„Gylfi er alltof góður til að fara til Bandaríkjanna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2020 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson er að hefja sitt fjórða tímabil hjá Everton. getty/Richard Sellers Bjarni Guðjónsson segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé alltof góður fyrir MLS-deildina í Bandaríkjunum. Líklegt er að Everton fái þrjá miðjumenn til sín áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst sem þrengir stöðu Gylfa hjá liðinu. James Rodríguez er við það að ganga í raðir Everton og líklegt þykir að Allan og Abdoulaye Doucouré fari einnig til bláa liðsins í Bítlaborginni. „Sögurnar sem maður heyrir frá Everton eru að þeir eru að reyna að manna miðjuna betur og fjölga miðjumönnum í hópnum. Staðan hjá Gylfa í fyrra var kannski ekki alveg orðin eins og við höfðum vonast eftir þannig að það er ljóst að samkeppnin er mikil og er að aukast hjá honum,“ sagði Bjarni í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Gylfi hefur m.a. verið orðaður við D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Bjarni segir alltof snemmt fyrir Gylfa að fara til Bandaríkjanna núna. „Mitt mat er að hann er alltof góður til að fara til Bandaríkjanna. Eins og sagan hans [Waynes] Rooney þegar hann fór þangað yfir, spilaði þarna í tvö ár áður en hann fór til Derby til að fá aftur meiri kraft í leikinn sinn. Það var greinilegt að hann saknaði ákefðarinnar og ástríðunnar sem er í Englandi. Það kæmi mér á óvart ef Gylfi færi til Bandaríkjanna núna,“ sagði Bjarni. Gylfi er á meðal þeirra leikmanna sem gáfu ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Bjarni skilur afstöðu Gylfa en segir að hann hefði ekki átt að þurfa að taka þessa ákvörðun sjálfur. „Mér finnst pínu erfitt að setja þessa stráka í þessar aðstæður. Þeir eru að keppast um að vera í sínum liðum úti í stórum og sterkum deildum þannig ég skil þá. En mér finnst að ákvörðunin eigi að vera hjá Knattspyrnusambandinu,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni um stöðu Gylfa hjá Everton Enski boltinn Tengdar fréttir Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni James Rodriguez mun skrifa undir hjá Everton á morgun samkvæmt heimildum BBC. Þá eru miðjumennirnir Abdoulaye Doucoure og Allan einnig á leiðinni. 2. september 2020 21:00 Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Bjarni Guðjónsson segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé alltof góður fyrir MLS-deildina í Bandaríkjunum. Líklegt er að Everton fái þrjá miðjumenn til sín áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst sem þrengir stöðu Gylfa hjá liðinu. James Rodríguez er við það að ganga í raðir Everton og líklegt þykir að Allan og Abdoulaye Doucouré fari einnig til bláa liðsins í Bítlaborginni. „Sögurnar sem maður heyrir frá Everton eru að þeir eru að reyna að manna miðjuna betur og fjölga miðjumönnum í hópnum. Staðan hjá Gylfa í fyrra var kannski ekki alveg orðin eins og við höfðum vonast eftir þannig að það er ljóst að samkeppnin er mikil og er að aukast hjá honum,“ sagði Bjarni í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Gylfi hefur m.a. verið orðaður við D.C. United í bandarísku MLS-deildinni. Bjarni segir alltof snemmt fyrir Gylfa að fara til Bandaríkjanna núna. „Mitt mat er að hann er alltof góður til að fara til Bandaríkjanna. Eins og sagan hans [Waynes] Rooney þegar hann fór þangað yfir, spilaði þarna í tvö ár áður en hann fór til Derby til að fá aftur meiri kraft í leikinn sinn. Það var greinilegt að hann saknaði ákefðarinnar og ástríðunnar sem er í Englandi. Það kæmi mér á óvart ef Gylfi færi til Bandaríkjanna núna,“ sagði Bjarni. Gylfi er á meðal þeirra leikmanna sem gáfu ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Bjarni skilur afstöðu Gylfa en segir að hann hefði ekki átt að þurfa að taka þessa ákvörðun sjálfur. „Mér finnst pínu erfitt að setja þessa stráka í þessar aðstæður. Þeir eru að keppast um að vera í sínum liðum úti í stórum og sterkum deildum þannig ég skil þá. En mér finnst að ákvörðunin eigi að vera hjá Knattspyrnusambandinu,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni um stöðu Gylfa hjá Everton
Enski boltinn Tengdar fréttir Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni James Rodriguez mun skrifa undir hjá Everton á morgun samkvæmt heimildum BBC. Þá eru miðjumennirnir Abdoulaye Doucoure og Allan einnig á leiðinni. 2. september 2020 21:00 Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30 „Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46 Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51 Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Rodriguez skrifar undir hjá Everton á morgun | Doucoure og Allan á leiðinni James Rodriguez mun skrifa undir hjá Everton á morgun samkvæmt heimildum BBC. Þá eru miðjumennirnir Abdoulaye Doucoure og Allan einnig á leiðinni. 2. september 2020 21:00
Gylfi Þór orðaður við lið í Bandaríkjunum | Rodriguez að skrifa undir Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við DC United sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Everton er í þann mund að ganga frá kaupum á James Rodriguez. Þá er Gonzalo Higuaín einnig orðaður við DC United. 1. september 2020 21:30
„Ekki ánægður með ákvörðun þeirra“ Landsliðsþjálfarinn kveðst ekki ánægður með þá ákvörðun Gylfa Þórs Sigurðssonar, Jóhanns Berg Guðmundssonar og Alfreðs Finnbogasonar að gefa ekki kost á sér í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu. 28. ágúst 2020 14:46
Hamrén vildi ekki neyða Gylfa, Alfreð og Jóhann Berg til að spila Það vantar sex fastamenn í íslenska landsliðið á móti Englandi og Belgíu en aðeins þrír þeirra hafa afsökun. Hinir þrír vildu ekki koma í leikina. 28. ágúst 2020 13:51
Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Bæði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða fjarverandi þegar Ísland fær England í heimsókn á Laugardalsvöllinn í byrjun september. 28. ágúst 2020 13:15
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti