 20. september. Ljóst er að engir áhorfendur verða á þeim leik.

Nokkrir heppnir stuðningsmenn Arsenal fá hins vegar að vera viðstaddir leikinn gegn Sheffield United og félagið vonast til að geta tekið á móti fleiri áhorfendum eftir því sem líður á tímabilið.

Arsenal endaði í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en varð bikarmeistari. Þá vann Arsenal Liverpool í vítaspyrnukeppni í leiknum um Samfélagsskjöldinn á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Arsenal vann Samfélagsskjöldinn eftir vítakeppni

Leikurinn um Samfélagsskjöldinn markar upphaf tímabilsins á Englandi. Arsenal vann viðureignina við Liverpool í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×