Langflestir sáttir við sóttvarnaraðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2020 16:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á blaðamannafundi þar sem sóttvarnaraðgerðir voru kynntar. Í baksýn eru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Almenningur virðist almennt ánægður með sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem verið hafa í gildi undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Þá vilja fleiri harðari aðgerðir en vægari aðgerðir, bæði innanlands og á landamærum, en flestir eru sáttir við núverandi fyrirkomulag. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem birtar voru á Vísindavefnum í dag. Könnunin var lögð fyrir netpanel Félagsvísindastofnunar dagana 13. ágúst til 30. ágúst. Sendur var út spurningalisti á 500 einstaklinga á hverjum degi svo hægt væri að merkja mun á svörum milli daga ef einhver yrði. ágúst. Þátttakendur voru annars vegar spurðir um viðhorf til þeirra sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru innanlands og hins vegar um viðhorf til sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru á landamærum Íslands. Þátttakendur gátu svarað á þá leið að þeir vildu hertar aðgerðir, óbreyttar eða vægari aðgerðar. Samkvæmt könnuninni reyndist almenningur ánægður með þær aðgerðir sem settar voru um miðjan ágúst. Frá og með 19. ágúst hafa allir komufarþegar til landsins verið skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka er á landamærum og að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga fram að seinni sýnatöku. Þegar tímabilið í heild er skoðað kemur í ljós að um 13 prósent vilja vægari aðgerðir innanlands, 24 prósent harðari en meirihluti, tæp 63 prósent, vill óbreyttar aðgerðir. Um 13 prósent vilja vægari aðgerðir á landamærum, 34 prósent vilja harðari aðgerðir og rúmlega 50 prósent óbreyttar aðgerðir. „Þegar við biðjum almenning um að velja á milli harðari aðgerða á landamærum eða innanlands, þá vill langhæsta hlutfallið, eða tæp 67% harðari aðgerðir á landamærunum, í samanburði við tæp 18% sem kjósa slíkt innanlands og tæp 16% sem vilja ekki að aðgerðir séu hertar, hvorki á landamærum né innanlands,“ segir í niðurstöðu könnunarinnar. Þá birtist sama mynd þegar nýjustu niðurstöður eru skoðaðar sérstaklega. Þær gefi til kynna að mikill meirihluti svarenda, eða tveir af hverjum þremur, kjósi óbreyttar aðgerðir, hvort sem er á landamærum eða innanlands. Niðurstöðurnar eru settar fram á myndrænan hátt hér fyrir neðan. Mynd 1 sýnir afstöðu til aðgerða innanlands eftir dögum, og sjá má að viðhorfin hafa ekki breyst mikið yfir tímabilið. Þeir sem vilja vægari aðgerðir eru á bilinu 7-19%, harðari aðgerðir vilja 18-35% en stærsti hlutinn er sáttur við aðgerðir, eða frá 49 til 71%. Það er því alltaf um eða vel yfir helmingur landsmanna sem eru sáttir við aðgerðir innanlands. Mynd 1. Mynd 2 sýnir afstöðu til aðgerða á landamærunum eftir dögum, en þar má sjá að á bilinu 7-21% vilja vægari aðgerðir á landamærunum, 37-68% vilja óbreyttar aðgerðir, en 19-61% vilja hertari aðgerðir. „Þarna má sjá verulegan mun eftir dögum, sem væntanlega skýrist að því að svarendur um miðjan ágúst eru líklegir til að hafa í huga vægari aðgerðir sem voru í sumar og vildu sjá aðgerðir hertar. Þegar aðgerðir eru svo hertar 19. ágúst þá er meirihlutinn sáttur við þær aðgerðir,“ segir í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar. Mynd 2. Mynd 3 sýnir að á bilinu 56-78% Íslendinga vilja frekar herða aðgerðir á landamærunum, á meðan einungis 14-21% vilja frekar herða aðgerðir innanlands. Á bilinu 7-26% vilja ekki hertar aðgerðir. „Af þessu má draga þá ályktun að tiltölulega mikil sátt hafi ríkt á meðal Íslendinga varðandi hertar aðgerðir, að minnsta kosti fram til 30. ágúst.“ Mynd 3. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Fleiri fréttir Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Sjá meira
