Handbolti

Hólmgeirssynir báðir í Stjörnuna

Sindri Sverrisson skrifar
Einar og Björgvin Hólmgeirssynir ásamt þjálfara Stjörnunnar, Patreki Jóhannessyni.
Einar og Björgvin Hólmgeirssynir ásamt þjálfara Stjörnunnar, Patreki Jóhannessyni. MYND/STJARNAN

Handknattleikslið Stjörnunnar mun njóta krafta bræðranna Björgvins og Einars Hólmgeirssona næstu tvö árin.

Bræðurnir koma til Stjörnunnar frá sínu uppeldisfélagi ÍR sem hefur misst fjölda leikmanna og skipt um þjálfara frá síðustu leiktíð.

Björgvin mun leika með Stjörnunni en Einar verður aðstoðarþjálfari Patreks Jóhannessonar og einnig styrktarþjálfari. Björgvin, sem meðal annars var besti og markahæsti leikmaður Íslandsmótsins 2014-2015, skoraði 83 mörk í 20 leikjum fyrir ÍR á síðustu leiktíð.

Hólmgeirsbræður mættir á svæðið! Einar Friðrik Hólmgeirsson og Björgvin Þór Hólmgeirsson hafa gengið í Stjörnuna og...

Posted by Stjarnan Handbolti on Miðvikudagur, 2. september 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×