„Hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2020 17:31 Skotveiðimaðurinn sem var hætt kominn eftir að hafa fest sig í leðju í Sandvatni á Haukadalsheiði í nótt segir það hafa verið hræðilegt að verða jafn bjargarlaus og raun bar vitni. Hann segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi honum ekki með nokkru móti náð að losa sig og þakkar björgunarsveitum fyrir að hafa komið sér til bjargar. „Atvik sem þetta minnir mann á að hætturnar leynast víða sama hversu vel undirbúinn maður er. Sem betur fer var ég ekki einn á ferð og vorum við tveir með fullhlaðna síma, en það var heppni að símasamband var á staðnum,“ segir maðurinn, sem vill ekki láta nafn síns getið. Skórnir sem maðurinn var í. „Þetta var eitthvað annað“ „Það er hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni og vera algjörlega bjargarlaus. Þeir sem þekkja til vita að botninn í Sandvatni er leðjukenndur en þetta var eitthvað annað,“ bætir hann við, en hátt í þrjátíu björgunarsveitarmenn auk Landhelgisgæslunnar tóku þátt í að losa manninn úr leðjunni. Aðgerðirnar tóku hátt í þrjár klukkustundir. „Ég steig í holu fulla af leir sem að varð við það eins og steypuklumpur utanum vöðluskóinn. Ég var fastur, gat ekki farið úr vöðlunum og var mikið vatn komið inná mig þar sem ég reyndi að teygja mig niður og klóra mig útúr aðstæðum. Það hafði lítið uppá sig og því ekkert annað í stöðunni en að kalla eftir aðstoð. Það verður að teljast þvílík gæfa og forréttindi að eiga jafn öflugar björgunarsveitir og viðbragðsaðila, sem stóðu sig öll eins og hetjur.“ Manninn sakaði ekki en hann var þó orðinn kaldur og þreyttur. Hann ítrekar þakkir sínar í garð björgunarfólks, sem hafi sýnt mikla fagmennsku í erfiðum aðstæðum. Með vatnsyfirborðið upp á höku klukkutímunum saman Guðmundur R. Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, var einn þeirra sem tók þátt í aðgerðunum. Hann segir að um hafi verið að ræða krefjandi, og raunar afar hættulegar aðstæður. „Við vorum kölluð út vegna strandaglóps – en það kom í ljós að maðurinn var ekki bara strandaglópur heldur fastur í leðju. Þegar við komum á staðinn voru björgunarsveitarmenn með slöngubáta og mannskap og byrjaðir að reyna að grafa hann upp. Hann var í rauninni bara fastur fyrir neðan ökkla og í jökulleir sem var búinn að setjast fast að fætinum og bara eins og steypa,“ segir Guðmundur. „Þetta var svolítið krefjandi. Maður þurfti að vera á hnjánum með vatnsyfirborðið upp á höku, að róta frá bæði með skóflum og fingrunum og menn voru búnir að vinna sig í gegnum nokkra vettlinga til að róta í sandinum.“ Aðspurður segir Guðmundur að björgunarfólki líði ágætlega í svona aðstæðum, enda þrautþjálfað og vant erfiðum aðstæðum. „Við erum þjálfuð til þess að gera það sem maður þarf að gera þannig að í sjálfu sér líður manni bara vel. Maður er kannski pínu stressaður yfir velferð skjólstæðingsins. Það var greinilegt að honum leið illa, enda búinn að vera fastur lengi.“ Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í aðgerðunum í dag.Vísir/Stöð 2 Landhelgisgæslan Bláskógabyggð Tengdar fréttir Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Skotveiðimaðurinn sem var hætt kominn eftir að hafa fest sig í leðju í Sandvatni á Haukadalsheiði í nótt segir það hafa verið hræðilegt að verða jafn bjargarlaus og raun bar vitni. Hann segir að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi honum ekki með nokkru móti náð að losa sig og þakkar björgunarsveitum fyrir að hafa komið sér til bjargar. „Atvik sem þetta minnir mann á að hætturnar leynast víða sama hversu vel undirbúinn maður er. Sem betur fer var ég ekki einn á ferð og vorum við tveir með fullhlaðna síma, en það var heppni að símasamband var á staðnum,“ segir maðurinn, sem vill ekki láta nafn síns getið. Skórnir sem maðurinn var í. „Þetta var eitthvað annað“ „Það er hræðileg tilfinning að vera fastur úti í vatni og vera algjörlega bjargarlaus. Þeir sem þekkja til vita að botninn í Sandvatni er leðjukenndur en þetta var eitthvað annað,“ bætir hann við, en hátt í þrjátíu björgunarsveitarmenn auk Landhelgisgæslunnar tóku þátt í að losa manninn úr leðjunni. Aðgerðirnar tóku hátt í þrjár klukkustundir. „Ég steig í holu fulla af leir sem að varð við það eins og steypuklumpur utanum vöðluskóinn. Ég var fastur, gat ekki farið úr vöðlunum og var mikið vatn komið inná mig þar sem ég reyndi að teygja mig niður og klóra mig útúr aðstæðum. Það hafði lítið uppá sig og því ekkert annað í stöðunni en að kalla eftir aðstoð. Það verður að teljast þvílík gæfa og forréttindi að eiga jafn öflugar björgunarsveitir og viðbragðsaðila, sem stóðu sig öll eins og hetjur.“ Manninn sakaði ekki en hann var þó orðinn kaldur og þreyttur. Hann ítrekar þakkir sínar í garð björgunarfólks, sem hafi sýnt mikla fagmennsku í erfiðum aðstæðum. Með vatnsyfirborðið upp á höku klukkutímunum saman Guðmundur R. Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, var einn þeirra sem tók þátt í aðgerðunum. Hann segir að um hafi verið að ræða krefjandi, og raunar afar hættulegar aðstæður. „Við vorum kölluð út vegna strandaglóps – en það kom í ljós að maðurinn var ekki bara strandaglópur heldur fastur í leðju. Þegar við komum á staðinn voru björgunarsveitarmenn með slöngubáta og mannskap og byrjaðir að reyna að grafa hann upp. Hann var í rauninni bara fastur fyrir neðan ökkla og í jökulleir sem var búinn að setjast fast að fætinum og bara eins og steypa,“ segir Guðmundur. „Þetta var svolítið krefjandi. Maður þurfti að vera á hnjánum með vatnsyfirborðið upp á höku, að róta frá bæði með skóflum og fingrunum og menn voru búnir að vinna sig í gegnum nokkra vettlinga til að róta í sandinum.“ Aðspurður segir Guðmundur að björgunarfólki líði ágætlega í svona aðstæðum, enda þrautþjálfað og vant erfiðum aðstæðum. „Við erum þjálfuð til þess að gera það sem maður þarf að gera þannig að í sjálfu sér líður manni bara vel. Maður er kannski pínu stressaður yfir velferð skjólstæðingsins. Það var greinilegt að honum leið illa, enda búinn að vera fastur lengi.“ Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, tók þátt í aðgerðunum í dag.Vísir/Stöð 2
Landhelgisgæslan Bláskógabyggð Tengdar fréttir Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Björguðu manni sem hafði sokkið djúpt með annan fótinn í sand Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út um klukkan tíu í gærkvöldi vegna skotveiðimanns sem hafði sokkið í sandinn í Sandvatni á Haukadalsheiði, sunnan Langjökuls. 3. september 2020 08:57