Segir að enska landsliðið hafi lært af tapinu fyrir Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2020 12:36 Þótt Gareth Southgate hafi ekki verið þjálfari enska landsliðsins gegn Íslandi á EM 2016 nýtti hann leikinn og reyndi að læra af honum. getty/Steven Paston Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, var að sjálfsögðu spurður út í tap Englands fyrir Íslandi á EM 2016 á blaðamannafundi enska landsliðsins í dag. Ísland og England mætast á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni á morgun. Southgate var ekki þjálfari Englands á EM 2016 en segir að hann hafi skoðað leikinn gegn Íslandi og séð hvað Englendingar þurftu að bæta. „Fyrir nokkrum árum kíktum við á 2-3 leiki sem við höfðum spilað og mismunandi þætti í þeim. Það stærsta sem við í þjálfarateyminu tókum út úr leiknum gegn Íslandi var þolinmæðin sem þú þarft að sýna ef þú lendir undir,“ sagði Southgate. England komst yfir í leiknum fræga gegn Íslandi með marki Waynes Rooney úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Ragnar Sigurðsson jafnaði tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum svo í 2-1 á 18. mínútu sem urðu lokatölur leiksins. „Oft undirbýrðu lið undir 0-0 stöðu en vilt ekki tala um hvað gerist ef þú lendir undir. Það getur alltaf gerst, sama hversu vel þú spilar. Andstæðingurinn getur alltaf skorað upp úr þurru. Við höfum bætt ákvarðanatökuna og þolinmæðina undir pressu á síðustu árum,“ sagði Southgate. „Við höfum rætt mikið um þetta. Ef við lendum undir höldum við áfram að spila okkar leik, höldum ró okkar og tökum réttar ákvarðanir. Það er þáttur í framþróun liðsins og við nýttum okkur m.a. reynsluna gegn Íslandi.“ Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Sjá meira
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, var að sjálfsögðu spurður út í tap Englands fyrir Íslandi á EM 2016 á blaðamannafundi enska landsliðsins í dag. Ísland og England mætast á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni á morgun. Southgate var ekki þjálfari Englands á EM 2016 en segir að hann hafi skoðað leikinn gegn Íslandi og séð hvað Englendingar þurftu að bæta. „Fyrir nokkrum árum kíktum við á 2-3 leiki sem við höfðum spilað og mismunandi þætti í þeim. Það stærsta sem við í þjálfarateyminu tókum út úr leiknum gegn Íslandi var þolinmæðin sem þú þarft að sýna ef þú lendir undir,“ sagði Southgate. England komst yfir í leiknum fræga gegn Íslandi með marki Waynes Rooney úr vítaspyrnu á 4. mínútu. Ragnar Sigurðsson jafnaði tveimur mínútum síðar og Kolbeinn Sigþórsson kom Íslendingum svo í 2-1 á 18. mínútu sem urðu lokatölur leiksins. „Oft undirbýrðu lið undir 0-0 stöðu en vilt ekki tala um hvað gerist ef þú lendir undir. Það getur alltaf gerst, sama hversu vel þú spilar. Andstæðingurinn getur alltaf skorað upp úr þurru. Við höfum bætt ákvarðanatökuna og þolinmæðina undir pressu á síðustu árum,“ sagði Southgate. „Við höfum rætt mikið um þetta. Ef við lendum undir höldum við áfram að spila okkar leik, höldum ró okkar og tökum réttar ákvarðanir. Það er þáttur í framþróun liðsins og við nýttum okkur m.a. reynsluna gegn Íslandi.“
Þjóðadeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Sjá meira