Gefur lítið fyrir gagnrýni um yfirgengilegar aðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. september 2020 15:50 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sést hér fyrir miðju á upplýsingafundi almannavarna í dag. Með honum eru Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Lögreglan Sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir gagnrýni þess efnis að aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins séu langt umfram tilefni. Það sé einmitt aðgerðunum að þakka að staðan sé jafngóð og raun ber vitni. Talsvert hefur borið á gagnrýni á hendur stjórnvöldum undanfarnar vikur vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til. Þannig hefur verið gefið í skyn að aðgerðirnar, til að mynda sóttkví við komu til landsins, séu mun harðari en staða faraldursins gefi tilefni til. Þessari skoðun lýsti til að mynda Hörður Ágústsson, ritstjóri Markaðarins í Fréttablaðinu, í leiðara í lok síðustu viku. „Myndin er ekki beint glæsileg. Við stöndum frammi fyrir verstu efnahagskreppu í hundrað ár og útlit fyrir að skuldir hins opinbera aukist um 850 milljarða. Þetta eru afleiðingar af hörðum sóttvarnaaðgerðum, sem standa óhaggaðar þrátt fyrir fá smit, hverfandi innlagnir á sjúkrahús og engin dauðsföll, og mun, samkvæmt nýrri spá Seðlabankans, valda um sjö prósenta efnahagssamdrætti í ár og yfir tíu prósenta atvinnuleysi,“ skrifaði Hörður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir viðbrögðum við gagnrýni af þessu tagi á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Hann benti á að hér á landi greindust nú fáir með veiruna einmitt vegna aðgerða stjórnvalda. „Við erum með fá smit og lítið vandamál hér út af þessum aðgerðum sem við höfum gripið til. Það er ástæðan. Við erum að sjá aukna útbreiðslu og aukin vandamál í mörgum löndum, mörgum svæðum, þar sem er verið að grípa til harðari aðgerða en áður, það má ekki gleyma því,“ sagði Þórólfur. Hann kvaðst oft grípa til „bólusetningardæmisins“ í tengslum við þetta. „Við erum ekki að sjá neina bólusetningarsjúkdóma, af hverju erum við þá að bólusetja?“ spurði Þórólfur. Þá ítrekaði hann að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar í tilslökunum. „Hvar liggur hættan á því að við fáum annan faraldur? Og það er í mínum huga algjörlega ljóst að hún er sú að við fáum mikið af veiru inn erlendis frá. Þannig að menn þurfa að finna jafnvægi á milli þess að gera of mikið og gera of lítið. Það er kúnstin og það eru þartilbær stjórnvöld sem verða að leggja mat á það. Við gætum gripið til miklu harðari aðgerða, við gætum lokað allri traffík en það er ekki gert.“ Þá virðist sem að Íslendingar séu almennt sáttir við sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda, þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir, ef marka má niðurstöður könnunar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sem birtar voru í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir gagnrýni þess efnis að aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins séu langt umfram tilefni. Það sé einmitt aðgerðunum að þakka að staðan sé jafngóð og raun ber vitni. Talsvert hefur borið á gagnrýni á hendur stjórnvöldum undanfarnar vikur vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til. Þannig hefur verið gefið í skyn að aðgerðirnar, til að mynda sóttkví við komu til landsins, séu mun harðari en staða faraldursins gefi tilefni til. Þessari skoðun lýsti til að mynda Hörður Ágústsson, ritstjóri Markaðarins í Fréttablaðinu, í leiðara í lok síðustu viku. „Myndin er ekki beint glæsileg. Við stöndum frammi fyrir verstu efnahagskreppu í hundrað ár og útlit fyrir að skuldir hins opinbera aukist um 850 milljarða. Þetta eru afleiðingar af hörðum sóttvarnaaðgerðum, sem standa óhaggaðar þrátt fyrir fá smit, hverfandi innlagnir á sjúkrahús og engin dauðsföll, og mun, samkvæmt nýrri spá Seðlabankans, valda um sjö prósenta efnahagssamdrætti í ár og yfir tíu prósenta atvinnuleysi,“ skrifaði Hörður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir viðbrögðum við gagnrýni af þessu tagi á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Hann benti á að hér á landi greindust nú fáir með veiruna einmitt vegna aðgerða stjórnvalda. „Við erum með fá smit og lítið vandamál hér út af þessum aðgerðum sem við höfum gripið til. Það er ástæðan. Við erum að sjá aukna útbreiðslu og aukin vandamál í mörgum löndum, mörgum svæðum, þar sem er verið að grípa til harðari aðgerða en áður, það má ekki gleyma því,“ sagði Þórólfur. Hann kvaðst oft grípa til „bólusetningardæmisins“ í tengslum við þetta. „Við erum ekki að sjá neina bólusetningarsjúkdóma, af hverju erum við þá að bólusetja?“ spurði Þórólfur. Þá ítrekaði hann að mikilvægt væri að stíga varlega til jarðar í tilslökunum. „Hvar liggur hættan á því að við fáum annan faraldur? Og það er í mínum huga algjörlega ljóst að hún er sú að við fáum mikið af veiru inn erlendis frá. Þannig að menn þurfa að finna jafnvægi á milli þess að gera of mikið og gera of lítið. Það er kúnstin og það eru þartilbær stjórnvöld sem verða að leggja mat á það. Við gætum gripið til miklu harðari aðgerða, við gætum lokað allri traffík en það er ekki gert.“ Þá virðist sem að Íslendingar séu almennt sáttir við sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda, þrátt fyrir háværar gagnrýnisraddir, ef marka má niðurstöður könnunar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sem birtar voru í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07 Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48 Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Fleiri fréttir Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Sjá meira
Fjögur ný innanlandssmit Alls greindust fjórir með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn. Tveir voru í sóttkví. 3. september 2020 11:07
Á ekki von á grundvallarbreytingum á landamærum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á ekki von á því að hann leggi til einhvers konar grundvallarbreytingar á fyrirkomulagi landamæraskimuna og sóttvarna í tengslum við það 3. september 2020 14:48
Eins metra regla fyrir alla og 200 megi koma saman Sóttvarnalæknir hefur lagt það til við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns verði hækkuð úr hundrað manns upp í tvö hundruð frá og með 7. september næstkomandi, fyrr en áætlað var. 3. september 2020 14:13