Spá því að Ísland muni eiga þrjá af tíu keppendum í ofurúrslitunum leikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 10:00 Björgvin Karl Guðmundsson komst á verðlaunapall á heimsleikunum í fyrra og er aftur spáð góðu gengi í ár. Hér er hann með hinum verðlaunahöfunum 2019. Mynd/Instagram Íslensku keppendurnir þrír á heimsleikunum í ár eiga góða möguleika á sæti í fimm manna lokaúrslitum leikanna ef marka má spá fjögurra sérfræðinga tveimur vikum fyrir keppnina. Ísland á þrjá keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast 18. september. Þetta eru Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Fyrri hluti keppninnar fer í gegnum netið og þar reyna 30 karlar og 30 konur að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum sem fara fram í Kaliforníu. Vefsíðan BarBend fékk fjóra aðila til að spá fyrir um það hvaða fimm karlar og fimm konur muni á endanum keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit árið 2020. Þetta eru keppendurnir Patrick Vellner og Noah Ohlsen sem og fjölmiðlamennirnir Ben Garves og Armen Hammer. Two Games podium finishers and top pundits share their predictions for this year's Top 5. @nohlsen @PatVellner @armenhammertv https://t.co/LqVupTNrJy #crossfit #crossfitgames @crossfit @CrossFitGames pic.twitter.com/lLQIM4MniN— BarBend (@barbendnews) September 1, 2020 Tveir þeir fyrstnefndu eru að keppa á leikunum í ár og spá sjálfum sér að sjálfsögðu áfram í keppninni. Noah Ohlsen á það sameiginlegt með Katrínu Tönju Davíðsdóttur að hótað því að hætta við þátttöku á heimsleikunum í ár meðan Greg Glassman væri ennþá eigandi CrossFit. Greg Glassman seldi CrossFit til Eric Roza og bæði Noah og Katrín Tanja verða með. Allir fjórir sérfræðingarnir spá því að Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggi sér sæti meðal þeirra fimm efstu í fyrri hlutanum. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir kepptu á svipuðu netmóti á Rogue Invitational mótinu í júní þar sem urðu bæði í öðru sætinu. watch on YouTube Pat Vellner hefur aftur á móti ekki sömu trú á Katrínu Tönju og hinir tveir. Noah Ohlsen og Armen Hammer spá því hins vegar að Katrín Tanja Davíðsdóttir nái einu af fimm efstu sætunum. Sara fær fullt hús eins og heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Þær Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja fá síðan þrjú atkvæði af fjórum mögulegum. Björgvin Karl Guðmundsson fær fullt hús ásamt heimsmeistaranum Mat Fraser og svo Patrick Vellner. Noah Ohlsen fær bara þrjú atkvæði því Armen Hammer hefur ekki trú á honum að þessu sinni. Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte. CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Íslensku keppendurnir þrír á heimsleikunum í ár eiga góða möguleika á sæti í fimm manna lokaúrslitum leikanna ef marka má spá fjögurra sérfræðinga tveimur vikum fyrir keppnina. Ísland á þrjá keppendur á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast 18. september. Þetta eru Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Fyrri hluti keppninnar fer í gegnum netið og þar reyna 30 karlar og 30 konur að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum sem fara fram í Kaliforníu. Vefsíðan BarBend fékk fjóra aðila til að spá fyrir um það hvaða fimm karlar og fimm konur muni á endanum keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit árið 2020. Þetta eru keppendurnir Patrick Vellner og Noah Ohlsen sem og fjölmiðlamennirnir Ben Garves og Armen Hammer. Two Games podium finishers and top pundits share their predictions for this year's Top 5. @nohlsen @PatVellner @armenhammertv https://t.co/LqVupTNrJy #crossfit #crossfitgames @crossfit @CrossFitGames pic.twitter.com/lLQIM4MniN— BarBend (@barbendnews) September 1, 2020 Tveir þeir fyrstnefndu eru að keppa á leikunum í ár og spá sjálfum sér að sjálfsögðu áfram í keppninni. Noah Ohlsen á það sameiginlegt með Katrínu Tönju Davíðsdóttur að hótað því að hætta við þátttöku á heimsleikunum í ár meðan Greg Glassman væri ennþá eigandi CrossFit. Greg Glassman seldi CrossFit til Eric Roza og bæði Noah og Katrín Tanja verða með. Allir fjórir sérfræðingarnir spá því að Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir tryggi sér sæti meðal þeirra fimm efstu í fyrri hlutanum. Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir kepptu á svipuðu netmóti á Rogue Invitational mótinu í júní þar sem urðu bæði í öðru sætinu. watch on YouTube Pat Vellner hefur aftur á móti ekki sömu trú á Katrínu Tönju og hinir tveir. Noah Ohlsen og Armen Hammer spá því hins vegar að Katrín Tanja Davíðsdóttir nái einu af fimm efstu sætunum. Sara fær fullt hús eins og heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey. Þær Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja fá síðan þrjú atkvæði af fjórum mögulegum. Björgvin Karl Guðmundsson fær fullt hús ásamt heimsmeistaranum Mat Fraser og svo Patrick Vellner. Noah Ohlsen fær bara þrjú atkvæði því Armen Hammer hefur ekki trú á honum að þessu sinni. Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte.
Spá um hverjir komast í fimm manna úrslit heimsleikanna 2020: Patrick Vellner Karlar: Patrick Vellner, Mat Fraser, Björgvin Karl Guðmundsson, Noah Ohlsen og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kristin Holte, Kara Saunders og Kari Pearce. Noah Ohlsen Karlar: Noah Ohlsen, Mat Fraser, Pat Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Kara Saunders, Sara Sigmundsdóttir, Brooke Wells og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Armen Hammer Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Björgvin Karl Guðmundsson, Jeff Adler og Chandler Smith. Konur: Tia-Clair Toomey, Sara Sigmundsdóttir, Kara Saunders, Kristin Holte og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Ben Garves Karlar: Mat Fraser, Patrick Vellner, Chandler Smith, Björgvin Karl Guðmundsson og Noah Ohlsen. Konur: Sara Sigmundsdóttir, Tia-Clair Toomey, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Dani Speegle og Kristin Holte.
CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira