Píratar segja afdráttarlaust nei við milljörðum til Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2020 15:57 Halldóra Mogensen og Björn Leví Gunnarsson í heimsókn hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í fyrra þar sem þau kynntu sér ásamt fleiri þingmönnum störfin í Skógarhlíð. Vísir/Vilhelm Píratar vonast til að geta talað ríkisstjórnina af ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Flokkurinn segir ríkisstjórnina virðast ætla að leggja allt sitt undir til að tóra fram yfir kosningar. Þau veðji milljörðum úr lífeyrissjóðum landsmanna, milljörðum úr bönkum landsmanna og milljörðum til viðbótar úr ríkissjóði landsmanna. Milljarðaveðmál sem sé byggt á skýjaborgum flugfélags sem búit hvorki við mótvindi né samkeppni. Þetta kemur fram í aðsendri grein þingmanna Pírata á Vísi í dag en frumvarp fjármálaráðherra varðandi ríkisábyrgð til Icelandair, sem ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt, er á dagskrá Alþingis í dag þar sem greidd verða atkvæði um frumvarpið. Fulltrúar fleiri flokka hafa sett spurningamerki við fyrirhugaða ríkisábyrgð sem hljóðar upp á 15 milljarða króna lán. Fari svo að Icelandair Group þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til fjáraukalaga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar er aðeins lögð til ein breyting á fjárlögum, að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánum vegna tekjufalls fyrirtækisins í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Telja forsendur hæpnar Þingmenn Pírata segja ekki léttvæga ákvörðun að segja nei við Icelandair, félagi með langa sögu sem hafi verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. „Það breytir því ekki að forsendurnar fyrir svo kostnaðarsamri ákvörðun verða að vera að tryggja flugsamgöngur, fara vel með almannafé, draga úr tapi lífeyrissjóðanna og vernda starfsfólk. Það er því að vel ígrunduðu máli sem við leggjumst gegn 15 milljarða ríkistryggðri lánalínu til Icelandair,“ segja Píratar. Mikið hefur mætt á Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Hér situr hann hluthafafund félagsins.Vísir/Vilhelm Nefna Píratar sjö ástæður og ræða hverja og eina í grein sinni. Telja þeir meðal annars endurreisnaráætlun Icelandair byggja á hæpnum forsendum og miklir óvissutímar í gangi varðandi hvenær flugsamgöngur fari á fullt á ný. „Gloppurnar í sviðsmyndagreiningu félagsins eru svo stórar að það er alls óvíst að skuldahola Icelandair muni grynnka nokkuð næstu árin. Og raunar er óhætt að fullyrða, að ef horfur Icelandair væru raunverulega jafn góðar og þarna er gengið út frá, þá þyrfti Icelandair ekki ríkisábyrgð til að sannfæra fjárfesta.“ 15 milljarða lán en virði í dag 5 milljarðar Þá telja Píratar að með ríkisábyrgðinni sé beinlínis orðið hagsmunamál stjórnvalda að koma í veg fyrir samkeppni og verja þannig stöðu Icelandair á markaði, annars fuðri fjárfestingin upp. Auk þess sé lífeyrir landsmanna undir en lífeyrissjóðirnir eigi nú þegar um helming hlutafjár í Icelandair. Smári McCarthy og Björn Leví Gunnarsson eru á meðal þingmanna Pírata.Vísir/Vilhelm „Öll hlutabréf félagsins eru í dag rúmlega 5 milljarða virði á markaði, en lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest fyrir tugi milljarða í félaginu síðastliðinn áratug. Eina leiðin sem ríkisstjórnin bendir á til að bjarga þessum rýrnuðu fjárfestingum virðist vera að hvetja lífeyrissjóðina til að halda áfram að leggja fé í Icelandair.