Enska landsliðið mun krjúpa fyrir leikinn á Laugardalsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2020 07:00 Enska landsliðið mun krjúpa fyrir leik sinn gegn Íslandi á morgun. Mike Egerton/Getty Images Enska landsliðið í knattspyrnu kemur hingað til lands í dag. Á morgun mun það mæta Íslandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Samkvæmt Sky Sports munu allir leikmenn enska liðsins krjúpa fyrir leik og votta þar með Svört Líf Skipta Máli [e. Black Lives Matter] hreyfingunni virðingu sína. Þá mun liðið gera það sama er það mætir Dönum á þriðjudaginn. Í frétt Sky Sports segir að leikmenn hafi rætt saman á St. George´s Park, æfingasvæði enska landsliðsins, og tekið þá ákvörðun í sameiningu að krjúpa fyrir leikinn. Er þetta eitthvað sem flest allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa gert síðan deildin fór aftur af stað. Reikna má með að þessu verði haldið áfram langt inn í tímabilið sem hefst um miðjan september. Enska landsliðið fær þó ekki að bera merki Black Lives Matter-hreyfingarinnar þar sem reglur UEFA – knattspyrnusambands Evrópu – banna öll pólitísk skilaboð eða merki á treyjum landsliða. Hvort hreyfingin sé pólitísk hreyfing er svo annað umræðuefni. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli á morgun, laugardag, klukkan 16:00. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkutíma fyrr. Allt í beinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Þjóðadeild UEFA Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Hópur Belga fyrir leikinn gegn Íslandi | Stærstu stjörnurnar allar með Það er búið að tilkynna leikmannahóp belgíska landsliðsins sem mætir því íslenska í Þjóðadeildinni þann 8. september. 2. september 2020 21:35 Emil Hallfreðsson áfram hjá Padova Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska liðsins Padova á næstu leiktíð. 2. september 2020 18:45 Albert var með eyrnalokkana umdeildu á æfingu landsliðsins Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, smellti af nokkrum myndum á æfingu karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli. 2. september 2020 13:29 Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Enska landsliðið í knattspyrnu kemur hingað til lands í dag. Á morgun mun það mæta Íslandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Samkvæmt Sky Sports munu allir leikmenn enska liðsins krjúpa fyrir leik og votta þar með Svört Líf Skipta Máli [e. Black Lives Matter] hreyfingunni virðingu sína. Þá mun liðið gera það sama er það mætir Dönum á þriðjudaginn. Í frétt Sky Sports segir að leikmenn hafi rætt saman á St. George´s Park, æfingasvæði enska landsliðsins, og tekið þá ákvörðun í sameiningu að krjúpa fyrir leikinn. Er þetta eitthvað sem flest allir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa gert síðan deildin fór aftur af stað. Reikna má með að þessu verði haldið áfram langt inn í tímabilið sem hefst um miðjan september. Enska landsliðið fær þó ekki að bera merki Black Lives Matter-hreyfingarinnar þar sem reglur UEFA – knattspyrnusambands Evrópu – banna öll pólitísk skilaboð eða merki á treyjum landsliða. Hvort hreyfingin sé pólitísk hreyfing er svo annað umræðuefni. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli á morgun, laugardag, klukkan 16:00. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkutíma fyrr. Allt í beinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Hópur Belga fyrir leikinn gegn Íslandi | Stærstu stjörnurnar allar með Það er búið að tilkynna leikmannahóp belgíska landsliðsins sem mætir því íslenska í Þjóðadeildinni þann 8. september. 2. september 2020 21:35 Emil Hallfreðsson áfram hjá Padova Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska liðsins Padova á næstu leiktíð. 2. september 2020 18:45 Albert var með eyrnalokkana umdeildu á æfingu landsliðsins Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, smellti af nokkrum myndum á æfingu karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli. 2. september 2020 13:29 Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Hópur Belga fyrir leikinn gegn Íslandi | Stærstu stjörnurnar allar með Það er búið að tilkynna leikmannahóp belgíska landsliðsins sem mætir því íslenska í Þjóðadeildinni þann 8. september. 2. september 2020 21:35
Emil Hallfreðsson áfram hjá Padova Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska liðsins Padova á næstu leiktíð. 2. september 2020 18:45
Albert var með eyrnalokkana umdeildu á æfingu landsliðsins Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, smellti af nokkrum myndum á æfingu karlalandsliðsins í fótbolta á Laugardalsvelli. 2. september 2020 13:29
Jóhann Berg: Þessir landsleikir komu ekki á góðum tíma fyrir mig Jóhann Berg Guðmundsson gaf ekki kost á sér í íslenska landsliðið að þessu sinni og hann ræddi þá ákvörðun sína við heimasíðu Burnley liðsins. 2. september 2020 10:00