Draumur gæti ræst hjá unga Man. City manninum í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 10:30 Phil Foden er búinn að ná sér í talsverða reynslu í stórum leikjum með Manchester City liðinu. EPA-EFE/Shaun Botterill Phil Foden er í enska landsliðshópnum sem á leiðinni til Íslands og getur því möguleika spilað sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur. Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi hinn tvítuga Phil Foden í landsliðshópinn í fyrsta skiptið fyrir Þjóðadeildarleikina á móti Íslandi og Danmörku. Phil Foden hefur fengið mikið lof frá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, undanfarin ár en spænski stjórinn hefur jafnframt passað mikið upp á strákinn. „Ég er eiginlega ekki búinn að átta mig á þessu ennþá,“ sagði Phil Foden um landsliðssætið en BBC segir frá. Phil Foden says he will be realising the dream "of every kid on the estate" if he makes his England debut this week https://t.co/1YcxhnoI34 #mcfc pic.twitter.com/KwHmZIoSCP— BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2020 „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins,“ sagði Phil Foden. „Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Phil Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess,“ sagði Phil Foden. Þetta yrði ekki fyrsti leikur hans á Laugardalsvelli því hann spilaði þar með liði Manchester City á móti West Ham í æfingaleik fyrir 2017-18 tímabilið. Leikurinn fór fram 4. ágúst 2017 og City vann leikinn 3-0 með mörkum frá Gabriel Jesus, Sergio Aguero og Raheem Sterling. Phil Foden spilaði vel með Manchester City liðinu á síðasta tímabil og skoraði 8 mörk í 38 leikjum af miðjunni. Hann var í byrjunarliðinu í úrslitaleik deildabikarsins á móti Aston Villa sem og í leiknum mikilvæga á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. "Pep s a believer that whoever trains well, he'll pick. I m going to prepare myself I d love to be a key player." Phil Foden has an England call-up but his focus is on establishing himself in the Man City side in David Silva's absencehttps://t.co/P3FLnhP2og #MCFC— FourFourTwo (@FourFourTwo) August 25, 2020 „Ég spilaði nokkra stóra leiki á þessu áru eins og bikarúrslitaleiki og stóra leiki í Meistaradeildinni. Það eru leikir sem allir vilja spila í. Stundum er það erfitt fyrir unga leikmenn að spila slíka leiki en Pep hefur verið þolinmóður með mig og spilað mér á réttum tímum,“ sagði Phil Foden. „Ég er búinn að læra mikið og er tilbúinn í að taka þetta skref,“ sagði Phil Foden. Phil Foden hefur alls spilað 51 leik fyrir yngri landslið Englendinga og skorað í þeim 19 mörk. Hann er búinn að spila 74 leiki fyrir Manchester City á undanförnum þremur tímabilum en fyrsta tækifærið í Meistaradeildinni með City fékk Foden þegar hann var aðeins 17 ára og 177 daga gamall. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Phil Foden er í enska landsliðshópnum sem á leiðinni til Íslands og getur því möguleika spilað sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur. Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi hinn tvítuga Phil Foden í landsliðshópinn í fyrsta skiptið fyrir Þjóðadeildarleikina á móti Íslandi og Danmörku. Phil Foden hefur fengið mikið lof frá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, undanfarin ár en spænski stjórinn hefur jafnframt passað mikið upp á strákinn. „Ég er eiginlega ekki búinn að átta mig á þessu ennþá,“ sagði Phil Foden um landsliðssætið en BBC segir frá. Phil Foden says he will be realising the dream "of every kid on the estate" if he makes his England debut this week https://t.co/1YcxhnoI34 #mcfc pic.twitter.com/KwHmZIoSCP— BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2020 „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins,“ sagði Phil Foden. „Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Phil Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess,“ sagði Phil Foden. Þetta yrði ekki fyrsti leikur hans á Laugardalsvelli því hann spilaði þar með liði Manchester City á móti West Ham í æfingaleik fyrir 2017-18 tímabilið. Leikurinn fór fram 4. ágúst 2017 og City vann leikinn 3-0 með mörkum frá Gabriel Jesus, Sergio Aguero og Raheem Sterling. Phil Foden spilaði vel með Manchester City liðinu á síðasta tímabil og skoraði 8 mörk í 38 leikjum af miðjunni. Hann var í byrjunarliðinu í úrslitaleik deildabikarsins á móti Aston Villa sem og í leiknum mikilvæga á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. "Pep s a believer that whoever trains well, he'll pick. I m going to prepare myself I d love to be a key player." Phil Foden has an England call-up but his focus is on establishing himself in the Man City side in David Silva's absencehttps://t.co/P3FLnhP2og #MCFC— FourFourTwo (@FourFourTwo) August 25, 2020 „Ég spilaði nokkra stóra leiki á þessu áru eins og bikarúrslitaleiki og stóra leiki í Meistaradeildinni. Það eru leikir sem allir vilja spila í. Stundum er það erfitt fyrir unga leikmenn að spila slíka leiki en Pep hefur verið þolinmóður með mig og spilað mér á réttum tímum,“ sagði Phil Foden. „Ég er búinn að læra mikið og er tilbúinn í að taka þetta skref,“ sagði Phil Foden. Phil Foden hefur alls spilað 51 leik fyrir yngri landslið Englendinga og skorað í þeim 19 mörk. Hann er búinn að spila 74 leiki fyrir Manchester City á undanförnum þremur tímabilum en fyrsta tækifærið í Meistaradeildinni með City fékk Foden þegar hann var aðeins 17 ára og 177 daga gamall. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira