Bíó og sjónvarp

Harry og Meg­han gera lang­tíma­samning við Net­flix

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Harry og Meghan á góðri stundu.
Harry og Meghan á góðri stundu. Chris Jackson/Getty Images

Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, hafa gert samning við streymisveituna Netflix um framleiðslu á ýmsu efni. Þau kunna að koma fram í einhverjum þeirra þátta eða kvikmynda sem samningurinn nær til.

„Útgangspunktur okkar verður að skapa efni sem fræðir, en veitir einnig von,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir hjónunum. Þá sögðu þau að sem foreldrum þætti þeim mikilvægt að búa til andlega hvetjandi og fjölskylduvænt efni.

BBC hefur þá eftir Ted Sarandos, öðrum forstjóra Netflix, að hann væri stoltur af því að hjónin hefðu ákveðið að gera Netflix að „heimili sköpunargáfu þeirra.“

Samningurinn, sem gildir til nokkurra ára, nær yfir framleiðslu heimildamynda og -þátta, leikinna kvikmynda og þátta, auk barnaefnis.

Fyrir um hálfu ári sögðu þau Harry og Meghan sig frá konunglegum skyldum sínum og fluttust til Kaliforníu til þess að komast undan smásjá bresku pressunnar, sem margir telja að hafi fjallað á óvæginn og ósanngjarnan hátt um Meghan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.