Leggja fram nýjar tillögur og krefjast tafarlausra aðgerða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2020 11:54 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kynnti tillögurnar á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun. Viðreisn Ráðast þarf í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir tafarlaust til þess að lágmarka þann skaða sem heimsfaraldur kórónuveiru mun hafa í för með sér, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Flokkurinn boðaði í morgun til fjölmiðlafundar um stöðu efnahagsmála um lagði fram tillögur um þær aðgerðir sem hann telur að ráðast þurfi í. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist allt of seint við. „Við erum að benda á að það er dýrkeypt að bíða. Það þarf að taka ákvörðun núna um meðal annars að styrkja fyrirtækin, lækka tryggingargjald, það þarf að taka utan um fólkið með því að veita því svigrúm til þess að komast af, lifa af næstu tólf mánuði,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að vandinn sé tímabundinn og að þar af leiðandi verði ákvarðanir og aðgerðir að miðast við það. „Núna er kreppan, núna er þetta mikla högg sem ríður yfir samfélagið og það mun aukast núna á næstunni. Og þá þurfum við að taka utan um fólkið sem er núna atvinnulaust og þau fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum til þess að við getum komist af yfir þetta tímabil,“ segir hún. Mikilvægt sé að veita bæði fólki og fyrirtækjum skjól. „Atvinnuleysið er núna. Við erum með 10 prósent atvinnuleysi væntanlega núna við lok þessa mánaðar. Við erum að sjá fram á fleiri gjaldþrot, meiri stöðvun fyrirtækja. Fólk mun og er að missa vinnuna. Ráðstöfunartekjur heimilanna eru að minnka. Eftirspurnin í hagkerfinu mun detta niður. Við þurfum að halda hagkerfinu núna á næstu tólf mánuðum gangandi. Þetta er það sem Seðlabankar um allan heim eru að benda á. Ef það verður ekki brugðist við núna þá verður vandinn og þetta erfiða viðfangsefni að langvarandi vanda, en ekki skammtíma eins og okkar tillögur bera með sér.“ Allt kapp verði lagt á að tryggja ráðstöfunartekjur fólks, meðal annars með því að lengja tekjutengingu atvinnuleysisbóta úr sex mánuðum í tólf mánuði. Þá muni tillögurnar auka sveigjanleika fyrirtækja í landinu. Horfa má á fund Viðreisnar frá því í morgun í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Ráðast þarf í umfangsmiklar efnahagsaðgerðir tafarlaust til þess að lágmarka þann skaða sem heimsfaraldur kórónuveiru mun hafa í för með sér, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Flokkurinn boðaði í morgun til fjölmiðlafundar um stöðu efnahagsmála um lagði fram tillögur um þær aðgerðir sem hann telur að ráðast þurfi í. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist allt of seint við. „Við erum að benda á að það er dýrkeypt að bíða. Það þarf að taka ákvörðun núna um meðal annars að styrkja fyrirtækin, lækka tryggingargjald, það þarf að taka utan um fólkið með því að veita því svigrúm til þess að komast af, lifa af næstu tólf mánuði,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að gert sé ráð fyrir að vandinn sé tímabundinn og að þar af leiðandi verði ákvarðanir og aðgerðir að miðast við það. „Núna er kreppan, núna er þetta mikla högg sem ríður yfir samfélagið og það mun aukast núna á næstunni. Og þá þurfum við að taka utan um fólkið sem er núna atvinnulaust og þau fyrirtæki sem eiga í erfiðleikum til þess að við getum komist af yfir þetta tímabil,“ segir hún. Mikilvægt sé að veita bæði fólki og fyrirtækjum skjól. „Atvinnuleysið er núna. Við erum með 10 prósent atvinnuleysi væntanlega núna við lok þessa mánaðar. Við erum að sjá fram á fleiri gjaldþrot, meiri stöðvun fyrirtækja. Fólk mun og er að missa vinnuna. Ráðstöfunartekjur heimilanna eru að minnka. Eftirspurnin í hagkerfinu mun detta niður. Við þurfum að halda hagkerfinu núna á næstu tólf mánuðum gangandi. Þetta er það sem Seðlabankar um allan heim eru að benda á. Ef það verður ekki brugðist við núna þá verður vandinn og þetta erfiða viðfangsefni að langvarandi vanda, en ekki skammtíma eins og okkar tillögur bera með sér.“ Allt kapp verði lagt á að tryggja ráðstöfunartekjur fólks, meðal annars með því að lengja tekjutengingu atvinnuleysisbóta úr sex mánuðum í tólf mánuði. Þá muni tillögurnar auka sveigjanleika fyrirtækja í landinu. Horfa má á fund Viðreisnar frá því í morgun í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Viðreisn Efnahagsmál Tengdar fréttir Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08 Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Gæti tekið ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum Á hálfu ári hafa heildarskuldir ríkissjóðs aukist um 254 milljarða króna vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, telur að þrátt að hagvöxtur verði á næsta ári muni það taka ríkissjóð hátt í fjögur ár að rétta úr kútnum. Skuldastaða ríkissjóðs í dag er svipuð eða jafnvel betri en Seðlabankastjóri hafði gert ráð fyrir í upphafi þrátt fyrir miklar fjárhæðir. 13. ágúst 2020 12:08
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
„Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00