Eini enski landsliðsmaðurinn til að skora hjá Íslandi í Laugardalnum spilaði ekki fleiri landsleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 14:00 Paul Goddard sést hér með þeim Gary Owen, Tommy Caton og Sammy Lee sem unnu allir EM U21 með enska landsliðinu seinna um sumarið 1982. Getty/Peter Robinson Ísland og England mætast í Þjóðdeildinni í Laugardalnum á morgun og þá er gaman að rifja upp eina landsleikinn á ferli manns sem var kallaður „Sarge“. Ísland mætti Englandi síðasti í Laugardalnum 2. júní 1982 eða aðeins tveimur dögum áður en Ron Greenwood valdi enska landsliðshópinn fyrir HM 1982. Paul Goddard, kallaður „Sarge“, er eini enski landsliðsmaðurinn sem hefur skorað hjá íslenska landsliðinu í Laugardalnum en landsleikurinn í Laugardalnum fyrir 38 árum var einstakur á hans ferli. Vorið 1982 var Paul Goddard aðeins rúmlega 22 ára gamall og hafði spilað vel með nýliðum West Ham í ensku deildinni. 17 mörk í deildinni skiluðu Goddard sæti í 40 manna landsliðshóp Ron Greenwood fyrir HM á Spáni 1982. Paul Goddard í leik með liði West Ham United.Getty/Allsport Paul Goddard byrjaði á varamannabekknum á Laugardalsvelli 2. júní en átti eftir að koma inn á sem varamaður fyrir hálfleik í sínum fyrsta landsleik. Goddard kom inn á 40. mínútu eftir að Cyrille Regis meiddist. Goddard bjargaði andliti enska landsliðsins með því að jafna metin á 69. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Glenn Hoddle. Íslenska liðið var þá búið að vera yfir í 46 mínútur eða í raun í heilan hálfleik. Paul Goddard var ekki valinn í HM-hóp enska landsliðsins tveimur dögum síðar og átti aldrei eftir að klæðast enska A-landsliðsbúningnum aftur. Leikmennirnir sem spiluðu leikinn á Íslandi voru þeir menn sem voru að reyna að vinna sér sæti í HM-hópnum og komust á endanum sex þeirra með á HM. Knattspyrnusamband Íslands fékk síðan enska knattspyrnusambandið til að skrá leikinn með A-landsleik en upphaflega ætluðu Englendingar að skrá hann sem b-landsleik. Paul Goddard skoraði hins vegar 5 mörk í 8 leikjum með 21 árs landsliðinu frá 1980 til 1982 en Goddard var í Evrópumeistaraliði Englendingar á U21 mótinu seinna um sumarið 1982. Goddard skoraði síðan tólf mörk í ensku deildinni tímabilið 1982-83 en missti síðan mikið úr á 1983-84 tímabilinu vegna meiðsla. Hann meiddist síðan illa á öxl í fyrsta leik 1985-86 tímabilsins og missti síðan sætið til Frank McAvennie á einu besta tímabili í sögu West Ham. Goddard spilaði sinn síðasta leik með West Ham í nóvember 1986 og hann kvaddi eftir 71 mark í 213 leikjum með liðinu. West Ham seldi hann til Newcastle fyrir nýtt félagsmet á þeim tíma eða 415 þúsund pund. Paul Goddard var seldur til Derby County 1988 og spilaði síðan með Millwall (1989-91) og Ipswich Town (1991-94) áður en skórnir fóru upp á hillu. Landsleikirnir urðu hins vegar ekki fleiri en þessi eini á Laugardalsvellinum á þessu júníkvöldi fyrir meira en 38 árum síðan. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á morgun og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.00 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Ísland og England mætast í Þjóðdeildinni í Laugardalnum á morgun og þá er gaman að rifja upp eina landsleikinn á ferli manns sem var kallaður „Sarge“. Ísland mætti Englandi síðasti í Laugardalnum 2. júní 1982 eða aðeins tveimur dögum áður en Ron Greenwood valdi enska landsliðshópinn fyrir HM 1982. Paul Goddard, kallaður „Sarge“, er eini enski landsliðsmaðurinn sem hefur skorað hjá íslenska landsliðinu í Laugardalnum en landsleikurinn í Laugardalnum fyrir 38 árum var einstakur á hans ferli. Vorið 1982 var Paul Goddard aðeins rúmlega 22 ára gamall og hafði spilað vel með nýliðum West Ham í ensku deildinni. 17 mörk í deildinni skiluðu Goddard sæti í 40 manna landsliðshóp Ron Greenwood fyrir HM á Spáni 1982. Paul Goddard í leik með liði West Ham United.Getty/Allsport Paul Goddard byrjaði á varamannabekknum á Laugardalsvelli 2. júní en átti eftir að koma inn á sem varamaður fyrir hálfleik í sínum fyrsta landsleik. Goddard kom inn á 40. mínútu eftir að Cyrille Regis meiddist. Goddard bjargaði andliti enska landsliðsins með því að jafna metin á 69. mínútu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Glenn Hoddle. Íslenska liðið var þá búið að vera yfir í 46 mínútur eða í raun í heilan hálfleik. Paul Goddard var ekki valinn í HM-hóp enska landsliðsins tveimur dögum síðar og átti aldrei eftir að klæðast enska A-landsliðsbúningnum aftur. Leikmennirnir sem spiluðu leikinn á Íslandi voru þeir menn sem voru að reyna að vinna sér sæti í HM-hópnum og komust á endanum sex þeirra með á HM. Knattspyrnusamband Íslands fékk síðan enska knattspyrnusambandið til að skrá leikinn með A-landsleik en upphaflega ætluðu Englendingar að skrá hann sem b-landsleik. Paul Goddard skoraði hins vegar 5 mörk í 8 leikjum með 21 árs landsliðinu frá 1980 til 1982 en Goddard var í Evrópumeistaraliði Englendingar á U21 mótinu seinna um sumarið 1982. Goddard skoraði síðan tólf mörk í ensku deildinni tímabilið 1982-83 en missti síðan mikið úr á 1983-84 tímabilinu vegna meiðsla. Hann meiddist síðan illa á öxl í fyrsta leik 1985-86 tímabilsins og missti síðan sætið til Frank McAvennie á einu besta tímabili í sögu West Ham. Goddard spilaði sinn síðasta leik með West Ham í nóvember 1986 og hann kvaddi eftir 71 mark í 213 leikjum með liðinu. West Ham seldi hann til Newcastle fyrir nýtt félagsmet á þeim tíma eða 415 þúsund pund. Paul Goddard var seldur til Derby County 1988 og spilaði síðan með Millwall (1989-91) og Ipswich Town (1991-94) áður en skórnir fóru upp á hillu. Landsleikirnir urðu hins vegar ekki fleiri en þessi eini á Laugardalsvellinum á þessu júníkvöldi fyrir meira en 38 árum síðan. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á morgun og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.00 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira