Þvertaka fyrir að hafa eitrað fyrir Navalny Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 13:28 Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Dmitry Peskov, talsmaður hans. EPA/YURI KOCHETKOV Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. Það er taugaeitur sem þróað var á tímum Sovétríkjanna og er skilgreint sem efnavopn. Það var meðal annars notað til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal, sem Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur kallað svikara og drullusokk. Yfirvöld í Þýskalandi lýstu því yfir í gær að Novichok hefði greinst í Navalny. Hann hafði fallið í yfirlið í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans grunaði fljótt að eitrað hefði verið fyrir honum og reyndu að flytja hann til Þýskalands. Því var hafnað af læknum sjúkrahússins í borginni Omsk og röktu aðstandendur hans þá höfnun til Kreml. Þau sögðu markmiðið að tefja flutning hans og reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að greina ummerki eitrunar í blóði hans. Navalny er enn í dái en læknar segja ástand hans hafa skánað til muna. Ekki er hægt að segja til um mögulega langvarandi áhrif eitrunarinnar. Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að sérfræðingar þýska hersins hefðu staðfest að eitrað hefði verið fyrir Navalny með Novichok. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að ríkisstjórn Rússlands hefði ekki eitrað fyrir Navalny. Varaði hann önnur ríki við því að stökkva að ályktunum. Ræða þvinganir gegn Rússum Ráðamenn vestrænna ríkja hafa rætt að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna eitrunarinnar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar orðið fyrir þrýstingi um að endurskoða ákvörðun sína varðandi Nord Stream 2 gasleiðsluna sem á að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Í leiðara í Bild segir til að mynda að með því að byggja leiðsluna séu Þjóðverjar svo gott sem að fjármagna næstu eitrun Pútín. Peskov segir að ekkert til efni sé til þess að íhuga refsiaðgerðir vegna þess að rússar hafi ekkert gert, eins og hann segir sjálfur. Peskov sagðist ekki átta sig á því hver ætti að hagnast á því að eitra fyrir Navalny. Vinsældir Pútín hafa þó farið dvínandi í Rússlandi, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Navalny hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og hann hafði þar að auki varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Fernando Arias, yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) segir að rannsaka þurfi eitrun Navalny af gaumgæfni. Um notkun efnavopns sé að ræða og það hafi verið fordæmt af samningnum um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, sem Ísland er aðili að, auk flestra annarra ríkja heimsins. Þar á meðal Rússlands. Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Ríkisstjórn Rússlands þvertekur fyrir að bera á nokkurn hátt ábyrgð á því að eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, einum helsta stjórnarandstæðingi Rússlands, með taugaeitrinu Novichok. Það er taugaeitur sem þróað var á tímum Sovétríkjanna og er skilgreint sem efnavopn. Það var meðal annars notað til að eitra fyrir rússneska njósnaranum Sergei Skripal, sem Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur kallað svikara og drullusokk. Yfirvöld í Þýskalandi lýstu því yfir í gær að Novichok hefði greinst í Navalny. Hann hafði fallið í yfirlið í flugi frá Síberíu til Moskvu þann 20. ágúst. Aðstandendur hans grunaði fljótt að eitrað hefði verið fyrir honum og reyndu að flytja hann til Þýskalands. Því var hafnað af læknum sjúkrahússins í borginni Omsk og röktu aðstandendur hans þá höfnun til Kreml. Þau sögðu markmiðið að tefja flutning hans og reyna að koma í veg fyrir að hægt væri að greina ummerki eitrunar í blóði hans. Navalny er enn í dái en læknar segja ástand hans hafa skánað til muna. Ekki er hægt að segja til um mögulega langvarandi áhrif eitrunarinnar. Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að sérfræðingar þýska hersins hefðu staðfest að eitrað hefði verið fyrir Navalny með Novichok. Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að ríkisstjórn Rússlands hefði ekki eitrað fyrir Navalny. Varaði hann önnur ríki við því að stökkva að ályktunum. Ræða þvinganir gegn Rússum Ráðamenn vestrænna ríkja hafa rætt að beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna eitrunarinnar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar orðið fyrir þrýstingi um að endurskoða ákvörðun sína varðandi Nord Stream 2 gasleiðsluna sem á að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. Í leiðara í Bild segir til að mynda að með því að byggja leiðsluna séu Þjóðverjar svo gott sem að fjármagna næstu eitrun Pútín. Peskov segir að ekkert til efni sé til þess að íhuga refsiaðgerðir vegna þess að rússar hafi ekkert gert, eins og hann segir sjálfur. Peskov sagðist ekki átta sig á því hver ætti að hagnast á því að eitra fyrir Navalny. Vinsældir Pútín hafa þó farið dvínandi í Rússlandi, sé mið tekið af skoðanakönnunum. Navalny hefur verið í forsvari fyrir stjórnarandstöðuna í Rússlandi og hann hafði þar að auki varið miklum tíma og orku í að rannsaka spillingu embættismanna. Fernando Arias, yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) segir að rannsaka þurfi eitrun Navalny af gaumgæfni. Um notkun efnavopns sé að ræða og það hafi verið fordæmt af samningnum um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra, sem Ísland er aðili að, auk flestra annarra ríkja heimsins. Þar á meðal Rússlands.
Rússland Þýskaland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27 Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35 Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57 Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Fleiri fréttir Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Sjá meira
Hvetur Rússa til að vera samvinnuþýða í máli Navalní Óháð alþjóðleg rannsókn þarf að fara fram á hvernig eitrað var fyrir Alexei Navalní, einum leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkisráðherra. 2. september 2020 18:27
Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi. 2. september 2020 15:35
Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Rússneskir saksóknarar segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. 27. ágúst 2020 13:57
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50