“ Ef áætlanir Icelandair klikki verði skaðinn fyrir lífeyrissjóðina og bankana miklu verri til framtíðar. Hugsa til flugfreyja Þá nefna Píratar að stjórnvöld geti áfram gripið inn í stefni félagið í gjaldþrot. Til dæmis með því að kaupa hlut lífeyrissjóðanna og tryggja fé fyrir lágmarkssamgöngum eins og fordæmi sé fyrir erlendis. „Þannig væri hægt að tryggja samgöngur á meðan markaðurinn endurskipuleggur sig og ný flugfélög hefja starfsemi. Framtíð Icelandair réðist svo af því hvernig rekstur félagsins gengi næstu misseri, og ákvörðun um framtíð þess þá í höndum stjórnvalda að höfðu samráði við almenning.“ Lanflestum flugferðum Icelandair til og frá Keflavíkurflugvelli í dag var frestað.Vísir/Vilhelm Framganga stjórnenda Icelandair í samningaviðræðum við flugfreyjur er ekki til fyrirmyndar að mati Pírata. Langt í frá. Forkastanlegt fordæmi „Fulltrúar félagsins unnu linnulaust að því að lækka laun flugfreyja og grafa undan réttindum sem tekið hafði áratugi að byggja upp. Þegar flugfreyjur létu ekki bjóða sér það ákváðu stjórnendur Icelandair að segja þeim öllum upp - í miðri kjaradeilu. Ákvörðun sem var svo svívirðileg að ASÍ, heildarsamtök launafólks, hefur nú dregið Icelandair fyrir Félagsdóm.“ Að lokum telja Píratar forkastanlegt fordæmi að veita einkafyrirtækinu 15 milljarða króna í kjölfar alls sem á undan er gengið. „Hlutabréf Icelandair eru 5 milljarða króna virði í dag og ef hlutafjárútboðið tekst ekki þá getur ríkið keypt þau á enn lægra verði. Ef eitthvað er „of stórt til að falla“ þá er það „of stórt til að ríkið hafi ekki hönd í bagga.““ Píratar Alþingi Icelandair Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35 Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Píratar vonast til að geta talað ríkisstjórnina af ríkisábyrgð fyrir Icelandair. Flokkurinn segir ríkisstjórnina virðast ætla að leggja allt sitt undir til að tóra fram yfir kosningar. Þau veðji milljörðum úr lífeyrissjóðum landsmanna, milljörðum úr bönkum landsmanna og milljörðum til viðbótar úr ríkissjóði landsmanna. Milljarðaveðmál sem sé byggt á skýjaborgum flugfélags sem búit hvorki við mótvindi né samkeppni. Þetta kemur fram í aðsendri grein þingmanna Pírata á Vísi í dag en frumvarp fjármálaráðherra varðandi ríkisábyrgð til Icelandair, sem ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt, er á dagskrá Alþingis í dag þar sem greidd verða atkvæði um frumvarpið. Fulltrúar fleiri flokka hafa sett spurningamerki við fyrirhugaða ríkisábyrgð sem hljóðar upp á 15 milljarða króna lán. Fari svo að Icelandair Group þurfi að ganga á lánalínuna sem íslenska ríkið hyggst ábyrgjast fyrir félagið er miðað við að ríkið fái veð í vörumerki Icelandair Group og Icelandair, vefslóð sömu félaga, bókunarkerfi Icelandair sem og lendingarheimildum í London og New York, ef unnt reynist að taka veð í lendingarheimildum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til fjáraukalaga, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þar er aðeins lögð til ein breyting á fjárlögum, að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánum vegna tekjufalls fyrirtækisins í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Telja forsendur hæpnar Þingmenn Pírata segja ekki léttvæga ákvörðun að segja nei við Icelandair, félagi með langa sögu sem hafi verið stór vinnuveitandi og mikilvægur hlekkur í samgöngum þjóðarinnar. „Það breytir því ekki að forsendurnar fyrir svo kostnaðarsamri ákvörðun verða að vera að tryggja flugsamgöngur, fara vel með almannafé, draga úr tapi lífeyrissjóðanna