Almenningur virðist almennt ánægður með sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem verið hafa í gildi undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldursins. Þá vilja fleiri harðari aðgerðir en vægari aðgerðir, bæði innanlands og á landamærum, en flestir eru sáttir við núverandi fyrirkomulag. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem birtar voru á Vísindavefnum í dag. Könnunin var lögð fyrir netpanel Félagsvísindastofnunar dagana 13. ágúst til 30. ágúst. Sendur var út spurningalisti á 500 einstaklinga á hverjum degi svo hægt væri að merkja mun á svörum milli daga ef einhver yrði. ágúst. Þátttakendur voru annars vegar spurðir um viðhorf til þeirra sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru innanlands og hins vegar um viðhorf til sóttvarnaraðgerða sem í gildi eru á landamærum Íslands. Þátttakendur gátu svarað á þá leið að þeir vildu hertar aðgerðir, óbreyttar eða vægari aðgerðar. Samkvæmt könnuninni reyndist almenningur ánægður með þær aðgerðir sem settar voru um miðjan ágúst. Frá og með 19. ágúst hafa allir komufarþegar til landsins verið skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka er á landamærum og að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga fram að seinni sýnatöku. Þegar tímabilið í heild er skoðað kemur í ljós að um 13 prósent vilja vægari aðgerðir innanlands, 24 prósent harðari en meirihluti, tæp 63 prósent, vill óbreyttar aðgerðir. Um 13 prósent vilja vægari aðgerðir á landamærum, 34 prósent vilja harðari aðgerðir og rúmlega 50 prósent óbreyttar aðgerðir. „Þegar við biðjum almenning um að velja á milli harðari aðgerða á landamærum eða innanlands, þá vill langhæsta hlutfallið, eða tæp 67% harðari aðgerðir á landamærunum, í samanburði við tæp 18% sem kjósa slíkt innanlands og tæp 16% sem vilja ekki að aðgerðir séu hertar, hvorki á landamærum né innanlands,“ segir í niðurstöðu könnunarinnar. Þá birtist sama mynd þegar nýjustu niðurstöður eru skoðaðar sérstaklega. Þær gefi til kynna að mikill meirihluti svarenda, eða tveir af hverjum þremur, kjósi óbreyttar aðgerðir, hvort sem er á landamærum eða innanlands. Niðurstöðurnar eru settar fram á myndrænan hátt hér fyrir neðan. Mynd 1 sýnir afstöðu til aðgerða innanlands eftir dögum, og sjá má að viðhorfin hafa ekki breyst mikið yfir tímabilið. Þeir sem vilja vægari aðgerðir eru á bilinu 7-19%, harðari aðgerðir vilja 18-35% en stærsti hlutinn er sáttur við aðgerðir, eða frá 49 til 71%. Það er því alltaf um eða vel yfir helmingur landsmanna sem eru sáttir við aðgerðir innanlands. Mynd 1. Mynd 2 sýnir afstöðu til aðgerða á landamærunum eftir dögum, en þar má sjá að á bilinu 7-21% vilja vægari aðgerðir á landamærunum, 37-68% vilja óbreyttar aðgerðir, en 19-61% vilja hertari aðgerðir. „Þarna má sjá verulegan mun eftir dögum, sem væntanlega skýrist að því að svarendur um miðjan ágúst eru líklegir til að hafa í huga vægari aðgerðir sem voru í sumar og vildu sjá aðgerðir hertar. Þegar aðgerðir eru svo hertar 19. ágúst þá er meirihlutinn sáttur við þær aðgerðir,“ segir í niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar. Mynd 2. Mynd 3 sýnir að á bilinu 56-78% Íslendinga vilja frekar herða aðgerðir á landamærunum, á meðan einungis 14-21% vilja frekar herða aðgerðir innanlands. Á bilinu 7-26% vilja ekki hertar aðgerðir. „Af þessu má draga þá ályktun að tiltölulega mikil sátt hafi ríkt á meðal Íslendinga varðandi hertar aðgerðir, að minnsta kosti fram til 30. ágúst.“ Mynd 3.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Fleiri fréttir Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Sjá meira