Kári: Allt annað enskt landslið núna en á EM 2016 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2020 11:14 Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason fagnar góðum árangri íslenska landsliðsins á EM 2016. Vísir/Getty Kári Árnason verður fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Englandi á Laugardalsvellinum á morgun og hann var mættur á blaðamannafund hjá íslenska landsliðinu í dag. Kári Árnason spilaði sigurleikinn fræga á móti Englandi á EM 2016 en íslenska liðið vann þá 2-1 endurkomu sigur á Englendingum og tryggði sér með því sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar. Kári Árnason lagði upp jöfnunarmark Ragnars Sigurðssonar í leiknum og átti síðan flottan leik í miðri íslensku vörninni með Ragnari. Ísland komst yfir á 18. mínútu og lokaði síðan á alla sóknartilburði enska liðsins eftir það. Á blaðamannafundinum var Kári spurður út í enska landsliðið núna í samanburði við enska landsliðið fyrir fjórum árum. „Þetta er allt annað lið í rauninni þó að það séu nokkrir leikmenn þarna að spila. (Raheem) Sterling er orðinn eldri og betri þó að hann hafi verið með í þessum leik. Sama gildir um (Harry) Kane,“ sagði Kári Árnason. „Þetta er miklu yngra lið og hlaupgetan er meiri. Það er meiri hraði í þessu liði heldur en var. Það var rosalega mikið sótt á bakvörðinn í gamla liðinu. Núna eru þeir bara að bíða eftir því að kantmennirnir þeirra fái boltann og þá getur allt gerst,“ sagði Kári. „Þessi framlína þeirra er vissulega á heimsmælikvarða en að sama skapi þekkjum við þá vel og treystum okkur alveg í þetta verkefni. Við klárum það með sóma,“ sagði Kári Árnason. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Kári Árnason verður fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Englandi á Laugardalsvellinum á morgun og hann var mættur á blaðamannafund hjá íslenska landsliðinu í dag. Kári Árnason spilaði sigurleikinn fræga á móti Englandi á EM 2016 en íslenska liðið vann þá 2-1 endurkomu sigur á Englendingum og tryggði sér með því sæti í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar. Kári Árnason lagði upp jöfnunarmark Ragnars Sigurðssonar í leiknum og átti síðan flottan leik í miðri íslensku vörninni með Ragnari. Ísland komst yfir á 18. mínútu og lokaði síðan á alla sóknartilburði enska liðsins eftir það. Á blaðamannafundinum var Kári spurður út í enska landsliðið núna í samanburði við enska landsliðið fyrir fjórum árum. „Þetta er allt annað lið í rauninni þó að það séu nokkrir leikmenn þarna að spila. (Raheem) Sterling er orðinn eldri og betri þó að hann hafi verið með í þessum leik. Sama gildir um (Harry) Kane,“ sagði Kári Árnason. „Þetta er miklu yngra lið og hlaupgetan er meiri. Það er meiri hraði í þessu liði heldur en var. Það var rosalega mikið sótt á bakvörðinn í gamla liðinu. Núna eru þeir bara að bíða eftir því að kantmennirnir þeirra fái boltann og þá getur allt gerst,“ sagði Kári. „Þessi framlína þeirra er vissulega á heimsmælikvarða en að sama skapi þekkjum við þá vel og treystum okkur alveg í þetta verkefni. Við klárum það með sóma,“ sagði Kári Árnason.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira