Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2020 15:35 Stuðningsmenn Alexei Navalny eru sannfærðir um að Vladimir Putin Rússlandsforseti hafi skipað að eitrað yrði fyrir andstæðingi hans. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. Eins og greint var frá í dag er það niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda að eitrað hafi verið fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok. Navalny var fluttur með flugi til Berlínar til læknismeðferðar eftir að hafa fyrst veikst um borð í flugi milli Tomsk og Moskvu í síðasta mánuði. Hann hefur verið í dái síðan. Reuters greinir frá því að saksóknarar í Rússlandi hafi óskað eftir því að dómsmálaráðuneyti Þýskalands láti þeim í té upplýsingar um niðurstöður eitureifnaprófana sem gerðar voru á Navalny í Þýskalandi. Þá vilja þeir einnig frá blóðsýni, hársýni, þvagsýni, naglasýni og munnvatnssýni úr Navalny send frá Þýskalandi til Rússlands. Saksóknarar heita því að farið verði með allar upplýsingar sem berist frá Þýskalandi sem trúnaðarmál og að þær verði aðeins nýttar við rannsókn málsins. Saksóknarar í Rússlandi hafa áður sagt að þeir telji enga þörf á því að rannsaka málið sem glæp þar sem engar vísbendingar hafi verið um að glæpur hafi verið framinn. Segjast þeir hafa rannsakað meira en 100 hluti í tengslum við málið, skoðað upptökur frá eftirlitsmyndavélum og pantað yfir tuttugu réttarmeinafræðilegar rannsóknir, án þess að neitt hafi bent til þess að glæpur hafi verið framin. Hinn 44 ára Navalny hefur verið einn helsti andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta og verið áberandi í baráttunni gegn spillingu í landinu. Starfslið Navalny segja ljóst að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi gefið fyrirskipun um að eitra fyrir Navalny, en Rússlandsstjórn hefur hafnað öllum slíkum ásökunum. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Sjá meira
Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. Eins og greint var frá í dag er það niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda að eitrað hafi verið fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok. Navalny var fluttur með flugi til Berlínar til læknismeðferðar eftir að hafa fyrst veikst um borð í flugi milli Tomsk og Moskvu í síðasta mánuði. Hann hefur verið í dái síðan. Reuters greinir frá því að saksóknarar í Rússlandi hafi óskað eftir því að dómsmálaráðuneyti Þýskalands láti þeim í té upplýsingar um niðurstöður eitureifnaprófana sem gerðar voru á Navalny í Þýskalandi. Þá vilja þeir einnig frá blóðsýni, hársýni, þvagsýni, naglasýni og munnvatnssýni úr Navalny send frá Þýskalandi til Rússlands. Saksóknarar heita því að farið verði með allar upplýsingar sem berist frá Þýskalandi sem trúnaðarmál og að þær verði aðeins nýttar við rannsókn málsins. Saksóknarar í Rússlandi hafa áður sagt að þeir telji enga þörf á því að rannsaka málið sem glæp þar sem engar vísbendingar hafi verið um að glæpur hafi verið framinn. Segjast þeir hafa rannsakað meira en 100 hluti í tengslum við málið, skoðað upptökur frá eftirlitsmyndavélum og pantað yfir tuttugu réttarmeinafræðilegar rannsóknir, án þess að neitt hafi bent til þess að glæpur hafi verið framin. Hinn 44 ára Navalny hefur verið einn helsti andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta og verið áberandi í baráttunni gegn spillingu í landinu. Starfslið Navalny segja ljóst að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi gefið fyrirskipun um að eitra fyrir Navalny, en Rússlandsstjórn hefur hafnað öllum slíkum ásökunum.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Sjá meira
Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57
Eitrað fyrir Navalny með taugaeitrinu Novichok Eitrað var fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny með taugaeitrinu Novichok. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra stjórnvalda. 2. september 2020 14:04
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50
Navalny meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir „eitrun“ Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. 20. ágúst 2020 06:28