og vernda starfsfólk. Það er því að vel ígrunduðu máli sem við leggjumst gegn 15 milljarða ríkistryggðri lánalínu til Icelandair,“ segja Píratar. Mikið hefur mætt á Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Hér situr hann hluthafafund félagsins.Vísir/Vilhelm Nefna Píratar sjö ástæður og ræða hverja og eina í grein sinni. Telja þeir meðal annars endurreisnaráætlun Icelandair byggja á hæpnum forsendum og miklir óvissutímar í gangi varðandi hvenær flugsamgöngur fari á fullt á ný. „Gloppurnar í sviðsmyndagreiningu félagsins eru svo stórar að það er alls óvíst að skuldahola Icelandair muni grynnka nokkuð næstu árin. Og raunar er óhætt að fullyrða, að ef horfur Icelandair væru raunverulega jafn góðar og þarna er gengið út frá, þá þyrfti Icelandair ekki ríkisábyrgð til að sannfæra fjárfesta.“ 15 milljarða lán en virði í dag 5 milljarðar Þá telja Píratar að með ríkisábyrgðinni sé beinlínis orðið hagsmunamál stjórnvalda að koma í veg fyrir samkeppni og verja þannig stöðu Icelandair á markaði, annars fuðri fjárfestingin upp. Auk þess sé lífeyrir landsmanna undir en lífeyrissjóðirnir eigi nú þegar um helming hlutafjár í Icelandair. Smári McCarthy og Björn Leví Gunnarsson eru á meðal þingmanna Pírata.Vísir/Vilhelm „Öll hlutabréf félagsins eru í dag rúmlega 5 milljarða virði á markaði, en lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest fyrir tugi milljarða í félaginu síðastliðinn áratug. Eina leiðin sem ríkisstjórnin bendir á til að bjarga þessum rýrnuðu fjárfestingum virðist vera að hvetja lífeyrissjóðina til að halda áfram að leggja fé í Icelandair.“ Ef áætlanir Icelandair klikki verði skaðinn fyrir lífeyrissjóðina og bankana miklu verri til framtíðar. Hugsa til flugfreyja Þá nefna Píratar að stjórnvöld geti áfram gripið inn í stefni félagið í gjaldþrot. Til dæmis með því að kaupa hlut lífeyrissjóðanna og tryggja fé fyrir lágmarkssamgöngum eins og fordæmi sé fyrir erlendis. „Þannig væri hægt að tryggja samgöngur á meðan markaðurinn endurskipuleggur sig og ný flugfélög hefja starfsemi. Framtíð Icelandair réðist svo af því hvernig rekstur félagsins gengi næstu misseri, og ákvörðun um framtíð þess þá í höndum stjórnvalda að höfðu samráði við almenning.“ Lanflestum flugferðum Icelandair til og frá Keflavíkurflugvelli í dag var frestað.Vísir/Vilhelm Framganga stjórnenda Icelandair í samningaviðræðum við flugfreyjur er ekki til fyrirmyndar að mati Pírata. Langt í frá. Forkastanlegt fordæmi „Fulltrúar félagsins unnu linnulaust að því að lækka laun flugfreyja og grafa undan réttindum sem tekið hafði áratugi að byggja upp. Þegar flugfreyjur létu ekki bjóða sér það ákváðu stjórnendur Icelandair að segja þeim öllum upp - í miðri kjaradeilu. Ákvörðun sem var svo svívirðileg að ASÍ, heildarsamtök launafólks, hefur nú dregið Icelandair fyrir Félagsdóm.“ Að lokum telja Píratar forkastanlegt fordæmi að veita einkafyrirtækinu 15 milljarða króna í kjölfar alls sem á undan er gengið. „Hlutabréf Icelandair eru 5 milljarða króna virði í dag og ef hlutafjárútboðið tekst ekki þá getur ríkið keypt þau á enn lægra verði. Ef eitthvað er „of stórt til að falla“ þá er það „of stórt til að ríkið hafi ekki hönd í bagga.““
Píratar Alþingi Icelandair Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35 Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. 4. september 2020 10:35
Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. 2. september 2020 20:42
Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07